sunnudagur, júní 12

Lestrarplan

Jæja þá er um að gera að vera skipulagður... heimaprófið búið á reyndar eftir hálfa spurningu - spurning hvort henni verði svarað!!! Svo var bara að gera lestrarplan fyrir alla dagana fram á föstudag... dugleg stelpa og hélt mig við planið um helgina - var í raun ekki eins stíft prógramm og ég hélt ;) Komst meira að segja í nudd í dag til Kollu.

Annars er þetta frekar skritið - en ætli það sé ekki bara af því maður hefur ekki prufað þetta áður, þetta er "hóppróf" - gruppeexamination - þannig að við verðum báðar inni - við Jane ( já rosa hópur!!) - og verjum vekefnið okkar saman. Þannig að við þurfum að vera voðalega samstíga í því hvað við lesum - hvor les hvað og hvað við ætlum að leggja áherslu á......þetta er eitthvað sem maður er bara ekki vanur!!!

Annars bara lítið að frétta - jú rigning.... en mér finnst rigningin góð - þegar ég er í prófum ;)

Hilsen

Engin ummæli: