Í skólanum í liðinni viku erum við búnar að læra margt skemmtilegt eins og auðvitað alltaf....
Tvennt er það þó sem mig langar að deila með ykkur, hugsanlegar orsakir leghálskrabbameins og legslímhimnuflakks.
Leghálskrabbamein (cervix cancer) finnst einunis hjá konum sem einnig hafa í sér vírusinn HPV(vírus sem smitast við kynmök). HPV er mjög útbreiddur vírus og ef maður tekur frumusýni úr kynfæraslímhimnu hjá fertugum dana eru 80% líkur á því að hann hafi einhverja tegund HPV. Tegundir HPV eru c.a. 130 talsins og eru það týpur 17 og 18 sem sérstaklega eru taldar leiða til leghálskrabbameins. Það merkilega við HPV er að útbreiðsla hans meðal vestrænna þjóða virðist ávalt vera svipuð, (þeir sem ekki eru smitaðir eru þeir sem ekki hafahaft kynmök, eða hafa svo til einungis haft einn maka sem sömuleiðis hefur einungis verið með þessum eina aðila), fólk smitast s.s. þegar það byrjar að stunda kynlíf og smokkar virðast ekki skipta neinu máli í þessu. Ennnn það skrítna er að sjúkdómurinn er ekki eins útbreiddur meðal Gyðinga, þ.e. gyðingar sem einungis hafa haft maka sem einnig eru gyðingar og sömuleiðis hafa einungis haft maka sem eru gyðingar (vá hvað þetta er flókið hjá mér s.s. gyðingar sem bara sofa hjá gyðingum), meðal þeirra er sjúkdómurinn ekki nærri því eins útbreiddur ( man ekki töluna, en rámar í 40%). Ástæða þessa er því talin að sjúkdómurinn grasseri undir forhúð karlmanna...
ERGO -> það er til ástæða fyrir því að umskera karlmenn!!!!
Hinn sjúkdómurinn sem ég ætla að segja ykkur frá er Legslímhimnuflakk (endometriosis) ef ég þá man íslenska nafnið rétt. Þetta er sjúkdómur sem lísir sér í því að slímhimnan úr leginu hefur dreift sér um kviðarholið og er meðal annars í eggjaleiðurunum, á eggjastokkunum og ýmsum stöðum í neðra kviðarholinu. Legslímhimnan vex jú eins og við vitum, rétt fyrir tíðir og blæðir svo út með tíðunum (túrnum), legslímhimnan utan legsins vex líka hjá þeim sem þjást af legslímhimnuflakki og veldur gríarlegum kvölum þegar hún svo byrjar að blæða út í kviðarholið.
Það merkilega við þennan sjúkdóm er að hann er svona nútímatengdur og oft nefndur tískusjúkdómur þar sem ekki er langt síðan byrjað var að greina konur með þennan sjúkdóm. Það hefur mikið verið spáð í hversvegna konur fá þenna sjúkdóm, en lítið hefur verið um svör, en líklegasta skýringin þessi, sem passar ju líka vel við að þetta sé nýlegur sjúkdómur. Þegar konur eru á túr og ganga í þröngum buxum þá þrýstist legið saman, eins og jú allt neðra kviðarholið sem buxurnar klemma saman. Þegar svo "Túrkonan" kemur heim að kvöldi og sprettir hratt frá sér buxunum myndast undir þrýstingur og legið þennst út og hluti slímhimnunnar þeytist út úr leginu, í eggjaleiðarannn, á eggjastokkana og út í kviðarholið, þarna nær slímhimnan að dreifa sér, kemst á flakk...
ERGO -> göngum ekki í þröngum buxum þegar við erum á túr
Humm... hvernig tekst mér svo upp þegar ég þykist vera fræðileg ???
Held að bloggið mitt sé ágætis staður til þess að æfa mig í að koma svona fræðslutextum frá mér, skrifa heldur ekki mikið svona á ástkæra ylhýra... gott að reyna að æfa sig svolítið..
Hilsen fra Aalb
föstudagur, mars 4
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli