fimmtudagur, október 13

spenna - stress!!!!

Svona dagar eru ekki skemmtilegir... er heima að skrifa einn kaflann í presentation og analyse i projektið okkar, en get ekki haft hugann við það því að í dag eftir klukkan 11 áttu einkunninar okkar fyrir lyfjafræðiprófið í síðasta mánuði að koma inn og þær eru ekki komar...arrrrgggg... en klukkan svo sem enn þá eftir 11.

Annars fór ég í grænlenskt partý um helgina, rosa stuð... hlustuðum á grænlenska tónlist popp, rokk og það allra besta, rapp... bara ýmindið ykkur að rappa á grænlensku!! Leið reyndar á tímabili eins og ég væri að horfa á júróvision í of langan tíma. Fengum svo allskonar grænlenska þjóðarrétti, moskvuuxa kjöt og einhvern stórskrítinn fisk rétt - sem þó var mikið betri á bragðið en þessi spekfeiti uxi - og með þessu drukkum við grænlenskt kaffi, sem saman stendur af wiský, kalúha, kaffi, rjóma, púðursykri og flamberuðu grandmariner... rosa gott og núna skil ég líka af hverju svo margir grænlendingar eru allaf fullir. Reyndar kom Daði líka með þá skýringu að þeim vanti eitthvað efni til þess að brjóta áfengið niður í líkamanum, einn bjór og þeir eru fullir í LANGAN tíma... veit ekki hvað er rétt í þessu, en veit að áhrifin af kaffinu eru góð!!!

Ohhh... klukkan er 11:50 og ég er búin að gera refresh örugglega 100 sinnum á skólapósthólfið og alltaf er pósturinn um modtagelse af fotokopi frá bókasafninu efstur.... arggg...