Í dag var sálfræði, efnið var psykisk sårbare kvinder og børn - á íslensku - konur og börn sem eiga um sárt að binda - eða sirka svoleiðis.
Hópurinn minn fékk svo verkefni um flóttamenn/konur, hvers við þurfum að gæta að á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu þessarra kvenna. Lásum helling af viðtölum og greinum við flóttakonur sem núna búa i Danmörku og hvernig þær reyna að lifa eðlilegu lífi, en er það í rauninni lífsins ómögulegt með allan þennann hrylling á bakinu sem flestar þeirra voru búnar að ganga í gegnum. Þessar konur byggja sér því einskonar skel til þess að vernda sig en við eðlilega meðgöngu linast/brotna svona skeljar þegar konur byrja að eyða mun meiri orku í að hugsa inn á við, um sig og barnið sitt. Skelin brotnar því þær nota venjulega mikið af sínum sálfræðilega styrk til þess að halda þessum hlutum frá sér, en þegar styrkurinn veikist, brotnar skelin.
Hvernig eigum við svo sem ljósmæður að vinna með þessum konum, koma fram við þessar konur og fleira í þeim skilningi. Konur sem hafa lent í ótrúlegum pintingum og fleiru, eru í rauninni í svo litlum tenglsum við líkama sinn, líta á líkamann sem fjandlegan sér. Þær eiga því mjög erfitt með það að ljósan kemur og vill þreifa magann þeirra, til þess að fylgjast með vexti barnsins, þær upplifa jafnvel slæmt "flash back" við það að settur sé á þær monitor (s.s. þá eru sett 2 belti um magann - sem svo eru tengd við tæki), vegna minninga um það að vera bundnar fastar og svo framvegis.
Já úffff gæti skrifað endalaust um svona sálfræði, enda alltaf nóg að gera þar ;)
Eftir skóla var svo foreldrakaffi í leikskólanum hjá prinsinum mínum, voða notó. Drifum okkur svo í bæinn þar sem ég ætlaði að kaupa mér eina skólabók (er að reyna að kaupa bækurnar í smá skömmtum svo ég sjái ekki heildarupphæðina... veit ekki hvort það sé gáfulegt) Transfussion og væsketerapi... en hún var uppseld, tékkaði svo á bókasafninu, en öll 5 eintökin voru í láni.. svo ég verð bara að mæta ólesin í skólann á morgunn
miðvikudagur, mars 9
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli