þriðjudagur, ágúst 16

Nýr sími!!!

Heyrði (eða las) einhverntíman um það að Ísland væri svo lítið og svo margir frægir að það væri sirka svoleiðis að í hverjum grunnskóla væri að meðaltali einn einstaklingur sem ætti eftir að verða þekkt andlit á landinu. Er það ég sem er svona óminnug, eða eru Hellubúar svona abnormal, var einhver frægur(s.s. sem er frægur í dag) með mér í grunnskóla??? En annars nei - við vorum / erum svo sem öll fræg á Hellu.... dugir það ekki???
Úfff.... hvað maður er skemmtilegur og mikil smeðja... "hver er frægur??" fæ hroll.... Hver á svo sem að dæma það hver er frægur og hver ekki, hvenær ertu nógu mikið "inn" til að ókunnugt fólk vilji þekkja þig... er það stuðullinn???

Var annars að spá í hvort það sé bara ég sem er ekki að trúa á þessi meil sem maður fær stanslaust þessa dagana, bla bla bla... ef þú sendir þenna póst á 8 manns færðu nýjan NOKIA súper síma en ef þú sendir á 20 færðu nýjan Nokia super duper síma...en mundu að senda á líka exe@virus.com - eða eitthvað álíka. Trúir fólk þessu??

Engin ummæli: