fimmtudagur, september 7

Brotta svendska.....

.... eða hvernig sem maður skrifar það nú!!!

Þegar ég flutti hingað til DK fyrir 3 árum síðan (já það eru liðin 3 ár), þá hafði ég ákveðnar hugmyndir um að ég ætlaði að læra dönsku, skilja dönsku, tala dönsku, skrifa dönsku. Þessar hugmyndir hafa sem betur fer ræst að mestu leyti, skil alla vegna flest, og get tjáð mig bæði munnlega og skriflega, eða reddað mér eins og það heitir.

En ALDREI hafði mér dottið það í hug að ég myndi sitja í heilan dag á fyrirlestrum á sænsku - OG SKILJA hvað verið væri að tala um!!!

Í dag er ég s.s. búin að vera í Árhúsum ásamt 200 öðrum innan þessa geira, s.s. ljósmæðrum, fæðingarlæknum, hjúkkum á kvennsjúkdómadeildum, sjúkrahúsprestum, hjúkkum á vökudeildum og sundhedsplejerskum (ekki til á ísl.) á fagdegi um ummönnun foreldra sem missa ungabarn - bæði fyrir fæðingu, í fæðingu og fljótlega eftir fæðingu. Frábær dagur frá faglegu sjónarmiði - margt gott sem kom fram og margt gott sem ég og aðrir óþjálfaðir sem þjálfaðir gátum tekið með okkur heim. Nýtt efni sem mikil þörf er að setja fókus á innan sjúkrahúsgeirans.... Á þessu sviði eru Svíar víst einna fremstir í heiminum og þess vegna voru allir fyrirlesararnir sænskir!


Já ég er s.s. byrjuð aftur að vinna eftir sumarfrí. Byrja á fæðingardeildinni og í mæðraskoðunum, búin að vera einn dag i mæðró og svo einn intro dag, fyrsta vaktin svo á morgunn.

Lennti annars í frekar skondnu atviki. Fékk jú vaktskemað mitt eins og alltaf og sá að ég hét bara Gréta Rún á því en stelpan sem var fyrir ofan mig á skemanum hét Amalie Árnadóttir... Mér fannst þetta voða fyndið og sagði við Amalie
ÉG "Ha ha þær hafa troðið mínu eftirnafni upp á þig hahah"
Am "Nei - bíddu af hverju"...
ÉG "jú af því að þú ert skrifuð Árnadóttir"
Am "Já en ég er Árnadóttir"
ÉG "haaaa????"
Am "já sko pabbi minn heitir Árni og þá er ég Árnadóttir"

Já það er víst ágæt að vita þjóðerni þeirra sem maður er í praktík með!!!

Paa gensyn!!