fimmtudagur, nóvember 23

og þá kom löggumann... og hirti hann!!!!!

Var á foreldrafundi í skólanum hjá Oddi Inga í gær. Keyrði svo heim í rólegheitum hérna rétt fyrir klukkan 21. Tek eftir því þegar ég keyri inn götuna hérna að það er bíll á eftir mér... fer svo eitthvað að horfa á bílinn og sé að þetta er löggan. Allt í lagi með það - löggan svo sem oft á ferðinni í þessu "glæpahverfi". Inn alla götuna keyrir löggan á eftir mér og þegar ég beyji inn í botnlangan okkar kemur hún á eftir mér. Ég keyri svo inn i innkeyrsluna okkar og legg bílnum, en löggan parkerar þvert fyrir innkeyrsluna og löggumaðurinn kemur hlaupandi út og lísir á mig með vasaljósi.... HJÁLLLPPPP.... maður er greinilega algjör krimmmi!!!!

Hann var ekkert smá æstur og fúll. Spyr mig hvort ég eigi þennan bíl, "já" svara ég. Þá kemur bara "það passar ekki, því það er karlmaður skráður fyrir honum". "já það er maðurinn minn" svara ég.... "nú" svarar hann frekar fúll. Spyr svo um ökuskírteinið mitt og þegar ég sýni honum það verður hann enn þá meira fúll yfir því að geta ekki lesið á skírteinið, sem er jú á íslensku. Hann staðhæfir það svo að ég megi ekki keyra í Danmörk á þess að vera með danskt skírteini og verður enn meira pirraður þegar ég segi honum frá því að ég hafi fengið nýtt skírteini áður enn ég flutti til Danmerkur til þess að vera með löglegt skírteini hérna í landinu. Hundfúll fer hann svo í burtu án þess að kveðja!!!!

Já há.... maður er sko stór glæpon!!!!

Sendum svo fyrirspurn á umferðarstofu í gær um þetta með gildi íslenskraökuskírteina - þó svo að það standi á vef þeirra að íslensk skírteini séu gild í öllum EES löndum (eða var það EU löndum... æji man það ekki)

kveðja Gréta Gælpon