laugardagur, október 9

sæl...

Þar sem Kaupmannahafnarhjúkkan er farin að kvarta yfir fréttaleysi datt mér í hug að hamra aðeins svona smá á lyklaborðið.....

Síðustu viku er ég sko heldur betur búin að vera með stórt heimili.... 5 - 8 í mat sko nóg að snúast... en ósköp kósý samt. Er að vinna núna alla helgina en svo bara mán, þrið og fim í næstu viku - s.s. löng helgi, búin að ákveða að prinsinn fær vetrarfrí næstu viku næstum alla, þarf að fara á leikskólann á mánudaginn en hina dagana reddast þetta, ég er á kvöldvöktum og Bjarni bara í leikhúsinu fyrri part dags.

Annars finnst mér bara ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... ég er að verða hálfnuð í praktíkinni á fæðingardeildinni.... sem þýðir bara það að ég er alveg að fara að byrja að taka á móti krílunum sjálf.... byrja á því fljótlega eftir mitvejs evaluering sem er þann 19.okt.

Er annars hundfúl, kellurnar í íslendigafélaginu hér í borg plönuðu innkaupaferð til Þýskalands og var ferðin áætluð þann 23. okt, sem mér fannst fínt því það var ákkúrat frídagur hjá mér, en nei nei... breyttu svo yfir í 30. okt og þá er ég að vinna og mamma og pabbi í heimsókn... ég var orðin voða spennt að fara til útlanda!!! Stóð auðvitað til að versla jólagjafir, afmælisgjöf fyrir prinsinn og slik og gos fyrir afmælið hans í útlandinu, en í staðinn dreif ég mig bara í bæinn í gær og verslaði megnið af jólagjöfunum... ekkert smá dugleg, enda stefnan að vera búin að versla allt sem á að senda heim þegar mamma og pabbi koma í lok mánaðarins, svo hægt sé að nota þau sem sendla...

Látum þetta duga í bili, vonandi læt ég heyra fljótlega aftur.....

Engin ummæli: