miðvikudagur, júní 16

er á lífi - enn þá

Bara svona rétt að láta vita af mér - er á lífi - enn þá!!!

Það er bara brjálað að gera, meira að segja svo mikið að ég get ekki séð huggunina í því að það er bara vika eftir, hreinlega veit ekki hvernig ég á að fara að því að komast í gegnum þessa viku. Kennsla á morgunn - próf í obstetriks (fæðingarfræði) á mánudaginn og svo á miðvikudaginn - þá er aftakan.....munnlegaprófið - s.s. á að halda fyrilestur um eitthvað sem mér finnst spennandi sem tengist þó stóraverkefninu - en samt eitthvað sem við tókum ekki með í verkefnið. Svo er það að verja verkefnið - og að lokum spurningar úr öllu námsefni vetrarins... - bara svona smá!!!! Úffff.... þið verðið að biðja með mér að þetta takist... - en er samt eitthvað ekki að eiga von á því. En þá er það bara igen i uge 34.....

Er annars á leið til Ísalandsins þann 1. júlí og verð til 20. - öllum sem vilja boðið í grill á Heiðvanginn föstudaginn 2. Bara að tilkynna þáttöku svo allir geti fengið eitthvað að snæða :)