fimmtudagur, maí 12

Með gulrót í göngutúr....

Sumir kannast eflaust við titil dagsins hjá mér!!

Já um síðustu helgi var haldið vorgrill hér hjá íslendingafélaginu og eftir grillið bloggaði ein skvísan hér í Áló um það hversu feitir og illa til hafðir íslensku karlarnir hér í borg væru - og hversu feitar við konurnar værum - en reyndum þó að halda okkur til. Til þess að ráða bót á þessu benti hún okkur á að eyða 5 mínútum áður en við færum út í það að snurfusa karlana okkar til og fara svo í göngutúr og fá okkur gulrót svo við myndum grennast....

Ég skemmti mér mikið yfir þessarri lesningu og finnst voða leiðinlegt að skvísan sá sig neydda til þess að eyða út blogginu sínu, vegna þeirra árása sem hún varð fyrir út af skoðunum sínum. Ó já Íslendingar eru bestir, alltaf, allstaðar og voru greinilega ekki að höndla þessa "árás" úr hópi eigin landa!!!!

Skyldi hún hafa verið að benda okkur á eitthvað annað... voru duld skilaboð í þessu með gulrótina í göngutúrnum, hvað áttum við að gera við hana??? Eyða 5 mín í karlana áður en við förum út.... lítur fólk ekki alltaf best út rétt á eftir "bíb" - getur ekki líka verið brjáluð brennsla í heimaleikfiminni.....

Maður verður alltaf að hafa gaman af lífinu og sjá björtu hliðarnar... ekkert er það að bögga mig þó einhver skvísa segi að ég sé feit - ég veit vel að ég er það - og það vita það allir sem eru það!!!
Þanngi að mér finnst fyndið að fólk láti svona fara í taugarnar á sér...

Og já fyrir ykkur hin sem ekki búið í Áló - þá er hér sko enn þá meira kjaftasögubæli en HELLA... og þá er nú mikið sagt ;)

Ps. passaðu þrýstinginn maður!!!!