sunnudagur, mars 27

Gleðilega páska

Njótið hátíðarinnar....

fimmtudagur, mars 17

Nóg að gera... eins og alltaf

Jæja mín bara ekki búin að blogga í viku, ekki út af því að það sé ekki frá neinu að segja, heldur það að það sé of mikið að gera. Kallarnir mínir báðir lasnir, Oddurinn lagðist á föstudagskvöld, týpískt að hann leggist þegar ég er ekki heima, fór á fest í skólanum. Bjarni lagðist svo á sunnudagskvöld og er hálf slappur enn, Oddur Ingi var orðinn hitalaus á mánudag og var hitalaus heima á þriðjudag, en aðfaranótt miðvikudags rýkur hitinn upp aftur. Við fórum þvi með hann til læknis á miðvikudag, þar sem doksi komst að því að prinsinn væri komin með ofan í sig.. berkjubólgu, þannig að það kostaði tvennskonar meðul, þetta var reyndar ekki orðið fast í Bjarna þannig að hann fékk annars konar meðal... sem sagt dýr apóteksferð!!

Já festin á föstudaginn var annars góð. Hittumst bekkurinn í skólanum áður en festin byrjaði, vorum bara í stofunni okkar, og höfðum fengið kokkinn í skólanum til þess að elda fyrir okkur, fengum þetta dýrindis hlaðborð keyrt upp í stofu til okkar... rosa gott. Nú svo var bara slátrað slatta af léttvínsflöskum, þó svolitlu af öli og Jane mín kom með það sem hún kallar svört svín, en ég kalla piparbrjóstsykur uppleystann í vodka, ásamt því var hún svo með jarðaberjavodka í sprite og bacardi i Faxi kondi... jebb kellan drekkur ekkert sull segir hún, bara alvöru sterkt!!! Grænlenska svísan í bekknum hún Ceci stóð reyndar líka fyrir sínu, enda grænlensk... og mætti líka með eitthvað sterkt guttl.... Nú eftir ótæpilega drykku, alla vegna sumra.. ásamt reykingum í skólastofunni (sæi þetta í anda heima!!!) skelltum við okkur niður í veisluna þar, einhver hljómsveit mætt á staðinn og rosa fjör. Fínt band, U2 eftirhermarar hálfgerðir, alla vegna hef ég ekki heyrt neinn ná Bono eins vel og þessi gutti!!!

Helgin var svo nýtt í dund hér heima, taka til í skápum og svona eftir Ikea túrinn - nóg að breyta og bæta eftir svoleiðis innkaup :)

Á mánudaginn skrópaði ég svo í skólanum eftir hádegi til þess að dekstra við kallana mína, enda sá eldri með háan hita og drulluslappur, en sá yngri hitalaus og eldhress... ekki alveg að fara saman.

Á þriðjudaginn eftir skóla voru svo fyrirlestrar frá 7.sem um val-hluta námsins. Maður þarf víst fljótlega að fara að huga að því hvað maður hefur hugsað sér að gera þá. Þetta eru 4 vikur þar sem við eigum að fara út og kynnast einhverju nýju en því sem við venjulega erum að gera, rannsaka eitthvað eða kynna okkur eitthvað öðruvísi, spennandi, nánar. Ég hef að sjálfsögðu hugsað mér að skoða eitthvað á Íslandi, og reikna með að það verði heimaþjónustan... s.s. sú þjónusta sem ljósurnar heima veita eftir fæðingu, koma heim og hjálpa til með brjóstagjöfina og umönnun barnsins heima. Er að spá í að hafa samband við Önnu Eðvalds.... og ætla að reyna að fá leyfi til þess að taka þetta í sumarfríinu mínu 2006 í staðin fyrir í feb 2007. Þá get ég alla vegna haft prinsinn minn með mér á íslandi, en get það nú ekki í feb 2007 því þá verður prinsinn orðinn svo stór að hann verður kominn í skóla - ó mæ god....

Í gær eftir skóla var svo Annegrethe einn af kennurunum okkar að kynna okkur phd verkefnið sitt (mastersverkefnið) sem hún skrifaði um ljósmæðranámið í Dk... rosa fróðlegt... enda skrifað um okkur og var stór aha.. upplifum fyrir okkur því núna föttuðum við hvaða þýðingu sum af okkar fáránlegri verkefnum hafði. Hún var sem sagt að nota okkur sem tilrauna dýr......

Í dag komu instruksurnar... uuuuuu... kölum þær bara yfirkennarana í verknáminu.... s.s. ljósmæðurnar sem eru yfir verknámshlutanum á sjúkrahúsunum, þær sem skipuleggja námið þar og sjá algjörlega um að við séum að læra það sem við eigum að læra... þær koma alltaf tvo daga á önn í heimsókn í skólan (eru eitthvað að læra eða eitthvað að plana allavegna) og þá borðum við hádegismat með þeim. Reyndar komst bara önnur instruksan okkar hér í Áló en í staðin var yfirljósan með, Conni Hermannsson... hef oft spáð í hvort hún eigi íslenska forfeður!!!

Við Oddur Ingi kíktum svo á Olgu, Nessa og Christó seinni partinn. Olga og Christó að fara til íslands á morgunn og hann á afmæli á laugardaginn, þannig að Oddur Ingi fór með pakka - fannst það auðvitað rosa flott.. ég veit hvað er í pakkanum en ekki Christó!!! Vorum svona rosalega heppin að Olgu var gefið fullt af kökum og brauði þegar við vorum þar þannig að við græddum "íslenskt rúgbrauð" með okkur heim.

Jæja þá er þessi skýrsla nú orðin frekar löng..... og best að fara að snúa sér að lestrinum... IUGR og grav prolong á morgun (börn sem hafa orðið fyrir vakstarskerðingu i legi/vá skildi maður eiga að segja þetta svona á ísl.. og komin fram yfir)

hilsen frá ljósunni

miðvikudagur, mars 9

psykisk sårbare

Í dag var sálfræði, efnið var psykisk sårbare kvinder og børn - á íslensku - konur og börn sem eiga um sárt að binda - eða sirka svoleiðis.

Hópurinn minn fékk svo verkefni um flóttamenn/konur, hvers við þurfum að gæta að á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu þessarra kvenna. Lásum helling af viðtölum og greinum við flóttakonur sem núna búa i Danmörku og hvernig þær reyna að lifa eðlilegu lífi, en er það í rauninni lífsins ómögulegt með allan þennann hrylling á bakinu sem flestar þeirra voru búnar að ganga í gegnum. Þessar konur byggja sér því einskonar skel til þess að vernda sig en við eðlilega meðgöngu linast/brotna svona skeljar þegar konur byrja að eyða mun meiri orku í að hugsa inn á við, um sig og barnið sitt. Skelin brotnar því þær nota venjulega mikið af sínum sálfræðilega styrk til þess að halda þessum hlutum frá sér, en þegar styrkurinn veikist, brotnar skelin.
Hvernig eigum við svo sem ljósmæður að vinna með þessum konum, koma fram við þessar konur og fleira í þeim skilningi. Konur sem hafa lent í ótrúlegum pintingum og fleiru, eru í rauninni í svo litlum tenglsum við líkama sinn, líta á líkamann sem fjandlegan sér. Þær eiga því mjög erfitt með það að ljósan kemur og vill þreifa magann þeirra, til þess að fylgjast með vexti barnsins, þær upplifa jafnvel slæmt "flash back" við það að settur sé á þær monitor (s.s. þá eru sett 2 belti um magann - sem svo eru tengd við tæki), vegna minninga um það að vera bundnar fastar og svo framvegis.

Já úffff gæti skrifað endalaust um svona sálfræði, enda alltaf nóg að gera þar ;)


Eftir skóla var svo foreldrakaffi í leikskólanum hjá prinsinum mínum, voða notó. Drifum okkur svo í bæinn þar sem ég ætlaði að kaupa mér eina skólabók (er að reyna að kaupa bækurnar í smá skömmtum svo ég sjái ekki heildarupphæðina... veit ekki hvort það sé gáfulegt) Transfussion og væsketerapi... en hún var uppseld, tékkaði svo á bókasafninu, en öll 5 eintökin voru í láni.. svo ég verð bara að mæta ólesin í skólann á morgunn

mánudagur, mars 7

Að pissa í buxurnar

Lærði svo sem ekkert spennó í dag... vorum bara í 4 tímum, fyrsti var tilbagemelding á ritgerðinni sem ég var að skrifa um daginn, kom bara vel út... næstu 3 tímana lærðum við svo um mismunandi aðferðir við að pissa í buxurnar... s.s. hvers vegna, hvaða ástæða og hvað hefur á hrif á að maður pissar í sig... Vissuð þið að það eru tvær tegundir af því að pissa í sig???
Held ég skrifi ekkert meira um það !!!!!

ENNNN það góða við þennan dag var tidligt fri... já var búin á hádegi - JIBBÝ... fyrsta skiptið á þessarri dönsku skólagöngu minni sem þetta gerist :)

Þannig að dagurinn var nýttur vel, Bjarni minn er orðinn atvinnulaus aftur svo hann var dreginn í IKEA í Árhúsum (fyrsta skipti sem við förum þangað) .... Olga sótti guttann fyrir okkur :)
OGGG það var VERSLAÐ.. eins og minni einni er lagið ;) Þanngi að núna eru nokkrar nýjar mublur komnar í hús og fullt af öllum þessu nauðsynlegu smá hlutum sem einungis IKEA getur fundið upp á að selja..... HE hehe mín sko alveg í essinu sínu

Jamm ætla að fara að reyna að koma öllum fínheitunum fyrir

föstudagur, mars 4

Umskurður karla og þröngar gallabuxur

Í skólanum í liðinni viku erum við búnar að læra margt skemmtilegt eins og auðvitað alltaf....

Tvennt er það þó sem mig langar að deila með ykkur, hugsanlegar orsakir leghálskrabbameins og legslímhimnuflakks.

Leghálskrabbamein (cervix cancer) finnst einunis hjá konum sem einnig hafa í sér vírusinn HPV(vírus sem smitast við kynmök). HPV er mjög útbreiddur vírus og ef maður tekur frumusýni úr kynfæraslímhimnu hjá fertugum dana eru 80% líkur á því að hann hafi einhverja tegund HPV. Tegundir HPV eru c.a. 130 talsins og eru það týpur 17 og 18 sem sérstaklega eru taldar leiða til leghálskrabbameins. Það merkilega við HPV er að útbreiðsla hans meðal vestrænna þjóða virðist ávalt vera svipuð, (þeir sem ekki eru smitaðir eru þeir sem ekki hafahaft kynmök, eða hafa svo til einungis haft einn maka sem sömuleiðis hefur einungis verið með þessum eina aðila), fólk smitast s.s. þegar það byrjar að stunda kynlíf og smokkar virðast ekki skipta neinu máli í þessu. Ennnn það skrítna er að sjúkdómurinn er ekki eins útbreiddur meðal Gyðinga, þ.e. gyðingar sem einungis hafa haft maka sem einnig eru gyðingar og sömuleiðis hafa einungis haft maka sem eru gyðingar (vá hvað þetta er flókið hjá mér s.s. gyðingar sem bara sofa hjá gyðingum), meðal þeirra er sjúkdómurinn ekki nærri því eins útbreiddur ( man ekki töluna, en rámar í 40%). Ástæða þessa er því talin að sjúkdómurinn grasseri undir forhúð karlmanna...
ERGO -> það er til ástæða fyrir því að umskera karlmenn!!!!

Hinn sjúkdómurinn sem ég ætla að segja ykkur frá er Legslímhimnuflakk (endometriosis) ef ég þá man íslenska nafnið rétt. Þetta er sjúkdómur sem lísir sér í því að slímhimnan úr leginu hefur dreift sér um kviðarholið og er meðal annars í eggjaleiðurunum, á eggjastokkunum og ýmsum stöðum í neðra kviðarholinu. Legslímhimnan vex jú eins og við vitum, rétt fyrir tíðir og blæðir svo út með tíðunum (túrnum), legslímhimnan utan legsins vex líka hjá þeim sem þjást af legslímhimnuflakki og veldur gríarlegum kvölum þegar hún svo byrjar að blæða út í kviðarholið.
Það merkilega við þennan sjúkdóm er að hann er svona nútímatengdur og oft nefndur tískusjúkdómur þar sem ekki er langt síðan byrjað var að greina konur með þennan sjúkdóm. Það hefur mikið verið spáð í hversvegna konur fá þenna sjúkdóm, en lítið hefur verið um svör, en líklegasta skýringin þessi, sem passar ju líka vel við að þetta sé nýlegur sjúkdómur. Þegar konur eru á túr og ganga í þröngum buxum þá þrýstist legið saman, eins og jú allt neðra kviðarholið sem buxurnar klemma saman. Þegar svo "Túrkonan" kemur heim að kvöldi og sprettir hratt frá sér buxunum myndast undir þrýstingur og legið þennst út og hluti slímhimnunnar þeytist út úr leginu, í eggjaleiðarannn, á eggjastokkana og út í kviðarholið, þarna nær slímhimnan að dreifa sér, kemst á flakk...
ERGO -> göngum ekki í þröngum buxum þegar við erum á túr

Humm... hvernig tekst mér svo upp þegar ég þykist vera fræðileg ???

Held að bloggið mitt sé ágætis staður til þess að æfa mig í að koma svona fræðslutextum frá mér, skrifa heldur ekki mikið svona á ástkæra ylhýra... gott að reyna að æfa sig svolítið..

Hilsen fra Aalb