Jæja mín bara ekki búin að blogga í viku, ekki út af því að það sé ekki frá neinu að segja, heldur það að það sé of mikið að gera. Kallarnir mínir báðir lasnir, Oddurinn lagðist á föstudagskvöld, týpískt að hann leggist þegar ég er ekki heima, fór á fest í skólanum. Bjarni lagðist svo á sunnudagskvöld og er hálf slappur enn, Oddur Ingi var orðinn hitalaus á mánudag og var hitalaus heima á þriðjudag, en aðfaranótt miðvikudags rýkur hitinn upp aftur. Við fórum þvi með hann til læknis á miðvikudag, þar sem doksi komst að því að prinsinn væri komin með ofan í sig.. berkjubólgu, þannig að það kostaði tvennskonar meðul, þetta var reyndar ekki orðið fast í Bjarna þannig að hann fékk annars konar meðal... sem sagt dýr apóteksferð!!
Já festin á föstudaginn var annars góð. Hittumst bekkurinn í skólanum áður en festin byrjaði, vorum bara í stofunni okkar, og höfðum fengið kokkinn í skólanum til þess að elda fyrir okkur, fengum þetta dýrindis hlaðborð keyrt upp í stofu til okkar... rosa gott. Nú svo var bara slátrað slatta af léttvínsflöskum, þó svolitlu af öli og Jane mín kom með það sem hún kallar svört svín, en ég kalla piparbrjóstsykur uppleystann í vodka, ásamt því var hún svo með jarðaberjavodka í sprite og bacardi i Faxi kondi... jebb kellan drekkur ekkert sull segir hún, bara alvöru sterkt!!! Grænlenska svísan í bekknum hún Ceci stóð reyndar líka fyrir sínu, enda grænlensk... og mætti líka með eitthvað sterkt guttl.... Nú eftir ótæpilega drykku, alla vegna sumra.. ásamt reykingum í skólastofunni (sæi þetta í anda heima!!!) skelltum við okkur niður í veisluna þar, einhver hljómsveit mætt á staðinn og rosa fjör. Fínt band, U2 eftirhermarar hálfgerðir, alla vegna hef ég ekki heyrt neinn ná Bono eins vel og þessi gutti!!!
Helgin var svo nýtt í dund hér heima, taka til í skápum og svona eftir Ikea túrinn - nóg að breyta og bæta eftir svoleiðis innkaup :)
Á mánudaginn skrópaði ég svo í skólanum eftir hádegi til þess að dekstra við kallana mína, enda sá eldri með háan hita og drulluslappur, en sá yngri hitalaus og eldhress... ekki alveg að fara saman.
Á þriðjudaginn eftir skóla voru svo fyrirlestrar frá 7.sem um val-hluta námsins. Maður þarf víst fljótlega að fara að huga að því hvað maður hefur hugsað sér að gera þá. Þetta eru 4 vikur þar sem við eigum að fara út og kynnast einhverju nýju en því sem við venjulega erum að gera, rannsaka eitthvað eða kynna okkur eitthvað öðruvísi, spennandi, nánar. Ég hef að sjálfsögðu hugsað mér að skoða eitthvað á Íslandi, og reikna með að það verði heimaþjónustan... s.s. sú þjónusta sem ljósurnar heima veita eftir fæðingu, koma heim og hjálpa til með brjóstagjöfina og umönnun barnsins heima. Er að spá í að hafa samband við Önnu Eðvalds.... og ætla að reyna að fá leyfi til þess að taka þetta í sumarfríinu mínu 2006 í staðin fyrir í feb 2007. Þá get ég alla vegna haft prinsinn minn með mér á íslandi, en get það nú ekki í feb 2007 því þá verður prinsinn orðinn svo stór að hann verður kominn í skóla - ó mæ god....
Í gær eftir skóla var svo Annegrethe einn af kennurunum okkar að kynna okkur phd verkefnið sitt (mastersverkefnið) sem hún skrifaði um ljósmæðranámið í Dk... rosa fróðlegt... enda skrifað um okkur og var stór aha.. upplifum fyrir okkur því núna föttuðum við hvaða þýðingu sum af okkar fáránlegri verkefnum hafði. Hún var sem sagt að nota okkur sem tilrauna dýr......
Í dag komu instruksurnar... uuuuuu... kölum þær bara yfirkennarana í verknáminu.... s.s. ljósmæðurnar sem eru yfir verknámshlutanum á sjúkrahúsunum, þær sem skipuleggja námið þar og sjá algjörlega um að við séum að læra það sem við eigum að læra... þær koma alltaf tvo daga á önn í heimsókn í skólan (eru eitthvað að læra eða eitthvað að plana allavegna) og þá borðum við hádegismat með þeim. Reyndar komst bara önnur instruksan okkar hér í Áló en í staðin var yfirljósan með, Conni Hermannsson... hef oft spáð í hvort hún eigi íslenska forfeður!!!
Við Oddur Ingi kíktum svo á Olgu, Nessa og Christó seinni partinn. Olga og Christó að fara til íslands á morgunn og hann á afmæli á laugardaginn, þannig að Oddur Ingi fór með pakka - fannst það auðvitað rosa flott.. ég veit hvað er í pakkanum en ekki Christó!!! Vorum svona rosalega heppin að Olgu var gefið fullt af kökum og brauði þegar við vorum þar þannig að við græddum "íslenskt rúgbrauð" með okkur heim.
Jæja þá er þessi skýrsla nú orðin frekar löng..... og best að fara að snúa sér að lestrinum... IUGR og grav prolong á morgun (börn sem hafa orðið fyrir vakstarskerðingu i legi/vá skildi maður eiga að segja þetta svona á ísl.. og komin fram yfir)
hilsen frá ljósunni
fimmtudagur, mars 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli