þriðjudagur, júlí 24

Ljósukaffi

Ljósukaffi

Á síðustu öld (alla vegna á fyrri hlutanum og fram undir 1970/1980) áttu flestar konur börnin sín heima bæði á Íslandi og í Danmörku. Í Danmörkinni (veit ekki alveg með Ísland) var hápunktur fæðingarinnar Ljósmæðrakaffið (jordemoderkaffet), það er að segja kaffið sem boðið var upp á að lokinni fæðingu, ljósmóðurinni til heiðurs. Þetta voru ein helstu hlunnindi starfsins á þessum tíma, sem þá fól í sér oft margra tíma yfirsetu og miklar vökur.

Núna er minni fæðingu lokið – fæðingu minni sem ljósmóður. Þess vegna langar mig til að bjóða þér/ykkur fjölskyldunni í kaffi til mín. Þar sem vegalengdirnar eru langar og ekki margir sem geta skroppið til mín hingað til Álaborgar, ætla ég að skella mér til ykkar á Klakann í smá skrepputúr á milli vakta.



Kaffið verður haldið í safnaðarheimilinnu á Hellu föstudaginn 27.júlí milli klukkan 15 og 18.

Vonast ég til þess að sjá sem flesta í kaffiboðinu mínu, bæði til að fagna áfanganum með mér, til þess að minnast 30 afmælisins míns sem var á dögunum og líka bara svo ég fái að sjá ykkur og gleymi ekki hvernig vinir og ættingjar nú líta út!!!!

Þið megið gjarnan láta mig vita hvort þið komist – ég verð á íslandi 23. – 30. júlí og verð með símanúmerið 896 5504. Ef ekki næst í mig megið þið endilega reyna að hringja í hann Bjarna minn í síma 844 0119.

Kveðja Gréta Rún Árnadóttir Jordemoder (eða ljósmóðir)

miðvikudagur, júlí 4

Vinnandi kona


Helgin var eins og planað var tekin rólega, á laugardeginum var prinsinn okkar að keppa í fótbolta og foreldrarnir sátu á hliðarlínunni og klöppuðu fyrir kappanum sem auðvitað stóð sig eins og hetja, skoraði 2 mörk í úrslitaleiknum, sem þeir unnu 3-2. Voru svo dæmdir í annað sætið því þeir höfðu fengið fleiri mörk á sig....


Við mæðginin sæt á hliðarlínunni ;)






Á sunnudaginn var tjaldið okkar viðrað - enda ekki verið notað síðan síðasta sumar.

Vorum svo með heimalingana okkar, David og Sarah, ja eða vorum með - þau voru hér að leika með Oddinum, alltaf svo góðir vinir þessar elskur.










Svo er ég byrjuð að vinna... aaahhhhaaa, rosa gott að geta núna SJÁLF skrifað undir færslurnar sínar /jdm GRA...Flott ;)


En sjáið þið hvað ég á flott tré - tréið sem var bara afskorinn stofn þegar við fluttum hingað fyrir 4 árum, hefur heldur betur vaxið síðan, komnar rosa greinar og orðnar amk 2 metra háar og ÞESSI flotta sjón blasti við mér í vikunni þegar ég kíkti "undir" tréð - tréið er KIRSUBERJATRÉ!!!!!

Hvað gerir maður úr kirsuberjum???