miðvikudagur, ágúst 31

Númer 7000

Algjört krútt sem kom til Áló sem lítil bumbuskvísa.
Heimurinn er stundum svo lítill, vinkona min og vinur hans Bjarna fundu hvort annað og bjuggu í sameiningu til 7000 Mosfellsbæinginn!!

laugardagur, ágúst 27

2 ár!!!!!!

Já dagurinn í dag er smá sérstakur fyrir okkur familýuna... 2 ár síðan við komum til DK í fyrsta skipti. 2 ár síðan við lentum á Kastrup, fengum okkur far með Taxa inn í Köben að Store Kongegade og bárum allan okkar OFUR farangur upp á 6. hæð.... engin lyfta!!!! Áttum svo 4 daga í Köben áður en við fórum til Áló.

Fékk annars rosa góðar fréttir í gær... SU -ið mitt er komið og Duran Duran að koma til DK, verða í Horsens 9. des - spurning um að safna í hópferð... já já ég veit að ég sagði hérna fyrr á blogginu að ég hefið haldið með Wham... og að Duran voru lélegir á live8... En spurnig hvernig þeir standa sig svona live!!!

föstudagur, ágúst 19

Merkilegt

Í rauninni er komið að því að ég þurfi að vera dugleg að byrja að læra aftur... þarf að skrifa verkefni og lesa yfir það sem við áttum að læra á síðustu önn, en litli kollurinn minn er búinn að gleyma.

Skil alls ekki hversvegna það er svona erfitt að komast í þetta, ætlaði að fara að setjast niður við þetta áðan, en þá var gargað á mig úr öllum hornum íbúðarinnar. Rúmin þurftu að láta skipta á sér, kaffikannan að láta kalkhreinsa sig, örbylgjuofninn að fituhreinsast, ruslið langaði í göngutúr og komst svo í sitt ból, það þurfti að pakka inn afmælispakka og skrifa á kort, ná í póstinn, vaska upp, skrifa blogg og svo að ná í prinsinn á leikskólann fyrir klukkan eitt... hann er að fara í veislu og þar sem ég hef EKKERT að gera fylgi ég með!!!

þriðjudagur, ágúst 16

Nýr sími!!!

Heyrði (eða las) einhverntíman um það að Ísland væri svo lítið og svo margir frægir að það væri sirka svoleiðis að í hverjum grunnskóla væri að meðaltali einn einstaklingur sem ætti eftir að verða þekkt andlit á landinu. Er það ég sem er svona óminnug, eða eru Hellubúar svona abnormal, var einhver frægur(s.s. sem er frægur í dag) með mér í grunnskóla??? En annars nei - við vorum / erum svo sem öll fræg á Hellu.... dugir það ekki???
Úfff.... hvað maður er skemmtilegur og mikil smeðja... "hver er frægur??" fæ hroll.... Hver á svo sem að dæma það hver er frægur og hver ekki, hvenær ertu nógu mikið "inn" til að ókunnugt fólk vilji þekkja þig... er það stuðullinn???

Var annars að spá í hvort það sé bara ég sem er ekki að trúa á þessi meil sem maður fær stanslaust þessa dagana, bla bla bla... ef þú sendir þenna póst á 8 manns færðu nýjan NOKIA súper síma en ef þú sendir á 20 færðu nýjan Nokia super duper síma...en mundu að senda á líka exe@virus.com - eða eitthvað álíka. Trúir fólk þessu??

laugardagur, ágúst 13

já sumarfríið..

Þetta er sko búið að vera ósköp ljúft sumar, fullt fullt af gestum svo það er alltaf nóg að snúast - verst þykir mér að ég hef ekki drifið mig í að skrifa lögfræðiritgerðina né lesa fyrir lyfjafræðiprófið sem er í lok september... bara skil ekki af hverju ég gerði þetta ekki fyrstu helgina í sumarfríinu eins og planið var!!!!