þriðjudagur, júní 28

Berfætt á REM

Já þá er þetta allt að hafast, prófið í gær gekk OK - vona ég alla vegna....

Eftir prófið var skundað út í Frejlev, heim til Jane S. sem á heima í mega einbýlishúsi, og grillað... yndislegt eftir allt stressið sem búið er að ganga á síðustu vikur. Svo var planið að detta í það... en sökum almennrar þreytu varð ekkert úr því - ég var komin heim um sjö, drengnum skellt í rúmið og ég lognaðist ut af um átta... og grjótsvaf til sjö í morgunn. Þannig er nú það ;)

Annars voru REM tónleikarnir BARA góðir... váaaaa sko Alanis var góð en úfffff... þeir voru sko miklu flottari. Fyrr það fyrsta þá voru þetta útitónleikar og 25 þús manns... 28 stiga hiti, logn og sól... gerist það betra????
Bjarni hafði valið ferlega góð stúkusæti handa okkur... hann hélt nú að hann væri að velja í stúkunni inni (þar sem þetta áttu nu að vera innitónleikar í okkar haus!!). Svo var bara að njóta þessarrar frábæru stemmingu, berfætt í hitanum og hlusta á góða tónlist. Þeir gerðu eins og Alanis tóku góðu "gömlu" lögin inn á milli, eitthvað sem ég er sko alveg að fíla því ekki fylgist ég mikið með tónlistarheiminum í dag!!!

Jæja ætla að fara að elda handa köllunum mínum sem eru búinir að vera svo duglegir síðustu daga, þrifu gluggana í húsinu í gær, og skúruðu út í dag.. I´m so lucky!!!!

miðvikudagur, júní 22

Ég er matur!!!!!

Já takk takk, gekk bara rosa vel í munnlega"fall" prófinu um daginn.. fengum 9 skvísurnar... vorum rosa sáttar við það ;)
Svo núna er allt komið á fullt við lestur fyrir NEO og EMBRYO prófið, sem er sem sagt skriflegt próf úr "nýburafræðum"(sikra þessi þýðing) og fósturfræði. Strembið próf, en mjög svo áhugaverð efni og ekkert svona "ætti ég að læra þetta eða þetta" - dæmi, bara áveðin efni s.s. tvær bækur, sem eru pensum og það þarf maður að kunna, svo ekkert röfl farðu að læra kella.......

En já að fyrisögninni....Muggurinn bragðaði vel á mér í gær... arrrrggggg hvað mig klæjar.

Já og svo eru bara 2 dagar í REM - júbbý

fimmtudagur, júní 16

STRESSSSSSSS

Jæja prófið í fyrramálið... helmingurinn af bekknum fór í það dag -
og það var 50% fall!!!!!!!

Veit ekki hvernig á að fara að því að slaka á... en kem mér samt ekki í að læra neitt.. líklega vegna þess að ég veit ekkert hvað ég á að læra!! Maður er búinn að skila inn essay og leggja ROSA vinnu í hana, ef svo sensor líst ekki á hana, nú þá bara skrifa nýja og koma í próf í ágúst...

Þessar sem féllu í dag, voru mjög sáttar við sitt verkefni og þegar þær komu út úr prófinu voru þær bara nokkuð sáttar með sig... þangað til þær fóru inn að fá einkunina sína, það var bara sensorinn sem fékk ekki það sem hann vildi - Þoli ekki svona HEPPNI próf - þar sem ég er aldrei heppin.....
Í alvörunni - að bara af því honum líkaði þetta ekki - án þess þó að geta sagt það hvað væri í rauninni að - þá SORRÝ - skrifaðu aftur.... svo er bara spurning hvort ég verði aftur sensor og finnist þú "skemmtilegri" þá!!!!!

ARRRRGGGGG.... krossið fingur fyrir mig á morgunn - milli klukkan 8:30 og 10:00

Takk takk ;)

Já takk fyrir afmæliskveðjurnar í gær - yndislegt að sjá/heyra
hvað margir muna eftir manni ;)

Annars er bara sólarhringur í 1. prófið og
ég er komin með eksamensmave....

sunnudagur, júní 12

hahahahha.....

Bara varð að skella þessu inn hérna .......... útlendingar sko!!!!!

Lestrarplan

Jæja þá er um að gera að vera skipulagður... heimaprófið búið á reyndar eftir hálfa spurningu - spurning hvort henni verði svarað!!! Svo var bara að gera lestrarplan fyrir alla dagana fram á föstudag... dugleg stelpa og hélt mig við planið um helgina - var í raun ekki eins stíft prógramm og ég hélt ;) Komst meira að segja í nudd í dag til Kollu.

Annars er þetta frekar skritið - en ætli það sé ekki bara af því maður hefur ekki prufað þetta áður, þetta er "hóppróf" - gruppeexamination - þannig að við verðum báðar inni - við Jane ( já rosa hópur!!) - og verjum vekefnið okkar saman. Þannig að við þurfum að vera voðalega samstíga í því hvað við lesum - hvor les hvað og hvað við ætlum að leggja áherslu á......þetta er eitthvað sem maður er bara ekki vanur!!!

Annars bara lítið að frétta - jú rigning.... en mér finnst rigningin góð - þegar ég er í prófum ;)

Hilsen

mánudagur, júní 6

Þá er það komið á hreint

Já essay vörnin mín er 17. júní klukkan 8:30

Þannig að ég kemst með í skrúðgöngu eftir próf..... Velvið eigandi ;)

Hæ hó og jibbý jei.....með þyrlu og fána

sunnudagur, júní 5

Hefur þú tannburstað hund???

Jæja þá er projekt þessarar annar fullskrifað - bara eftir að ljósrita í 6 eintök og skila fyrir klukkan 12 á morgun ;) Frábært að vera komin hérna megin við þetta verkefni, svo er munnlegt próf úr þessu annað hvort 16. eða 17 júni (er ekki búin að fá dag ) Já pælið í því að vera í prófi á 17. júní... á maður ekki að vera í skrúðgöngu þá??

Heimapróf næsta föstudag og NEO+EMBRYO próf 27. júni - síðast skóladagurinn svo 1.júlí en þá fáum við afhennt verkefnið sem við eigum svo að skila fyrsta skóladaginn í haust. Förum svo í fyrsta próf næstu annar síðustu vikuna í september og námsefnið fyrir það erum við langt komin með núna..... þannig að ég veit hvað ég þarf að gera í "sumarfríinu"!!!!!

Annars verð ég að spyrja þig lesandi góður um eitt... Gengur vel hjá þér að tannbursta hundinn þinn????? EF ekki fáðu þér þá Pedigree hundatannbustann, og hundatannburstunin verður leikur einn!!!! Vá.. allt er til - fékk hláturskrampa þegar ég sá þessa auglýsingu - hef líka aldrei tannbustað hund.

Í dag er Fars- dag hérna í DK (feðradagurinn) þannig að við Oddurinn minn fórum og fætur og bökuðum bæði brauð og köku og pökkuðum inn naríum sem á stendur "verdens bedste far" sem prinsinn svo gaf pabba sínum þegar hann vakti hann að morgunn hlaðborðinu - voða kosý allt ;)

Jæja karlarnir mínir að fara í Jumboland með íslendingafélaginu og ég að koma mér að lestrinum

Lifið heil