föstudagur, nóvember 28

Tengdó komin

já lenntu hér rúmlega hálf níu - eftir seinkun á fluginu frá Stokkhólmi til Köben og svo aftur seinkun frá Köben til Álaborgar - úff ferlega óheppin. ENNn voðalega var nú notalegt að fá þau. Bjarni og Oddur Ingi fóru að sækja þau - prinsinn svo spenntur að fá að fara. Var samt ekki að ná þessu að hann mætti fara með - en ég er enn þá með svona - og benti á bólurnar - aðeins að reyna að hafa vit fyrir foreldrum sínum :)

Fékk helling að íslensku dóti - krydd og dropa fyrir jólabaksturinn - bláberjasúpu - og nýjust slúðurblöðin - he he Elsa og Heiða - þið getið farið að leggja inn pöntun á blöðin eftir helgi :)

Jæja ætla að fara að lúlla - á nýju vindsænginni

kæruleysi!!!!!!!!

Það er nú meira kæruleysið á manni hérna, bara ekkert farinn að skrifa!!!!!!!!

Eyrnabólgan er nú að hjaða - þökk sé pensilíninu :)

Já vitiði hvaða lag er í útvarpinu núna - save a prayer með Duran Duran - ohhh maður bara kemmst í fíling :):)
ENNN reyndar komst ég að einu - ég er alltaf svo vitlaus í textum - sérstaklega svona á útlensku - ég hef alltaf sungið þetta lag - dont say a pray for me now - save it for the morning after......... og hélt auðvitað að lagið héti say a prayer, en elsku eiginmaðurinn minn leiðrétti mig í þessu - þegar ég var byrjuð að skirfa þetta hér. Auðvitað var maður ekki til í að trúa þessu fyrst - en eftir að googlesögning sagði save a prayer - þá varð ég að láta í minni pokann =o/ Annars er búin að vera ferlega skemmtileg umræða um svona misskilda texta á barnalandi mæli með því að þið lesið hana með tóma blöðru - var við það að pissa á mig af hlátri þegar ég las þetta ( þyrfti kannski að fara að gera eitthvað í því - ekki gott að pissa í sig - he he he, bara skella sér í grindarbotnsæfingar)

Svo eru tengdó að koma á morgunn - verður gaman að fá þau - koma reyndar ekki fyrr en seint annað kvöld. Verst að prinsinn er með hlaupabóluna - þannig að það verður því miður ekki hægt að gera svo mikið :( En ætlum bara að hafa það gott með þeim, hygge sig eins og danirnir segja.

Fór á kóræfingu áðan - var bara stuð - he he erum orðin svo góð - enda að fara að syngja míní konsert um helgina - verðum mep kökuhlaðborð og svona til tilefni af 1.des - svo er líka basar hjá Rudolf Steiner skólunum - ætli maður verði ekki að reyna að kíkja aðeins þangað - ætlaði að vera að hjálpa til við að sauma dúkkur sem á að selja á basarnum - en eyrnabolga og hlaupabóla - svo það varð ekkert úr því :(

Já það er sem sagt nóg um að vera um helgina - svo er líka jólasveinninn að koma til Álaborgar - er víst rosa show - kemur á báti - hægt að fylgjast með þessu öllu saman af hafnarbakkanum - voða flottheit víst. En danirnir eru ótrúlegir - jólasveinninn er að koma núna og fer 21. DES - ég meina HALL� jólin eru ekki komin - enda eru víst allar skeytingar farnar úr búðargluggum og allt svona á milli jóla og nýjárs!!! Enda búnar að hanga uppi síðan í lok okt. Allt jóladót verður víst líka farið úr búðunum fyrir 24. - bara ótrúleg þjóð!!!!!!!!

Jæja best að fara að koma sér í háttinn - gæti átt von á hlaupabólusi upp í til mín í nótt - þá verður víst ekki mikið úr svefni :þ

fimmtudagur, nóvember 27

Vá hvað gerðist????????

Úff veit ekkert hvað er að gerast hérna með íslenskustafina - krossa bara fingur og vona að þetta lagist :)

Heyrumst síðar :)

miðvikudagur, nóvember 26

eyrnabólga og hlaupabóla

Jæja það er aldeilis orðið ástand og mér og prinsinum, ég er komin með eyrnabólgu og hann með hlaupabólu!!!! Já er því miður ekki í mjög tölvufæru ástandi, en er búin að fara til læknis og Bjarni minn ætlar að hjóla á eftir niður í Vejgaard (nú er fúlt að vera ekki á bíl) og sækja pensilín fyrir mig í apótekið. Æltar líka að kaupa Zink linmentax á hlaupabóluna hjá prinsinum. Annars tekur hann þessu með mikilli ró - finnst bara flott að vera svona doppóttur og þetta pirrar hann ekkert - alla vegna ekki enn þá - vonum að þetta haldist þannig. ENNNNNNN ÉG er að verða geðveik á þessum eyrnaverk - þetta er svo sárt - en ég reyni að halda mig á mottunni - er ekkert vælandi :) alla vegna ekki mikið :)

úfff skrifa meira seinna........... over and out.................

mánudagur, nóvember 24

jæja!!!

Úfff er búin að hanga við tölvuna í alltof langan tíma. Við Oddur Ingi erum búin að vera ein heima núna seinni partinn og eftir að hann fór að sofa hef ég lítið annað gert en að rýna í skjáinn. Bara nenni ekki að byrja í föndri eða neinu. Ætlaði í gærkvöldi að horfa á bíomyndi í Tv, mynd sem byrjaði klukkan níu, ég man rétt eftir byrjuninni var svo sofnuð um leið :o/ Já svona er það að vera með sjónvarp inni í svefnherbergi hjá sér!!!!

Annars fóru Bjarni og Hannes í verslunartúr út í Aalborg Storcenter aðeins að versla jólagjafir - stóðu sig bara vel - voru að koma inn úr dyrunum með nokkrar alveg brill... jólagjafir :)

Prinsinn minn er annars alveg að fara á kostum hérna - getur ekki gert stórt nema að lesa auglýsingarbækling í leiðinni - eins og pabbi sinni. Ég var að spjalla við mömmu á skypeinu áðan, þá kom gaurinn hlaupandi með koppinn í annari hönd og fór beint inn í stofu - ég auðvitað kallaði á eftir honum að muna að setja bibban ofaní - það klikkar nefnilega stundum.... Nýjasta tíska er nefnilega að nota koppinn hér og þar um alla íbúð - best inni í tjaldinu sínu undir rúminu sínu :) En nei nei minn var ekkert að fara að gera stórt í stofunni - var bara að ná sér í bækling - kom svo með nýjasta Fötex bæklinginn og lagði á gólfið fyrir framan sig og sat svo og vann sitt stóra verk :)

Jæja ætla bara að láta þetta duga í bili - kannski verð ég frumlegri næst - bara datt ekkert skemmtilegt í hug til þess að skrifa um........... Einhverjar hugmyndir?????????

sunnudagur, nóvember 23

góðan daginn :)

Jæja maður er bara rétt að jafna sig eftir gott hláturskast!!! Var nefnilega að skoða á barnalandi eins og svo oft áður, rekst þar á forsíðunni á nafnið stubbur Jónsson. Í mínum huga er bara til einn stubbur Jónsson og það er "litli" frændi hann Ingi Hlynur. Hann er sko yngsta barnabarnið og svo var hann fram eftir aldri bara frekar stubbalegur:) Nú jæja ég fer að skoða þennan stubb betur, sé þá að ég veit hver pabbinn hans er. Jón Óli úr Þykkvabænum fyrir þá sem þekkja hann, frekar fyndin tilviljun því hann og Ingi Hlynur voru auðvitað saman bæði í Grunnskólanum á Hellu og svo í ML!!!

Já svona er maður nú með brjálaðann húmor!!!!!!!!

Annars er maður bara búinn að hafa það gott í dag, Sigurjón, Heiða og Gunnar Geir komu í lambalæri í hádeginu - bragðaðist bara vel:)

Það varð reyndar lítið úr föndrinu í gærkveldi - kláraði allt límið á heimilinu :( frekar fúlt!!

Verð svo að segja ykkur frá einu gullkorni frá honum syni mínum - treysti því reyndar að þið kíkið á hans síðu líka :) Hann átti nefnilega að hjálpa til við að fara með allt dótið sitt inn í herbergi, var auðvitað búinn að dreifa því hér um alla íbúð. Jú jú ekkert mál hann rauk af stað í tiltektina, en hljóp bara með dótið og skellti því rétt inn fyrir þröskuldinn á sínu herbergi. Ég fór eitthvað að gera athugasemd við þetta hjá honum, sagði að hann yrði nú að setja dótið upp í hillu, en mér var svarað um hæl "nei mamma ég get ekki sett dótið í hilluna, það er svo mikið drasl þar!!!" Já góð afsökun fyrir því að taka ekki til - það er svo mikið drasl, ég get ekki tekið til !!!!!!

Heyrði í mömmu á skypeinu áðan - það eru farnar að aukast líkurnar á því að þau gömlu komi og verði hjá okkur um jólin. Eina vandamálið bara að mamma vill ekki láta ömmu vera á elliheimilinu um jólin - hún hefur alltaf verið hjá mömmu. Ég kom reyndar með þá uppástungu að hún komi bara líka út!!!!! Einhverjar aðrar uppástungur?????

laugardagur, nóvember 22

Var að spá........

...af hverju öllum krökkum dettur í hug að taka samlokukex (kex með svona tveim eins helmingum og krem á milli) í sundur og sleikja kremið af????? Oddur Ingi var að borða svona kex áðan og gerði þetta - hef ekki séð hann gera þetta áður - alla vegna ekki oft - og þá kom þessi umræða upp hjá okkur. Nessi kom reyndar með líklegustu skýringuna á þessu - þetta er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá krakkagreyjunum!!!! Þarna ná þau sér í það besta - en sleppa svo hinu :)

Já annars er lítið markvert búið að gera hér í dag - vaknaði við prinsinn um hálf sjö - bauð honum að koma upp í til okkar og horfa á barnaefnið - jú jú minn auðvitað alveg til í það. Vorum sko að fá okkur sjónvarp inn í herbergi til okkar núna í vikunni, þannig að þetta er nýjasta sportið hjá prinsinum - að horfa á Tv-ið inni hjá okkur. Nú það entist í korter - þá var drengurinn auðvitað orðinn svo svangur að maður var dreginn á lappir til þess að elda hafragraut!!!!

Við Nessi skelltum okkur svo í Íslendingapartý í Dreisler seinni partinn, alveg fyndið að fara að versla seinni partinn á laugardegi í þessarri búð - hún er full af Íslendingum á þessum tíma :) Ástæðan kannski sú að það búa svo margir Ísl.. í hverfinu og þetta er hverfisbúðin - ef það má orða það þannig :)

Eftir kvöldmat dreif svo elskulegur eiginmaður minn okkur af stað í helgarþrifin - vorum eitthvað löt í gang systkinin - enn..... nú er allt orðið hreint of fínt hjá okkur - rúmum hálftíma síðar. Ótrúlegt hvað maður er alltaf lengi að koma sér að þessu - en svo snöggur um leið og maður byrjar!!!

Jæja ætla að fara að föndra, allt jólasystem sem á að fara til íslands þarf nefnilega að vera tilbúið hjá mér um næstu helgi því þá koma tengdó í heimsókn og við ætlum að senda þau með allt dótið - kortin og allt - helst, alla vegna :)

P.s. verið ófeimin við að kommenta :)

föstudagur, nóvember 21

Síminn/skype

Hellú!!

Eins og það var mikið tölvuhangs í gærkveldi þá er það símahangs í kvöld. Guðný Huld hringdi í mig og auðvitað spjölluðum við "aðeins", eins og okkur er lagið :)
Svo var allt brjálað að gera á skype - inu, mamma, pabbi, amma GV og amma HÓ - mamma hafði meira að segja fyrir því að hringja um allan bæ til þess að "afla meiri upplýsinga" til þess að maður missi nú ekki af neinu :) Takk fyrir spjallið - allir :)

Jæja kominn háttatími í Danaveldi - þó það sé föstudagur =o/

Bara heima með prinsinn :)

Jæja við Prinsinn minn erum bara heima í dag. Hann var sendur heim af leikskólanum í gær, héldu hann veikann, en nei við getum ekki alveg séð það - en það er nú ósköp notalegt bara að vera heima að letihaugast með honum :) Reyndar er ég ekki alveg með sama tónlistarsmekk og hann og pabbi hans, það er bara Blood hood gang (úff kann ekkert að skrifa þetta) og Megas til skiptis:) Ótrúleg tónlist hjá 3 ára gaur!!!!!
Annars erum við búin að horfa á Tom and Jerry í morgunn, borða morgunnmat,pinna, pússla, kubba og gera lest - geri aðrir betur því klukkan er bara rúmlega níu!!!!

Svo stendur til að fara til Varma á eftir og fá lánaða "slagbormaskin" til þess að geta borað í gegnum vegginn, fyrir sjónvarpsloftnetið inn til okkar - er orðin frekar þreytt á þessu snúruflóði hérna á gólfinu:)
Annars verð ég að segja ykkur að við erum komin með fullt af ljósum. He he he Heiða og Elsa redduðu þessu fyrir mig, höfðu nefnilega orð á þessu ljósaleysi hér um síðustu helgi, nú og maður sagði bara eins og alltaf - já það er svona að búa með rafvirkja- he he. Greyjið rafvirkinn fór eitthvað hjá sér svo á miðvikudag eftir skóla var mér boðið í Silvan að kaupa ljós :) Ekki slæmt, þannig að núna eru komin ljós í herbergið okkar og hjá Oddi Inga, fyrir ofan eldhúsborðið og svo fyrir ofan vaskinn, fyrir utan flottu lampana okkar sem eru hér um allt :)

Annars þá er ég held ég hætt á dönsku námskeiðinu - er bara búin að fá nóg. Finnst ég ekkert læra þar, jú veit allt um bisætningskonjunsjoner, subjekt, objekt, adverber og þess háttar málfræði bull - ætlaði sko að læra DÖNSKU - jú auðvitað er málfræði líka danska - en bara ekki það sem mig finnst mér vanta - langar bara að spjalla:)

Þannig að ég ætla bara að byrja að læra fyrir ljósuskólann - er búinn að fara á bókasafnið þar og byrjuð að fá bækur þannig að það er þá bara stefnan næstu vikurnar :)

Jamm þetta er orðið ágætt í bili - best að fara að sinna sjúklingnum ef sjúkling skyldi kalla :)

fimmtudagur, nóvember 20

Takk Friðsemd

Jæja þá er þetta allt að koma hjá manni - þökk sé Friðsemd og hennar reynslu í þessu systemi :)

Annars ætla ég ekki að gera mikið meira hér í bili - skirfa meira síðar - er víst búin að hanga í tölvunni í 2-3 tíma =o/ og á enn þá eftir að blogga fyrirprinsinn minn

Jamm segi þetta gott í bili
hej hej

Jæja

Úfff svo kann maður bara ekkert á þetta system =o) ætlaði að reyna að setja inn linka og svoleiðis en kann ekkert á þetta =o(
Jæja þá er bara að byrja að blogga - er það ekki???

Veit ekki hvað ég geri - er bara svona að spá !!!!!