miðvikudagur, maí 19

Vá.... er bara ekki að ná þessu

Brósi var að benda mér á þessa grein úr Extra blaðinu - úff hversu vitlaus er hægt að vera segi ég bara???


Ingen børn uden sex

Tysk ægtepar på fertilitetsklinik uden helt at have styr på reglerne for forplantning

Normalt skyldes det dårlig sædkvalitet eller andre fysiske problemer, at ægtepar har problemer med at få børn og derfor opsøger fertilitetsklinikker.

Det var alt andet end et normalt problem en klinik i Lübeck stod over for, da de fik besøg af et ægtepar, der meget gerne ville have børn og stadig ikke havde fået det efter otte års ægtepar.

Klinikken konstaterede ingen fysiske fejl og fin sædkvalitet hos den 36-årige mand. Problemet lå et andet - og noget mere overraskende - sted.

- vi spurgte dem, hvor tit de havde sex, og de så bare spørgende på os og spurgte, hvad vi mente, forklarer en talsmand for klinikken til news24.com.

- Vi taler ikke om et retarderet par, men et par, der er vokset op i et meget religiøst miljø. De anede simpelthen ikke, selv efter otte års ægteskab, at det kræver en vis fysisk indsats at forplante sig.

Både den 36-årige mand og hans 30-årige hustru er nu blevet tilbudt seksual-undervisning, mens klinikken er begyndt at undersøge om andre par måske kan mangle samme grundlæggende viden, når de søger om hjælp.



Sorrý nenni ekki að þýða - en veit að þið getið klórað ykkur í gegnum þetta -



fimmtudagur, maí 13

ó ljúfa líf - hvar ertu???

Ohhh.... þið þekkið örugglega öll þá yndislegu tilfinningu að vera búin með eitthvað - eitthvað stórt, eitthvað sem er búið að liggja á manni - lengi - alltof lengi. Svona er það hjá mér í dag - hópurinn minn var að klára næst stærsta verkefni þessarrar annar... þannig að núna á bara að vera sæla í gangi!!! En ætli ég fái ekki bara að njóta þessarrar sælu núna í svona klukkutíma í viðbót - því næsta verkefni bíður á borðinu. Já þannig er það nú að vera í námi - kemur engin pása fyrr en í júní. En þetta er nú reyndar rosa gaman - gaman að vera að vesenast í þessu öllu saman - í rauninni er verkefni kvöldsins hjá mér að reyna að finna út hvað mér finnst ekki spennandi við þetta!!! Sem er nú, sem betur fer í flestum tilfellum, erfitt að finna, en í kvöld vildi ég svo mikið vita hvað mér finnst ekki spennó.
Ástæðan fyrir þessu er sú að á morgunn á ég að koma með 3 mínútnar fyrirlestur um það sem mig langar að skrifa um í stóra verkefninu okkar... en ég get engan vegið fundið út úr því, því mig langar að skrifa um bara allt - týpískt svar frá kvennmanni heyrðist einhvern staðar, er það ekki?

Annars ætla ég að pústa vel um helgina - helst bara líta sem minnst í bækur - Guðný Huld, Doddi og Árni Haukur eru líka að koma annað kvöld. Verður spennó að sjá hvernig þeim gengur að keyra hingað í allri brúðkaupstraffíkinni sem verður hér á morgunn. Danir eru gjörsamlega að fara yfir um í þessum brúðkausstússi.... já hugsið ykkur í öllum bakaríum landsins verður hægt að fá að kaupa bita af brúðartertunni, fyrir utan það að flestar búðir selja sérstakar brúðartertur - svona fyrir utan allt hitt. Sumar búðir eru reyndar bara með lokað - allir heim að horfa á brúðkaup - eða helst að reyna að koma sér til Köben til að finna stemminguna.....

Jæja gæti örugglega skrifað endalaust, það er ekki eins og maður sé ekkert búin að skrifa síðustu daga, en það er bara svo notó að skrifa á ástkæra ylhýra...

Hilsen fra Aalborg