sunnudagur, desember 25

Gleðileg

Jól kæru lesendur ;)

Áttum svona yndislegan aðfangadag - en núna er kominn háttatími og ég sofna með bros á vör eftir æðislegan dag!!!

þriðjudagur, desember 13

Jólin jólin allstaðar....

nema hérna........... já ég er ekki að koma mér í gírinn, heimilið ekki spor jólalegt. Er reyndar búin að baka með prinsinum og skórinn hans er kominn í gluggann. Bara nenni ekki meiru - ætla nú samt að koma einhverju skrauti upp, verst að öllum jólaseríunum okkar var stolið þarna um árið... buhuuuu.

Óska eftir sjálfboðaliða í þrif - mikið skítugt heimili - skemmtileg vinna - lítið kaup!!!! Viss um að þið stökkvið á þetta ;)

Þessa viku er ég á graviditets og ultralyds afsnittinu - í obstetisk ambulatorium. Þannig að deginum í dag var að stóru leiti eytt í að (eða notaður til) ræða við konur sem vilja ekki fæða - vilja fá frekar fá keisara. Veit ekki alveg hvernig ég á að takla þetta, finnst þetta svo skrítin hugsun. "Æji það er bara svo notó að vita hvenær maður mun eiga og hvernig allt verður" Þetta eru helstu rökin hjá mörgum, skil þetta ekki, öll spennan farin af óléttunni - ég mun eignast strák "Dag Snæ" um 10 leytið þann 4. mars - hann verður sirka 4 kíló!!!! OG ég er ekki að grínast svona er þetta oft, allt er vitað fyrir fram. Er auðvitað ekki á móti keisurum, þeir eru auðvitað nauðsynlegir í vissum tilfellum (og tala þá af eigin reynslu) en ekki svona - æji það væri svo kósý og þægilegt að vita hvenær barnið kemur - rök, það passar mér ekki.

Jæja jóli jóli trylle trylle - spurnig hvort þetta virki ekki til að koma jólunum inn í mig!!!