laugardagur, janúar 31

ohhh... ég hefði átt að taka þátt!!!

Vildi að ég hefði tekið þátt í hollenska idolinu, svo helv.... góðir keppendur þar bara gargandi snilld

Veit að það tekur langan tíma að hlaða þessu inn, en það er sko þess virði...........

miðvikudagur, janúar 28

Strætóbílstjórar

Strætóbílstjórar eru auðvitað sér þjóðflokkur út af fyrir sig. Held samt að sá sem skutlaði okkur hjónunum heim úr bænum í dag, sé alveg í sérflokki. Bara með sígarettuna í munnvikinu, hækkaði í græjunum þegar komu góð lög (að hans mati) og söng með!!!!
Okkur grunaði nú að hann væri hálf skakkur kallinn, vorum MJÖG fegin að komast heim heilu og höldnu.

Sem sagt alltaf stuð í stætó!!!!

sunnudagur, janúar 25

athygglissýki???

Held að sumir séu athygglissjúkir - eða eitthvað. Fara til Ísalands í viku til þess eins að komast á síður mbl!!! Kannski heldur þú að ég sé bara abbó - hef aldrei verið á mbl en er bara slétt sama þó ég hafi aldrei komið þar - hef heldur ekki komið til Svíaríkis - langar meira þangað en á mbl

föstudagur, janúar 23

Skutlast til sverige

Hef verið að spökulera í því að kíkja á hana Chillu mína í Sverige, bara svona rétt hérna hinum megin við fjörðinn, getum næstum því vinkað hérna yfir hafið???? ha ha ha

Var svo að finna út frábæra leið til þess að fjármagna ferðina, eða alla vegna ná mér í gjaldeyrir. Hvað ætli maður megi vera með mikinn farangur svona í lest og bát hérna á milli landa???

Þetta er nefnilega mjög útsmogið hjá mér, tek með mér allar vatnsflöskur sem ég sé, svona aquad'or vatnsflöskur, tek út af þeim pantinn, þessar flöskur eru nefnilega bara með pannti/skilagjaldi í sverige. Sko hver flaska er 2 sverískar krónur, þannig að ef ég tek svona c.a. 2000-3000 flöskur með mér þá get ég lifað eins og drottning í svíaríki!!!!

Ennnnn nei kannski er þetta ekki svo góð aðferð, en samt fáránlegt að pannturinn sé bara í svíaríki en ekki hérna í danaveldinu :/

fimmtudagur, janúar 22

Einn mánuð fram yfir...

Finnst þessi nokkuð góður :)

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með
því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð
fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að
hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr
rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess þangað til.

Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir
rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann
hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert
kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði unga
frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar"
var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við
manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgin"
sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir
Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs
Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað
eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að
við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann kemur ykkur það við?".

"Heyrðu slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum
við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur, ert ekki í lagi, nú
ef ég hafna því hvað þá?" "Þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi."
"Og hvað á þá konan mín að gera?" "Nú hún verður þá væntanlega að láta kerti
duga." Svaraði Alfreð og glotti.

þriðjudagur, janúar 20

komin staðfesting :)

Jæja þá er maður búinn að fá staðfestingu á GV fréttunum - sem reyndust bara vera með réttasta móti í þetta skipti :)

Hún Bíba mín (Birna) er sem sagt kona eigi einsömul og er burðar vænt fljótlega eftir fjallferð :)

Varð að koma þessu að hér - he he er svo spennt yfir þessu - vona að litla krílið verði nú næs við frænku og komi þegar ég verð á Ísalandinu, sem er þó ekki vitað hvenær eða hvort verður!!! Maður verður nú að sýna taktana með krílið, enda þá komin vel á veg ( hóst hóst, já segjum það alla vegna) í náminu.

Verst að það var enginn tilbúinn að veðja við mig fyrir tæpu ári síðan þegar ég sagðist vera klár á því að það yrði kominn laumufarþegi eftir ár - ohhh hefði getað grætt vel..........

