fimmtudagur, nóvember 23

og þá kom löggumann... og hirti hann!!!!!

Var á foreldrafundi í skólanum hjá Oddi Inga í gær. Keyrði svo heim í rólegheitum hérna rétt fyrir klukkan 21. Tek eftir því þegar ég keyri inn götuna hérna að það er bíll á eftir mér... fer svo eitthvað að horfa á bílinn og sé að þetta er löggan. Allt í lagi með það - löggan svo sem oft á ferðinni í þessu "glæpahverfi". Inn alla götuna keyrir löggan á eftir mér og þegar ég beyji inn í botnlangan okkar kemur hún á eftir mér. Ég keyri svo inn i innkeyrsluna okkar og legg bílnum, en löggan parkerar þvert fyrir innkeyrsluna og löggumaðurinn kemur hlaupandi út og lísir á mig með vasaljósi.... HJÁLLLPPPP.... maður er greinilega algjör krimmmi!!!!

Hann var ekkert smá æstur og fúll. Spyr mig hvort ég eigi þennan bíl, "já" svara ég. Þá kemur bara "það passar ekki, því það er karlmaður skráður fyrir honum". "já það er maðurinn minn" svara ég.... "nú" svarar hann frekar fúll. Spyr svo um ökuskírteinið mitt og þegar ég sýni honum það verður hann enn þá meira fúll yfir því að geta ekki lesið á skírteinið, sem er jú á íslensku. Hann staðhæfir það svo að ég megi ekki keyra í Danmörk á þess að vera með danskt skírteini og verður enn meira pirraður þegar ég segi honum frá því að ég hafi fengið nýtt skírteini áður enn ég flutti til Danmerkur til þess að vera með löglegt skírteini hérna í landinu. Hundfúll fer hann svo í burtu án þess að kveðja!!!!

Já há.... maður er sko stór glæpon!!!!

Sendum svo fyrirspurn á umferðarstofu í gær um þetta með gildi íslenskraökuskírteina - þó svo að það standi á vef þeirra að íslensk skírteini séu gild í öllum EES löndum (eða var það EU löndum... æji man það ekki)

kveðja Gréta Gælpon

fimmtudagur, september 7

Brotta svendska.....

.... eða hvernig sem maður skrifar það nú!!!

Þegar ég flutti hingað til DK fyrir 3 árum síðan (já það eru liðin 3 ár), þá hafði ég ákveðnar hugmyndir um að ég ætlaði að læra dönsku, skilja dönsku, tala dönsku, skrifa dönsku. Þessar hugmyndir hafa sem betur fer ræst að mestu leyti, skil alla vegna flest, og get tjáð mig bæði munnlega og skriflega, eða reddað mér eins og það heitir.

En ALDREI hafði mér dottið það í hug að ég myndi sitja í heilan dag á fyrirlestrum á sænsku - OG SKILJA hvað verið væri að tala um!!!

Í dag er ég s.s. búin að vera í Árhúsum ásamt 200 öðrum innan þessa geira, s.s. ljósmæðrum, fæðingarlæknum, hjúkkum á kvennsjúkdómadeildum, sjúkrahúsprestum, hjúkkum á vökudeildum og sundhedsplejerskum (ekki til á ísl.) á fagdegi um ummönnun foreldra sem missa ungabarn - bæði fyrir fæðingu, í fæðingu og fljótlega eftir fæðingu. Frábær dagur frá faglegu sjónarmiði - margt gott sem kom fram og margt gott sem ég og aðrir óþjálfaðir sem þjálfaðir gátum tekið með okkur heim. Nýtt efni sem mikil þörf er að setja fókus á innan sjúkrahúsgeirans.... Á þessu sviði eru Svíar víst einna fremstir í heiminum og þess vegna voru allir fyrirlesararnir sænskir!


Já ég er s.s. byrjuð aftur að vinna eftir sumarfrí. Byrja á fæðingardeildinni og í mæðraskoðunum, búin að vera einn dag i mæðró og svo einn intro dag, fyrsta vaktin svo á morgunn.

Lennti annars í frekar skondnu atviki. Fékk jú vaktskemað mitt eins og alltaf og sá að ég hét bara Gréta Rún á því en stelpan sem var fyrir ofan mig á skemanum hét Amalie Árnadóttir... Mér fannst þetta voða fyndið og sagði við Amalie
ÉG "Ha ha þær hafa troðið mínu eftirnafni upp á þig hahah"
Am "Nei - bíddu af hverju"...
ÉG "jú af því að þú ert skrifuð Árnadóttir"
Am "Já en ég er Árnadóttir"
ÉG "haaaa????"
Am "já sko pabbi minn heitir Árni og þá er ég Árnadóttir"

Já það er víst ágæt að vita þjóðerni þeirra sem maður er í praktík með!!!

Paa gensyn!!

sunnudagur, ágúst 13

ÉG er gömul

en samt svo ung...

Prinsinn minn er byrjaður í skóla, svo núna erum við öll skólafólk. Og fyrst þegar barnið manns byrjar í skóla þá er maður orðinn gamall... en samt held ég að ég sé yngsta mamman í bekknum - alla vegna ein af þeim yngri.

Sumarið búið að líða allt of hratt - eins og alltaf. Við Jane búnar að vera á fullu í valgfri del, sem er 4 vikna process í náminu okkar, eitthvað sem við eigum í rauninni að taka í febrúar 2007, en fengum undanþágu á að gera í sumar. Vorum að skoða MFS á Íslandi, bara gaman að því. En núna erum við svo að skrifa ritgerð um veru okkar...ohhh bara það leiðinlega eftir, en deadline i augnablikinu er mánudaginn 21.ágúst þannig að næsta vika verður töff....

Ég veit ég er blogg - löt... mikið blogg - löt, en þannig er ég bara... og með því verðum við að lifa ;)

sunnudagur, júní 25

kemur

alvöru blogg bráðum.... en hingað til verðið þið að láta þetta duga

Var að sjá þetta og fannst þetta alveg brill.... gott að vita að þegar ég fæddist þá var 10 stiga hiti, 5 vindstig og rigning - og svo hélt ég alltaf að ég hefði verið svona sætur sólargeisli sem fæddist um mitt sumar!!!!!!!

föstudagur, apríl 28

Varð að herma...

Gera eins og hinir..... 11 lönd, 4% af heiminum. Já á sko nóg eftir ;)


create your own visited countries map

föstudagur, apríl 14

Fyrir fimmtán árum

Þennan dag fyrir fimmtán árum var mamma mín búin að undirbúa mikið og lengi. Allt átti að vera svo flott og fínt fyrir stelpuna hennar. Skvísan var búin að fara í mikinn kjólaleiðangur með Mömmu Ská og var komin með þennan rosalega flotta laxableika speglaflauelskjól í skápinn. Hrikalega flottir skór með smá háum hæli og blómóttar neta/nælonsokkabuxur voru líka klárar, ásamt áritaðri sálmabók sem líka geymdi vasaklút og svo voru blúnduhanskar einnig komnir í hús. Ásamt öllu þessu var búið að kaupa einhver ósköp af blómum og dóti til að skreyta hár drottningarinnar með.

Auðvitað var mamman líka búin að þrífa hvern einasta krók og kima í húsinu, elda veislumat fyrir 70 manns, taka rúmið sitt í sundur og fylla svefnherbergið sitt af borðum sem hún fékk að láni og öll heimili í nánasta radíus voru án borðstofustóla þar sem við systkinin vorum búin að draga þá alla heim til okkar. Húsið okkar var orðið að veislusal.

En veðrið..... það var það eina sem mamman mín gat ekki stjórnað. Þannig að það var sko rok og rigning og ein eftirminnilegasta minningin mín frá þessum degi er þegar við erum að röllta með séra Stefáni frá safnaðarheimilinu og inn í kirkjuna og allar vorum við stelpurnar með GULA plastpoka frá Önnu Gunnu Hárfínt á hausnum, svona til þess að redda greiðslunni......

Já það eru liðin 15 ár síðan ég fermdist..... ef ég man rétt!!!!

Takk fyrir að koma mér í fullorðinnamannatölu elsku mamma og pabbi :)

fimmtudagur, apríl 6

jemme jemme

Vá... minn elskulegi gestgjafi hérna á síðunni, blogger.com ætlaði bara ekki að hleypa mér inn í þetta skiptið, spurning hvort það sé refsing fyrir að blogga sjaldan???

Fyrirsögnin, jemme jemme... ég veit í raun ekki hvað þetta þýðir, enn örugglega; áii, hjálpi mér, eða jesús... eða eitthvað álíka sem konur í fæðingu segja á Írönsku!!! (já sko kristnar konur frá írak... held ég myndi fatta ef þær kalla Allah) Já verð að segja ykkur aðeins um hann Allah...hann bannar getnaðarvarnir vissuð þið það??? Já þarna þegar hann var uppi (eða hvað hann nú var) þá hafði hann vit á því að banna það að konur tækju pilluna, notuðu lykkjuna, eða létu taka sig úr sambandi. Sá var aldeilis fyrirsjáll.... enda þetta örugglega öruggasta leiðin til þess að auka fjölda múslima í heiminum!!!

Já ég er komin á fæðingardeildina YYYYNNNNDIIISLEGT!!!!!!!!!!!

En gesturinn sem ég er búin að bíða eftir síðan í janúar er kominn, og ég er sko ekki jafn ókurteis og blogger og hleypi sko mínum gesti inn... VORIÐ ER KOMIÐ!!!!
Garðurinn minn að allur að taka við sér, vorlaukarnir farnir að blómstra, páskaliljurnar byrjaðar að springa út og allt er æði. ER að fara á sólarhringsvagt á morgunn, eða frá klukkan hálf átta í fyrramálið til hálf átta á laugardagsmorgunn, en er svo í fríi það sem eftir er helgar, og þá er jafnvel stefnana að hreinsa aðeins úr beðunum. Er búin að fara einn umgang og taka það mesta... en langar að taka enn meira :)

Páskarnir framm undan, en mínir ekta páskaungar frá þvi fyrir 2 árum koma þó fyrst í lok júní... elsku bestu vinkonurnar mínar Helga, Sigrún og Sigurlaug ætla að koma í lok júní og vera hjá mér í heila vikur... ÆÐI!!!! Stelpur ég hlakka svoooo til að fá ykkur til mín

Pass í bili... kominn háttatími ;)

þriðjudagur, mars 14

Vetur og frost

Ég veit að ég er ekki búin að upplifa marga vetur hérna í DK, en þessi er sá versti... Þetta byrjaði með langþráðum jólasnjó milli jóla og nýárs... æði, alveg frábært og öll börnin út að renna á snjóþotunum sínum og við foreldrarnir kenndum barninu að búa til snjókarl og engla í snjóinn á milli þess að við mokuðum stéttina með bros á vör, frábært að komast í smá aktion!!!

Núna er kominn miður mars og staðan er sú sama, jólasnjórinn er hérna enn þá og hefur EKKERT farið síðan um jól... á hann ekki að fara um leið og maður tekur hitt jólaskrautið niður???
Kannski er þetta reyndar því að kenna að ég er enn þá með eina seríu á tré úti í garði, langaði svo að hafa svona smá kósý í vetrarmyrkrinu.

En já kominn mars og danir komnir með heimasíðuna "Mokaðu snjó.dk" með bestu ráðum við snjómokstri og hvernig maður á að halda snjónum burtu frá gangstéttunum. Enda er það á ábyrgði húseiganda að moka sína innkeyrslu og gangstéttina fyrir utan sitt hús, og ef þú mokar ekki þá er ekkert víst að pósturinn komi til þín, því ekki á greyjið póstburðarfólkið að vaða snjóinn, eða ganga á hálku??? Vildi að þetta hefði verið á íslandi hérna í denn þegar ég 7 ára var að bera út Moggann, já nei nei, foreldrar mínir komu fyrir nöglum í stígvélunum mínum svo ég myndi ekki renna á hálkunni, útbjuggu svona stígvél með innbyggðum mannbroddum.

Já MARS það er sá mánuður sem maður á að klippa fínu rósarunnana í garðinum, það er nefnilega þá sem allt frostið er farið en runnarnir eru ekki farnir að springa út.. já já.. er það??? Greinilega að garðyrkjan klikkar þetta árið... kannski fæ ég engar rósir!!!!

Veðurspáin næstu daga, förum aðeins yfir frostmarkið svona yfir hábjartan daginn, en á sunnudagskvöld er spáin aftur mínus 10!!!!! OG ég sem var að skoða spánna um síðustu helgi og þá var spáð 1o stiga hita á laugardaginn... nei núna er þetta orðið 4 stiga hiti... vá hvað ég ætla að vona að þessir blessuðu spámenn hafi ekkert rétt fyrir sér frekar en vanalega!!!!

ÉG spái hita og vona að það sé meira að marka mig!!!!!

þriðjudagur, febrúar 28

Elsku litli klári strákurinn minn

Um daginn var ég úti í göngutúr með Odd Inga minn. Þegar við vorum að koma heim fann hann nammimola, tók hann upp og ætlaði að stinga honum upp í munninn á sér. Ég hélt nú ekki, reif af honum molann og bað hann vinsamlegast um að vera ekki að éta upp úr jörðinni!! "Af hverju ekki??" Spurði Oddur Ingi. "Æ, bara þetta er búið að liggja í jörðinni og þú veist ekkert hver hefur verið með þetta og hvaða kvikindi eru búin að skríða á þessu - svo er þetta fullt af sýklum!"
Oddur Ingi leit á mig aðdáunaraugum....."vá mamma, hvernig veistu allt þetta?" Nú hugsaði ég hratt og svaraði: "Allar mömmur vita þessa hluti, þetta er á mömmuprófinu. Ef þú veist ekki svona lagað færðu ekki að verða mamma"

Það var þögn í 2-3 mínútur á meðan Oddurinn minn velti þessu prófi fyrir sér. "Já nú skil ég" datt upp úr honum; "og og og ef þú nærð ekki mömmuprófinu....verður maður þá pabbi?"

"Einmitt elskan" sagði ég skælbrosandi ;)






Nei nei er að plata.... stal þessu og hagræddi staðháttum og nöfnum... en fannst þetta svo sætt hehe...

sunnudagur, febrúar 12

Hætt við... í bili

Já hætt við þetta hús alla vegna, finnst það of stórt þegar við pælum í því, held ég nenni ekki að halda þessum 174 fm hreinum, það er of mikil vinna fyrir mig í bili. Annars er húsið bara nákvæmlega eins og ég vil hafa það :( Erum búin að vera að skoða önnur hús síðan, og þá búin að sjá það að þetta með útborgunina er bara svona, þetta er mjög normal verð í útborgun, alltaf vel undir milljón íslenskar/100.000 dkk. Líka búin að læra að treysta ekki of mikið á netið, vorum búin að sjá perfekt hús um daginn, brunuðum að skoða og Ojjjj... staðsetningin var hörmung. Húsið lá við stóra umferðargötu og svo var svínabú alveg rétt við húsið og fnykurinn eftir því!!! En húsið sjálft var flott og allt nýtt, lítið sætt sveitaþorp og allt æði, nema svínafnykurinn.

En já erum MJÖG mikið að spá í að skella okkur í húsakaup, þurfum bara að finna hentugra hús, og aðeins minna ;)

Hætt við... í bili

Já hætt við þetta hús alla vegna, finnst það of stórt þegar við pælum í því, held ég nenni ekki að halda þessum 174 fm hreinum, það er of mikil vinna fyrir mig í bili. Annars er húsið bara nákvæmlega eins og ég vil hafa það :( Erum búin að vera að skoða önnur hús síðan, og þá búin að sjá það að þetta með útborgunina er bara svona, þetta er mjög normal verð í útborgun, alltaf vel undir milljón íslenskar/100.000 dkk. Líka búin að læra að treysta ekki of mikið á netið, vorum búin að sjá perfekt hús um daginn, brunuðum að skoða og Ojjjj... staðsetningin var hörmung. Húsið lá við stóra umferðargötu og svo var svínabú alveg rétt við húsið og fnykurinn eftir því!!! En húsið sjálft var flott og allt nýtt, lítið sætt sveitaþorp og allt æði, nema svínafnykurinn.

En já erum MJÖG mikið að spá í að skella okkur í húsakaup, þurfum bara að finna hentugra hús, og aðeins minna ;)

fimmtudagur, febrúar 2

Ég er sár.... ég er sár!!!!

Já bæði ógeðslega tapsár og sár í hálsinum eftir öll öskrin.
Vogaði mér sem sagt að horfa á handbolta :(


Annars er ég með hausinn í svo miklu bleyti að ég er við að drukkna.
SKOOO..... er búin að sjá hús sem mig langar íííí!!!
Ætla að biðja ykkur að hjálpa mér.


