mánudagur, febrúar 28

Smá frétta horn

Sælt veri fólkið - mínir tryggu lesendur ;)

Smá fréttaskot héðan, komin aftur til Aalb. og byrjuð í skólanum á fullu, var ekkert rosalega spennt fyrir því að byrja því mér hefur þótt svo yndislegt í praktíkinni, en þetta er miklu skemmtilegra en í fyrra (þó ekki hafi verið leiðinlegt þá) og rosa spennandi efni á dagskránni hvern dag. Skólanum fylgir reyndar einn löstur... lexíur... úfff væri sko alveg hægt að gleyma sér í öllu þessu ef maður væri að standa sig í heimalærdómnum. Æji munið þið ekki eftir námstaktíkinni sem manni var kent í SAM106.. sko lesa efnið yfir daginn áður en maður fór í tímann og taka niður glósur þá. Mæta svo í tímann og taka niður glósur, þegar maður svo kemur heim þá á að endurrita glósurnar og samræma þessar tvær. Lesa svo yfir efnið, lesa svo efnið aftur viku síðar og svo rifja það upp minst einu sinni í mánuði......dream on.. hver kemst yfir að læra svona!!!! Er rosa sátt ef ég næ að lesa helminginn af því sem ég þyrfti að læra ;)

Fór annars út að skemmta mér um helgina og hvílikt stuð... laaaannnngt síðan ég hef dansað svona mikið. Já það var sko Þorrablót hér í Aalb og rosa vel heppnað í alla staði, Davíð Þór var veislustjóri, kom mikið á óvart, grunaði ekki að hann gæti gert þetta svona vel, maður var komin með krampa í magan eftir nokkrar mínútur, maturinn var æði... ég sló í gegn í tvísönt... NOT... Stuttmynd (þorraskaup) Bjarna, Daða og Dodda var frumsýnt, gott en frekar langt :s Hljómsveitin Spútnik lék fyrir dansi og Trúbadorinn Eva Karlotta hitaði upp og lék í hléi. Toppurinn var svo það sem toppaði þetta þorrablót og kom því ofar á hitlistanum en öll önnur blót sem ég hef komið á.. voru SS pylsurnar sem var rúllað inn um hálf þrjú leitið... komu sko algjörlega í veg fyrir þynnku í gær ;) Myndir frá gleðinni má nálgast á http://www.difn.dk undir myndir....

Hilsen frá Aalb

fimmtudagur, febrúar 3

Á Íslandi

Jæja smá tími til tölvuhangs í annars þétt skipuðu prógrammi í þessarri Íslandsferð. Tölvuhangsið er í boði flensunnar - sem hefur skapað smá göt í prógramminu... smá öndunnarpásur.

Er annars búið að vera yndislegt og búið að hitta MARGA - en þó auðvitað ekki alla, enda aldrei hægt að ná á alla. Annað kvöld er svo afmælisveislan mikla hjá múttu - stefnir allt í roooosa fjör, og allt að 100 mans!!!!
Þannig að ef það er einhver hérna inni sem ekki er búinn að hitta okkur í þessarri ferð - þá bara vertu velkomin/inn í Árhús annað kvöld :)

Verð að þjota - drengurinn á deit við traktor klukkan eitt - og er búinn að spyrja á 2 mín fresti hvort klukkan sé 1???