Er búin að eyða deginum heima með prinsinum mínum sem er veikur. Við erum búin að skemmta okkur rosalega vel - hann er svo uppátektasamur að það er alveg yndi :) Þarf t.d. alltaf að vera með rakspíra og nóg af honum, segir að það sé kúkalykt af sér annars!!!!
Kveið rosa fyrir því að hringa í vinnuna og segja að ég þyrfti að vera heima, þar sem þær vita nú að Bjarni er atvinnulaus, en hann þurfti nauðsynlega að fara á fund í dag og því ekki annað að gera en vera heima með prinsa... svörin í vinnunni þegar ég hringdi.. "já, hvað reiknar þú með að þurfa frí í marga daga?" Ekki málið s.s. að hringja og tilkynna veikindi hér á bæ, annað en ég hef kynnst áður...
Er búin að vera í beinu sambandi við Kollu og GMG síðust daga, allt stefnir í að þau séu að flytja hingað í borgina fögru, og Hanna Valdís og Co væntanleg í heimsókn í nóvember.... það verður sko æði, ætla að vona að danirnir verði jafn tímanlega í jólastússinu og í fyrra þannig að allt verði orðið jóló í bænum,byrjað að selja brendu möndlurnar og sykurhúðuðu eplin, belgísku vöflurnar og allt fíneríið :)
Umm.... er bara strax komin í jólafíling :)
þriðjudagur, september 21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli