mánudagur, október 18

og þá er best að blogga

Úfff var með námskeið í dag - foreldrafræðslu eða í raun fæðingarfræðslu, djö... var ég orðin þreytt í munninum og með þurrar kverkar þegar námskeiðinu lauk. Held hreinlega að ég hafi aldrei verið svona lengi á eintali - klukkutíma og 3 korter... geri aðrir betur. Reyndar talaði ég ekki alveg allan tímann þar sem foreldrarnir komu líka með spurningar og ljósan hjálpaði mér að svara þeim flóknustu og tók þá hluta fæðingarinnar líka fyrir sem ekki er gult (s.s ekki innan normalsvæðisins) Jamm en annars gekk þetta bara ósköp vel og mín er ánægð með sig :)

Á morgun er svo mitvejs evaluering - svona verið að taka stöðuna á manni... vona bara að það gangi vel - er búin að vera dugleg að skila öllum skýrslum og reyna að muna eftir að útfylla allt sem útfylla á... getur maður gert meira???

laugardagur, október 16

Bloggkeppni...

Sko þar sem kóngurinn frændi minn var að benda mér á það að það væru veitt verðlaun fyrir að vera duglegur að blogga, þá ætla ég að reyna aðeins að standa mig.... eða þó... vitiði hvað er í verðlaun... langar eiginlega að vita það áður en ég vinn :) Og ef verðlaunin eru þess virði þá er ég viss um að slá/pikka í gegn og renna mér fyrst í mark!!!!

laugardagur, október 9

sæl...

Þar sem Kaupmannahafnarhjúkkan er farin að kvarta yfir fréttaleysi datt mér í hug að hamra aðeins svona smá á lyklaborðið.....

Síðustu viku er ég sko heldur betur búin að vera með stórt heimili.... 5 - 8 í mat sko nóg að snúast... en ósköp kósý samt. Er að vinna núna alla helgina en svo bara mán, þrið og fim í næstu viku - s.s. löng helgi, búin að ákveða að prinsinn fær vetrarfrí næstu viku næstum alla, þarf að fara á leikskólann á mánudaginn en hina dagana reddast þetta, ég er á kvöldvöktum og Bjarni bara í leikhúsinu fyrri part dags.

Annars finnst mér bara ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... ég er að verða hálfnuð í praktíkinni á fæðingardeildinni.... sem þýðir bara það að ég er alveg að fara að byrja að taka á móti krílunum sjálf.... byrja á því fljótlega eftir mitvejs evaluering sem er þann 19.okt.

Er annars hundfúl, kellurnar í íslendigafélaginu hér í borg plönuðu innkaupaferð til Þýskalands og var ferðin áætluð þann 23. okt, sem mér fannst fínt því það var ákkúrat frídagur hjá mér, en nei nei... breyttu svo yfir í 30. okt og þá er ég að vinna og mamma og pabbi í heimsókn... ég var orðin voða spennt að fara til útlanda!!! Stóð auðvitað til að versla jólagjafir, afmælisgjöf fyrir prinsinn og slik og gos fyrir afmælið hans í útlandinu, en í staðinn dreif ég mig bara í bæinn í gær og verslaði megnið af jólagjöfunum... ekkert smá dugleg, enda stefnan að vera búin að versla allt sem á að senda heim þegar mamma og pabbi koma í lok mánaðarins, svo hægt sé að nota þau sem sendla...

Látum þetta duga í bili, vonandi læt ég heyra fljótlega aftur.....