Kostir:

Húsið er stórt og flott á frábærum stað í litlu þorpi rétt fyrir utan Álaborg.
Ég er svotil jafnlengi að keyra í vinnuna mína frá þorpinu og þaðan sem við búum núna.
Þetta er sveitaþorp... ég er úr sveitaþorpi og líkar það vel.
Það er pínulítill skóli þarna með nemendum aðeins upp í 7.bekk, þarna gæti OI farið í skóla og því ekki í Friskolann, þannig sparast smá peningur (800 dkk á mánuði) sem ég glöð vil borga fyrir skólann hans ef við búum hérna áfram þar sem skólarnir hér í nágrenninu eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Við myndum vera að eignast húsið, ekki leigja, og þar með ekki að henda peningum út um gluggann. Þó mér finnist fínt að leigja núna en ég verð bráðum búin með skólan og fer að vinna og þá falla húsaleigubæturnar niður og þá finnst mér MIKIÐ að henda rúmlega 6000 dkk út um gluggann mánaðalega
Fjármögnun... húsið kostar eina og hálfa miljón dkk, og útborgun er aðeins 80.000 og svo afborgun af láni tæp 9000 á mánuði en tæp 6000 ef við veljum afdragsfrit lán. Við eigum þessa peninga heima á læstum reikningi.
Húsið er 170 fm rúmlega, A-laga á 2 hæðum, með nýuppgerðum baðherbergjum og eldhúsi. 4 svefnherbergjum og einu fataherbergi. Þvottahús, 2 stofur, bílskýli, 2 útigeymslur, garðskáli, rosa flottur 800 fm garður með flottri verönd, hellulögð upphituð innkeyrsla.
Bærinn er lítill en samt með miklu íþrótta og tómstundastarfi.
Nágrannarnir halda mikið saman, í dag þegar við keyrðum þarna úteftir til að skoða húsið utanfrá þá kom til okkar maður sem spurði okkur hvor við værum að spá í husinu... ja við gátum nú ekki neitað því. Þá bauð hann okkur bara að koma og skoða, hann byggi í húsinu beint á móti og væri með lykla og mætti sýna öllum þeim sem vildu húsið. Hann sagði okkur að nágrannarnir héldu mikið saman og að þau væru með öfluga nágrannagæslu.
Þetta er botnlanga gata, og húsið stendur innarlega, þannig að umferðin er ekki mikil. Nágranninn sagði okkur líka að þau í götunni væru með samkomulag um að keyra alls ekki hratt í götunni og ef einhver gerði það væri fengi hann tiltal.
Það er mikið af börnum í götunni.


Gallar:

Þessa peninga sem við eigum var ætlunin að nota þegar við flyttum heim, til útborgunnar á húsi þar.
Rekstrarkostnaður á húsinu er ??? við vitum ekki hve mikill.
Við vitum ekki hvort það er auðvelt að selja hús í svona sveitaþorpi, ætli við losnum aldrei við húsið aftur?
Hver ætli ástæðan sé fyrir því að útborgun er "bara" 80 þús dkk.


Já þetta er flókið... eða hvað, hvað finnst ykkur. Getið þið bent mér á fleiri kosti eða galla. Maður er stundum svo blindur og sér bara björtuhliðarnar, eru einhverjar fleiri skuggahliðar??

Í augnablikinu er ég heit á að tala við fasteingasalann... og bara drífa í þessu í vor.....

sunnudagur, janúar 29

Á maður að vera móðgaður.....

eða er þetta baradjók???

Ég fékk þessa hugmynd.... OG finnst hún góð!!!
Hvað með þig???

sunnudagur, janúar 22

Borgar sig stundum að kvarta??

Hef stundum velt því fyrir mér hvort það borgi sig að kvata, græðir maður eitthvað á þvi, fær maður eitthvað betra í staðinn???

Eftir reynslu síðustu helgar þá borgar sig að kvarta... því ég átti yndislega fríhelgi núna þessa helgi - JIBBÝ!!!!!

Enginn lasleiki eða vesen..... Bjarni skilaði verkefninu sínu á fimmtudaginn þannig að hann og Oddur Ingi voru í fríi á föstudaginn en ég skellti mér í vinnuna.. jú það var jú "búin snemma á föstudögum" dagur. Reyndar var að mati dana BRJÁLAÐ veður...hehe og fólki ráðlagt að fara ekki út úr húsi, skólum aflýst og fleira. Tók nú ekki eftir því, þó ég hefði farið í vinnuna áður en byrjað var að skafa göturnar.... reyndar var rosa ísing, hef aldrei séð svo mikið áður, en annars var ekkert að veðrinu. Voða gott að eiga bara göturnar fyrir mig eina!!!

Þegar ég var búin skellti ég mér í blómabúð og bakarí og dekraði aðeins við karlana mína í tilefni bóndadagsins, en eftir hádegið fórum við famílían svo í sund, og undur og stórmerki gerðust, sonur minn lærði að láta sig fljóta (synda að hans mati) og því svömluðum við fram og til baka í langan tíma.

Í gær tókum við daginn bara rólega, fór með prinsinn í fótbolta klukkan níu og svo í kaffi til Dísu klukkan 11 - smá spjall og svo auðvitað horft á skírnina. Í gærkveldi héldum við hjón svo smá svona nútíma þorrablót með góðum gestum... segi nútíma þorrablót því einungis var á boðstólnum hangiket, flatkökur, slátur, rúgbrauð, síld, harðfiskur, hákarl, karteflustappa og rauðkál... s.s. það sem við ungafólkið í dag getum borðað af þessum blessaða þorramat.... súrir hrútspungar, súrir lundabaggar og fleira í þeim dúr mátti alveg kúra áfram á íslandinu. EN maturinn bragðaðist mjög vel og við áttum góða kvöldstund.

Í dag var svo ekta sunnudagur, sofið lengi... ég alla vegna því núna var komið að Bjarna að vakna með prinsinum, svo fórum við í göngutúr í góða veðrinu í österádalen, annars var bara dund hérna heima við!!!

Já það borgar sig að kvarta..... maður getur grætt yndislega helgi á því að kvarta yfir því að fá þær ekki!!!!

föstudagur, janúar 13

Helgarfrí???

Allan þann tíma sem ég var í skólanum, hlakkaði mig alltaf mest til þess að komast í praktík vegna þess að þá fengi ég frí þegar ég væri í fríi, ekkert heimanám, og helgarnar áttu sko að verða algjörar lúxus helgar þar sem húsið væri tekið í geng á laugardagsmorgni og svo notið þess að eiga frí það sem eftir er helgarinnar. Jafn vel átti að kíkja í heimsóknir og fleira sem ég geri eiginlega ALDREI!!!
Nú jæja, loksins byrjaði praktíkin og helgarfríin, þar sem jólin voru að nálgast fóru allar helgarnar í jólastúss, sem mér leiddist svo sem ekkert, en þessi langþráða fríhelgi með heimsóknum, bíltúrum, göngutúrum úti í náttúrunni og dúlli heima fyrir kom ekki fyrir jól.

Núna er önnur helgin eftir jól að ganga í garð, og helgarnar mínar byrja snemma.... já ég leggst veik á fimmtudegi - arrrggg...
Um síðustu helgi veiktist ég á fimmtudagskvöldi með hita, hausverk og beinverki, svaf meira eða minna fram að sunnudegi en var þá orðin hress. Í gær byrjaði svo "helgarfríið" mitt aftur fékk ælupest bæði með upp og niður.... en skemmtilegt.... þannig að ekkert varð úr "búin snemma á föstudögum" föstudeginum mínum sem ég hafði hlakkað til að eyða með prinsinum mínum og hann var farinn að bíða eftir því að verða sóttur klukkan eitt eins og honum finnst flottast. Í staðin er ég búin að vera í bælinu, er hundslöpp og ómöguleg enn þá og klukkan að verða hálf fjögur. Prinsinn enn í leikskólanum líka - greyið, hann á svo langa daga þar núna, alltaf frá átta til hálffjögur.

Ætla að vona að ég hristi þessa pest af mér í dag/kvöld svo að eitthvað verði úr helginni hjá mér og prinsnum, manninn minn sé ég eitthvað lítið þessa dagana allt brjálað í skólanum hjá honum.

Vona að þið eigið góða helgi!!!

föstudagur, janúar 6

úfff prufa eitthvað nýtt

Sá þetta hjá Rakel og langaði svo að hún skrifaði um mig hehe... og þá varð ég að hafa svona líka hjá mér

Skráðu nafnið þitt í athugasemdir og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína um þig.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt!!!




Annars er bara fúlt að frétta í dag, er veik.... arrrrgggg
Það versta er svo að dagurinn í dag var minn síðasti dagur á G1 og ég var búin að semja lokaverkefnið sem ég átti að flytja í dag...urrrrrrrggggg Bara komst ekki af stað - svo hræðilega slöpp, með hita, hausverk og beinverki. Vona að elsku instruksurnar séu smá skilningsríkar - sem þær eru vanalega ekki!!!!