þriðjudagur, apríl 27

Ég er á lífi :)

Jæja þó það hafi litið út fyrir það hérna á síðunni þá er ég ekki í endalausu páksafríi ;)

Neibb núna er sko alvaran tekin við - verkefni og verkefni og svo smá lestur, þá prodjekt og allt í einum graut..... s.s. skólalífið í hnotskurn

Já þannig ekki búast við neinum rosa skriftum næstu tvo mánuði - en samt svona ætla ég nú að láta vita af mér, ég verð hérna, vona ég...

Hilsen pilsen í bili

miðvikudagur, apríl 7

vertu velkomið páskafrí :)

Jæja þá eru páskaungarnir í rútunni á leiðinni hingað út á Jótland, ég komin heim úr hyttetur, búið að fara í Dreisler og troðfylla trailerinn, (kaupa Cuba Caramel, lime og grænt sótavatn = campagnebrus) Já sem sagt allt klárt fyrir kósý páska!!!!!

Gleðilega páska dúllurnar mínar :)

laugardagur, apríl 3

TV2

Verð að segja ykkur aðeins frá TV2 djamminu mínu í gær. Þetta var rosalega gaman góður matur og rosalega flott umgjörð um þetta allt. Svo komu töffararnir í TV2 á svið. Við erum sko að tala um kalla milli 50-60ára!!! En svona af því að "lúkkið" á sveitinni er eitthvað farið að daprast þá hefur einn bara náð í dóttur sína, flotta síðhærða ljósku, hún var dressuð upp í leðurgalla, með svona perlu mjaðmahala (úfff veit ekkert hvað þessi belti heita) og svo með rosalega flottan og töffaralegan gítar framan á sér. Nú gellan stóð á sviðinu og pabbi búinn að kenna henni G-C-D jú og kannski Am líka svona til að stramma með þegar hinn gítarleikarinn tók sóló. Þess á milli stóð gellan bara og sveiflaði hárinu, gítarinn hékk og svo dillaði hún hnénu til (eða hvernig sem hægt er að orða það - s.s. svona sló taktinn með hnénu) í svona 3 hverju lagi söng hún líka bakrödd en eyddi þá mestum tímanum í það að stilla monitorinn sinn, s.s. að snúa einhverjum tökkum sem hún var með á tæki sem hengt var á mjaðmahalann.....

Jú lúkkið á sveitinni varð til þess að ég byrjaði að hlæja - bara við að horfa á þau. Svo var byrjað að spila.... ímyndið ykkur að þið séuð stödd á Stuðmanna balli - þar sem allir i salnum kunna hver einasta lag, enda búnir að alast upp við þeirra tónlist, en þú bara hefur aldrei heyrt eitt einasta lag...... svona var þetta hjá mér - mikið svakalega fannst mér þetta findið - held ég hafi fyrst í gær gert mér grein fyrir því að það kunna ekki allir "út í eyjum" og fleiri eðalslagara í þeim dúr. Alla vegna þá víkkaði sjóndeildarhringurinn hjá mér um nokkrar gráður í gær :)
Já tónlistin - ja hún var líka svona týpiskt Stuðmenn eitthvað - alþýðu popp eða eitthvað í þá áttina, man nöfnin á tveimur lögum - verdens lykkligeste mand - og - stupid man (sem maðurinn minn og brósi vilja reyndar meina að sé kóverlag - en hvað veit ég!!!

En þetta var alveg ferlega flott allt saman og engin smá vinna sem hefur verið lögð í þetta, allt alrýmið í skólanum (sem er svona svipuð teikning og af FSU fyrir þá sem þekkja þá byggingu - en SCVUA er bara 4 hyrndur með svona svalasystemi og svo alrými í miðjunni og þar er þá hátt til lofts og hægt að standa á öllum svölunum og horfa niður á sviðið og allt það sem þar fór fram) var lagt undir svið og dansgólf. Í húsinum voru um 600 manns sem byrjuðu á því að borða flotta 2 réttaða máltíð - en hún var snædd í skólastofunum.

Annað sem hægt var að skemmta sér yfir - þessi veisla var bara fyrir nemendur í skólanum og ekki hægt að komast þarna inn ef þú ekki varst nemandi. Kynjahlutfallið í skólanum er líka frekar brenglað enda ekki mikið af karlmönnum sem sækja í heilbrigðisgeirann. Í skólanum eru 1200 nemendur og í hæstalagi 100 kallkyns nemendur (veit samt ekkert öruggt með þá ágiskun). En pointið er að þegar líða tók á kvöldið og TV2 voru hættir að spila þá tók við DJ sem hélt uppi góðri tónlist og fjöri. Dansgólfið var að sjálfsögðu fullt af fólki, en það undarlega var að þegar róglegu lögin komu - fylltist allt af vangandi pörum.... brjáluð uppgrip hjá karlkyninu í skólanum sem sé - nóg athygli :)

Jæja gott í bili - mín bara farin að blogga á hverjum degi :)

Hilsen til ykkar allra og hafið það gott um helgina :)

föstudagur, apríl 2

Ég er að skrópa í dag.... úbbs

Best að byrja á því að óska litla brósa til hamingju með 24 ára afmælið í dag :)

Já svo skrópar maður bara.... bara hreinlega nennti ekki að fara í skóla í dag, kemi fyrstu tvo tímana og hvorki við né kennarastúfurinn sem á að vera að kenna okkur sjáum tilgang í því að vera að læra þetta, fengum prófið okkar afhent á miðvikudaginn og við eigum að gera það heima yfir páskana. Mín ætlar nú að láta líffræðinginn borga fyrir gistinguna með því að hjálpa til við þetta blessaða próf ;)
Næstu fjórir tímar eru svo í sundhedspædagogik for praktikere, úff bara nenni ekki í kjaftafag í dag :)

Það er líka sko meira en nóg annað að gera hjá manni, enn þá svona hálf flutt inn, allt punt og dót í kössum enn þá enda er ég búin að vera í skólanum fram að kvöldmat 3 daga í vikunni. Nú svo er það bloggið og vefdagbókin hjá prinsinum allt hefur setið á hakanum.

Í dag er líka Gugga vinkona að opna málverkasýningu, auðvitað ætla ég að kíkja á hana og svo er það bara að taka sig til fyrir kvöldið því ég er að fara á vígsluhátiðina í skólanum. Annars er búið að gera mikið grína að mér, var ekki að ná því að stelpunum í bekknum findist svona frábært að sjónvarpið yrði með beina útsendingu (eða ég veit ekki hvað) frá veislunni.... var svo bennt á það af manninum mínum að TV2 er ekki sjónvarpstöð (jú er það reyndar líka) heldur hljómsveit, ein heitasta hljómsveitin hér í Baunaveldi. Jamm þannig mér líst betur á kvöldið núna :)

Komst að einu stórfurðulegu í gær, vorum að vinna á fullu í verkefninu okkar og ég var búin að vinna heillengi að ákveðnum hluta. Nú eins og gengur og gerist þurfti ég auðvitað að fá stelpurnar til þess að lesa yfir hjá mér og leiðrétta málfræði og málfarsvillur... en nei nei helstu villurnar hjá mér voru ásláttarvillur og það ekkert venjulegar heldur það að ég geri alltaf tvö bil á eftir punkti, svona. Vá hvað ég var hissa þegar mér var sagt það að í dönsku ætti alltaf bara að gera eitt bil. S.s. svona.... Held ég verði að fá ykkur til að aðstoða mig, er mig að misminna, er ekki öruggt að það eiga að vera tvö bil á eftir punkti. Ef ekki þá er hreinlega bara um galla að ræða í hausnum á mér!!!! Halló hjálp einhver sem gerir við meinvillur í þreyttum notuðum heilum????

Annars hef ég sjaldan verið eins nálægt því að hlaupa 1. apríl og í gær. Úfff... það kom póstur á difn- listanum, s.s. póstlistanum sem íslendingar í Álaborg nota, um það að stjórnin væri með til sölu NÓA og SÍRÍUS páksaegg. Salan færi fram í Kanalhúsinu milli 18 og 21 eða eitthvað svoleiðs, fyrstir koma fyrstir fá... Var alvarlega að spá í að hlaupa og versla egg, en ákvað svo að láta þau egg sem mamma sendi okkur duga, þó þau höfðu öll brotnað í mola á leiðinni hingað. Um níuleytið kom svo litli brósi glottandi fram, "varstu að spá í að fara og versla þér páskaegg?" he he gott aprílgabb hjá okkur.... Hann og félagar hans í skemmtinefndinni höfðu þá fengið þessa snildar hugmynd - örugglega margir sem hlupu 1. apríl þarna :)

Well - látum þetta duga í bili, held að ég sé búin að sinna skyldunum ágætlega núna, vel bloggað í bili,
HILSEN