Ég er líftórulaus!!!

já Þorri hræddi úr mér líftóruna í morgunn þegar ég var að hjóla heim eftir að hafa skilið Odd Inga eftir á leikskólanum. ÉG var hjólandi í róglegheitum upp brekkurnar heim, þegar hann kemur upp að hliðinni á mér, grípur í öxlina á mér og ÖSKRAR. Nú það eina sem ég gat gert var að öskra á móti og detta af hjólinu og á hann!!!

sunnudagur, janúar 18

Já eitt enn..........

Passið ykkur að sprengja ekki commenta kerfið hjá mér - það er orðið alveg stúfullt..................not =þ

Góðan dag :)

Jæja hvað segið þið þá ?? Ég er bara spræk hér á sunnudagsmorgni - ræs hálf sjö!!!

Langar að benda ykkur á að lesa það sem kallinn minn skrifaði í síðasta pistli sínum um mun á íslendingum og dönum. Þetta er auðvitað bara grín, ég sé ekki hvað þeir ætla að vera að gera í heila viku - leika sér í búðaleik til þess að þjálfa sig??? Úff bara næ þessu ekki - og var ekki hægt að geyma kerrurnar inni, nei nei þær bara mættar fyrir utan búðina. Maður ætti kannski að fara og ná sér í eina, ótrúlega margir sem eru bara alltaf með eina kerru heima hjá sér, svo er bara rúntað í búðina og verslað, Hvaa maður er búinn að borga fyrir kerruna!!!! (já 10/20 kr) Svo gæti maður líka náð sér i dægrastyttingu á því að ná sér í Fakta kerru og nota hana í SuperBest búðinni sem er þarna við hliðina á??? Hummm gæti verið gaman að dunda við eitthvað svona á sunnudegi þar sem ég fer örugglega ekki í kirkju í dag!!!

Annars er ég bara tiltölulega spræk, bíð spennt eftir staðfestingu á GV - fréttunum sem ég fékk um daginn, lofa að segja ykkur hvað það er um leið og GÍ er búin að hringja í grunaða - ef sú sem grunuð er um að hafa leynifarþega les hér þá má hún vinsamlegast láta vita........

Jæja er með lítinn dansandi Birgittus hérna við hlið mér og er að spá í að skella mér í partýið.... just open your heart for me........... úfff hvað ætli að maður þurfi að hlusta á þetta lag oft í viðbót, bráðum komið ár og á þessu heimili er örugglega búið að spila lagið á HVERJUM einasta degi - ee your heart......

miðvikudagur, janúar 14

Nýtt nýtt :)

Jæja þá er best að leyfa ykkur að skoða nýjustu heimasíðuna í flotanum. Úfff úfff ég held að við séum tölvuóð, 3 manna fjölskylda með 4 síður!!! Eins gott að hafa heimasíðu til þess að halda utan um þetta allt saman. He he nýja síðan er semsagt svona eins og móðurstöð það er nóg að vita urlið á henni til þess að komast í að skoða allar hinar síðurnar sem við erum með. Nýja síðan/álaborgarféttirnar er reyndar enn þá á byrjunnarstigi - eiginmaðurinn er svona að dunda við hana til þess að koma sér inn í danska tölvumálið áður en hann byrjar í skólanum

mánudagur, janúar 12

Betra seint en aldrei :)

Halló halló - lofaði ég ekki ferðafréttum þegar liði á vikuna - og var þá að tala um síðustu viku!!! Jú jú litla familian fór í smá skemmtiferð á föstudaginn. Kíktum til Hadsten sem er svona smá krummaskuð rétt hjá Aarhus. Ætluðum reyndar líka að kíkja til Aarhus, en frestuðum þvi svo vegna þess að við sáum fram á að þar yrði komið myrkur þegar við kæmum þangað - eða alla vegna svona að fara að skella á.

Annars er bara lítið búið að stússa, jú fórum í bío með drenginn í gær, en annars bara verið að reyna að lesa smá, svona aðeins að hita upp fyrir skólann. Er alveg búin að læra fullt af nýjum orðum, vantar samt stundum að fá svona sjúkdóma orðabók, oft svo erfitt að finna út hvaða sjúkdóma er verið að tala um..... Veit ekkert hvar ég á að leita að þessu???

Úff er eitthvað svo andlaus, ætla að fara að glápa á Tom and Jerry með köllunum mínum - kannski smá vakning þar???

miðvikudagur, janúar 7

Jæja já :)

Þá er maður aldeilis búinn að fara og eyða því litla sem til er af peningum í kotinu:) Við Gugga skelltum okkur í alsherjar verslunnarferð út í Storcenter. Reyndar vorum við stoltar af því hvað við gátum keypt mikið fyrir lítið af peningum. En úff við héldum að við kæmumst ekki heim með þetta - í strætó með ofurhlaðinn barnavagn af dóti og svo nokkra poka aukalega. Sem betur fer er hún Selma Huld enn þá svo lítil að það er hægt að koma ýmsu í vagninn hjá henni - hún notar ekki nema svona 1/4 af sínum risavagni :)

þegar heim kom biðu stórfréttir - já haldið þið ekki að kallinn minn hafi bara ekki komist inn í datamatiker námið sem hann var að sækja um :) Vá hvað ég er hamingjusöm fyrir hans hönd. Bara það að geta sagt ég er í námi, þegar fólk er að spyrja, en ekki ég er svona að leita fyrir mér og fá jáaaaaa og svip, meðaumkunnar svip.

Jæja ekkert fleira að frétta í bili - er bara að kafna úr kvefi - en það er svo sem ekkert óvenjulegt á þessum árstíma :)

mánudagur, janúar 5

lol bókin mín ???

Jæja þá er árið byrjað - lífið aftur komið í gang. Ég byrjaði að lesa í dag - fór líka sér ferð niður í kjallara með vasaljós að leita að gömlu lol bóknum. Hélt að þær ættu að vera í skólabókakassanum mínum, en því miður var bara önnur þar. Þannig að það er nokkuð ljóst að ég hlít að hafa lánaði hana - ef einhver kannast við það endilega hafðu samband!!!!!

Annars gekk mér ágætlega að lesa, er svona svolítið komin af stað í þessu stagli.

Verð svo kannski með spennandi ferðafréttir þegar líður á vikuna!!!!!

Hí hí haldið ykkur fast og fylgist spennt með :)

föstudagur, janúar 2

Gleðilegt nýtt ár :)

Jæja þá er bara nýja árið komið - 2004!!!

Það voru nú ósköp rógleg áramót hérna á þessum bæ. Prinsinn svo rosalega hræddur við flugelda (svo ég noti nú hans orð), það var bara ekki farandi með hann út úr húsi. Fórum í smá göngutúr þann 30. og hann titraði og skalf. Þannig að á gamlársdag þorði hann ekki út úr húsinu, við bara héldum partý hér heima með honum, hækkuðum vel í græjunum svo hann heyrði ekki í flugeldunum, þá svona var hann róglegur. Svaf svo með eyrnatappa en vaknaði samt á miðnætti alveg stjarfur af hræðslu :( Enda voru nú engin smá læti, danirnir sko ekkert að spara fretið, frétti reyndar að það hafi aldrei verið neitt í líkingu við þetta áður. Maður bara sá ekki á milli blokka hér í götunni :) Bara gaman að því - svona fyrir utan hræðsluna hjá prinsinum. Svo voru líka áramótapartý í annarri hverri íbúð, í íbúðinni hérna á móti var liðið orðið á rassgatinu komið með áramótahatta og farið að dansa klukkan hálf átta!!!!!

Í kvöld bíttuðum við svo við Guggu og Þorra, þau fengu srcabble-ið okkar lánað en við fengum Hættuspilið hjá þeim. Að sjálfsögðu vann maður nú strákana ;) svo klár - he he. Eigum von á Leifa og Lísu með krakkana um helgina og ætlum að bjóða þeim í spil, enda alveg snildarspil.

heyrumst síðar :)