mánudagur, september 5

Góða nótt

Ætlaði rétt að skella nokkrum orðum hérna inn fyrir svefninn... en fór svo að lesa gamlar færslur frá mér... þannig að núna er ég með þokkalegt flash back af síðustu 2 árum.... ekkert nema gott um það að segja.

Annars er ég grasekja í augnablikinu, kallinn í hyttetur með bekknum sínum, við Oddurinn minn dunduðum okkur við það að búa til eðal haustsúpu og borðuðum í kvöldmatinn. Haustsúpa er súpa búin til úr nýju grænmeti sem er soðið ásamt jurtasalti og súpujurtum, en þar sem okkar var svona nýtískuleg voru pastastafir í henni, s.s. Stafahaustsúpa.. en hún bragðaðist voða vel og ég ætla sko að taka afganginn af henni með í nesti á morgunn

Já nesti á morgunn... sumarfríið er víst búið og á morgunn sest ég aftur á skólabekkinn minn. 4.semester fram undan, spennandi önn, en jafnframt sögð sú erfiðasa í náminu, þ.e. þessar 11 vikur sem við erum í skóla á þessarri önn verða víst mikil keyrsla, en svo er það praktík ó svít praktík... á sko eftir að telja niður þessar vikur þangað til ég kemst á spítóið mitt aftur ;)

Engin ummæli: