laugardagur, september 4

á spító

Jæja þá er mín komin á draumastaðinn..... fæðingadeildina, rosalega er gaman, en svakalega ólíkt. Ég er búin að taka 2 kvöldvaktir, fyrri vaktin var allt brjálað að gera, fæddust held ég 7 börn og ég var við 3 fæðingar. Seinni vaktina var engin fæðing og aðeins ein sem kom inn í byrjandi fæðingu... þannig að þá bara bara setið og spjallað, frekar fúlt þegar maður þarf svo að skrifa skýrslu um hvað maður gerði, hvaða markmið maður setur sér og svo framvegis...

Annars þá líst mér bara rosalega vel á, kellurnar þarna alveg yndislegar - á reyndar eftir að hitta mína föstu ljósu, sem ég kem til með að fylgja mest. Alla mánudaga verð ég svo í Kons. s.s. mæðraskoðunum, á eftir að prufa það ;)

Að öðru leiti er bara lítið að frétta lífið gengur bara áfram sinn vanagang Oddurinn kátur á leikskólanum sérstaklega eftir að hann fékk íslenskann leikfélaga þar. Allt gott um það að segja og bara nóg í bili held ég

Hilsen

Engin ummæli: