þriðjudagur, september 27

Dugleg

Ohhh... sjáið bara hvað ég er dugleg... búin að endurraða linkunum hérna til hægri og bæta við og hreinsa þá út sem hættir eru að blogga ;)

Er bara nokkuð stollt af mér!!!

Er annars að drepast úr hausverk og búin að vera það í allan dag, þannig að núna ætla ég að standa upp frá þessarri tölvudruslu og fá mér kaldan bakstur á ennið!!

sunnudagur, september 25

ojbara!!!

Hef aldrei á ævi minni langað eins mikið að vinda mér upp að bláókunnugm manni, sem ekkert hefur gert mér eða mínum, og spyrja hann hvort hann sé fífl, eins og á föstudaginn.

Já sagan byrjar á því að ég tók sem sagt lyfjafræðiprófið mitt, sem gekk vonandi vel, fæ að vita það eftir 3-4 vikur, og eftir próf fórum við þríeykið á flandur. Versluðum einhver ósköp af nytjavörum í Bilka (já í þetta skiptið voru það í alvörinni nauðsynlegar nytjavörur)eftir það fórum við í bæinn og rölltum aðeins þar og enduðum svo á því að fá okkur að borða á Pizza Hut. Þegar við erum að labba aftur að bílnum okkar kemur drengur labbandi fram úr okkur, hann er að tala í síma og það eina sem ég heyri hann segja hátt og höstulega þegar hann gengur fram hjá er "du skal bare have en abort, jeg gider i hvert fald ikke at snakke med dig mere" (farðu bara í fóstureyðingu ég ætla alla vegna ekki að tala við þig meira).... svo var bara skellt á og strunsað áfram... Sumir eru bara FÍFL

föstudagur, september 16

Það er föstudagur..

Já og þá á maður að þrífa og gera fint fyrir helgina... og LÆRA svo ALLA helgina... það er víst planið. Reyndar ætla ég að skreppa á laugardagskvöld og gerast tjenestepige.. og servera mat fyrir fulla, sveitta íslendinga... spennó ég veit :s En þetta verður þó svona smá rétta fílingur... fnykurinn alla vegna, svo er líka spurnig hvort liðið verði deyjandi hér og þar og við þurfum að koma þeim í réttar skólastofur.. það er nú svolítið eins og að draga í dilka??

Rakst á þetta á ferð minni um nettet og fannst það sej ... (nota sko ekki ensku slettur)

mánudagur, september 5

Góða nótt

Ætlaði rétt að skella nokkrum orðum hérna inn fyrir svefninn... en fór svo að lesa gamlar færslur frá mér... þannig að núna er ég með þokkalegt flash back af síðustu 2 árum.... ekkert nema gott um það að segja.

Annars er ég grasekja í augnablikinu, kallinn í hyttetur með bekknum sínum, við Oddurinn minn dunduðum okkur við það að búa til eðal haustsúpu og borðuðum í kvöldmatinn. Haustsúpa er súpa búin til úr nýju grænmeti sem er soðið ásamt jurtasalti og súpujurtum, en þar sem okkar var svona nýtískuleg voru pastastafir í henni, s.s. Stafahaustsúpa.. en hún bragðaðist voða vel og ég ætla sko að taka afganginn af henni með í nesti á morgunn

Já nesti á morgunn... sumarfríið er víst búið og á morgunn sest ég aftur á skólabekkinn minn. 4.semester fram undan, spennandi önn, en jafnframt sögð sú erfiðasa í náminu, þ.e. þessar 11 vikur sem við erum í skóla á þessarri önn verða víst mikil keyrsla, en svo er það praktík ó svít praktík... á sko eftir að telja niður þessar vikur þangað til ég kemst á spítóið mitt aftur ;)

sunnudagur, september 4

Dónar!!!!

Við stórfjölskyldan (við + Vilsundsvejgengið) skelltum okkur í Faarup Sommerland í dag, í síðasta skipti í sumar. Enda ekki seinna vænna því síðasti opnunnardagur sumarsins var í dag. Tókum því rólega og dúlluðum okkur, prufuðum hin ýmsu tæki og svo ákvað prinsinn minn að skella sér á hestbak, reyndar ekki í fyrsta skipti í sumar, en í fyrsta skipti sem ég "rek" augun í nokkuð dónó. Mitt sérlega glögga auga var löngu búið að reka sig á það að hestarnir í garðinum eru íslenskir, en það var fyrst í dag sem ég skoðaði nöfnin á þeim, tók þá eftir því að hrossin bera öll íslensk nöfn og efst á nafnalistanum er hrossið TITTLINGUR. Var að spá í að vinda mér að næsta starfsmanni og benda honum (henni því það eru bara stelpur sem sjá um hestana)á að í raun þá væru þau að bjóða upp á ridetur på tissemand, eða reiðtúr á tippi... en ákvað svo að það væri ekki víst að þau sæju spaugileguhliðina á þessu. Kannski er það líka bara ég sem ekki er vaxin upp úr tippa og pjöllu aldrinum.

Hin íslensku sumarlands hross sáu reyndar um það í dag að taka á móti okkur löndum sínum, víkingarnir höfðu sloppið út úr griðingu sinni og mættum við þeim á hraðri leið sem lengst burt frá sumarlandinu sívinsæla. Skil þau svo sem greyjin notuð sem tívolítæki.. við sem eigum það til að vorkenna reiðskóla - túrista-hrossum heima á ísalandinu, sjáum að það er sko ekki neitt miðað við það, að í 10 tíma á dag (svona yfir háannatímann alla vegna) þurfa þessi grey að labba sama hringinn og stoppa svo alltaf á sama stað, þar sem skipt er um farþega á sérstakri skiptistöð sem er svo menntuð að hrossin standa mun lægra en pallurinn og ekkert mál er fyrir klofstutta að vippa sér á bak. Af stað halda svo greyjin þegar stöng nokkurri er lyft og röllta aftur hinn sama hring, án þess að frísa eða stökkva til.

Það var svo ekki leiðinlegt að koma heim og sjá að Binnlingur og ex fommi, voru búnir að fylla geymsluna mína af áfengi og gosi... eins gott þeir voru ekki á ferðinni í gær þegar ég var í drykkuskapi!!!!

En þar sem okkur þótti nafnið á hestinum áhugavert, þá smellti kallinn mynd af nafnalistanum.

föstudagur, september 2

hvílíkt og annað eins

Hérna voru sko heldur betur læti í nótt.. aðrar eins þrumur og eldingar hef ég hvorki heyrt né séð... og hef þó séðogheyrt þetta ansi oft. Þetta stóð yfir í nokkra klukkutíma og auðvitað vaknaði prinsinn minn við hávaðann og var hræddur, þessi elska með músa hjartað sitt. Hann mann greinilega enn þá þegar eldingu laust niður í leikskólan hjá honum með öllum þeim óhljóðum sem því fylgdi, fyrr í sumar. Meðan hann kúrði sig upp að mér í bólinu okkar, var það eina sem hann hugsaði um, var að hann ætlaði ekki að leika úti á leikskólanum í dag ef það væri svona veður. Reyndar varð svo ekkert úr leikskólaferð í dag.... þegar látunum loksins lynti sofnuðum við vært og rumskuðum ekki fyrr en korter í tíu, úbbbss... hringdi því og afboðaði komu hans á leikskólan. Það er svo spurning hvort ég hef mig í að skrifa restina af verkefninu mínu með prinsinn heima, er reyndar svo heppinn að mamma hans Davids nennti ekki heldur með hann i sinn leikskóla þannig að þeir hafa hvorn annan.

Lærdómurinn minn bíður því dag (enn einn daginn)og dund og dekur verður yfirskrift dagsins hjá prinsinum.. er núna búin að sjóða egg fyrir gaurana, þeim finnst það svo gott og skera grænmeti í stöngla handa þeim.. alveg hreint veislumatur hérna ;)