laugardagur, apríl 30

blogga já blogga.....

Nei annars hef eitthvað lítið að segja.....

Jú núna er stressið að byrja... próf eftir 1 og hálfan mánuð, svo það er um að gera að spítta í lófana og koma sér að stað. Var bara hálf slöpp í dag og gerði ekki neitt, en var með þessi líka fínu plön um að reyna að lesa embryologi (fósturfræði) upp í dag - humm það verður gert einhvern annan dag!!!

Mamma og pabbi að koma á miðvikudaginn, planið að kíkja í Faarup sommerland með þeim, sumir guttar orðnir svakalega spenntir að komast þangað aftur, búið að vera lokað í allan vetur..

Ef þið kunnið góð ráð við að losna við maura þá megið þið endilega senda mér. Erum með svona "gildrur" sem maurarnir eiga að laðast að vegna lyktar svo koma þeir þar inn og taka eitthvað eitur með sér út sem þeir svo fara með í búið og þar eiga allir að drepast... voða vísindi... finnst þetta bara ekki virka nógu vel.
Hef heyrt allskonar hryllingssögur af því að eitra.... er virkilega ekkert annað hægt???
Sem betur fer eru þessar skeppnur ekki í öllu húsinu og ekki margar, en alltaf einn og einn á stangli, en þar sem sú regla er sögð gilda í þessu að ef þú sérð einn - þá leynast þar þúsund - þá finnst mér það frekar óspennandi að vita af þeim hérna...

sunnudagur, apríl 10

Alanis Morissette

Ohhh... mikið var skvísan góð!!!

Við hjónakornin skelltum okkur í gærkvöldi á tónleika með Alanis Morissetta í Horsens, brunuðum bara á rauðu þrumunni þangað. Og váaa ferlega er hún góð, og sem betur fer fyrir mig, þá hefur hún ekkert þróast síðan 95 þegar hún gaf út diskinn góða - æji þennan sem allir eiga og kunna. Lögin af þeim diski voru svona grunnurinn að tónleikunum ásamt svo nokkrum yngri lögum, en öll í alveg sama stílnum.. þannig að maður gat alveg gargað úr sér lungun - I want you to know.. og svo framvegis. Kvöldið sko innilega aksturisins viðri, maður er svo sem ekki nema 1 og hálfan tíma að bruna til Horsens og svipaðan tíma til baka... ha ha hahah.... svo fyndin ;)

Annars er bara endalaust útstáelsi á manni... um síðustu helgi tók maður þátt í því að reyna að hræða líftóruna úr litla brósa... hann varð sem sagt 25 ára og Olga planaði surprise partý.. tókst svona líka vel, kall greyjið hélt að það væri verið að ráðast á sig.. en svo var bara stanslaust fjör fram á morgunn.

Á fimmtudagskvöld var svo stofnun kvennfélagsins hjá okkur ísl kellingunum... ákváðum að heita Áladívurnar - frekar væmið ég veit!!! En markmið félagsins er að hittast og gera eitthvað annað en að læra og hugsa um heimilisstörf!!!

Guttinn minn er annars búinn að uppgötva það hvað við foreldrar hans erum leiðinleg... eða eitthvað í þá áttina, er úti með David öllum stundum og svo í nótt fékk hann að gista hjá Olgu og Nessa - og þegar hann vaknaði í morgunn þar þá pantaði hann að fara að leika við Brynjar Freyr, sko nóg að gera hjá mínum.

Jæja þrif á húsinu næst á dagskrá... það er þá sem ég skil ekki af hverju við búum í 130 fm húsi!!!

föstudagur, apríl 1

1.apríl.....ha ha ha

Jæja hljópuð þið fyrsta apríl???

Við hjónin í prakkaraskap okkar sendum póst á hinn svokallaða DIFN lista... s.s. póstlista íslendinga í Álaborg - þessa efnis : Sprúttsala!!!

*ATH-ATH-ATH-ATH**Vegna slæmrar fjárhagsstöðu DIFN og mikils taps af þorrablóti verður stjórnin með áfengisútsölu (afgangur af þorrablóti) við Kanalhúsið milli 18 og 19 í dag. Fyrstir koma, fyrstir fá. Til sölu verður bjór, léttvín og sterkt áfengi. Þýskalandsprís - Stjórnin*

Lítur auðvitað sennilega út þar sem Bjarninn minn er gjaldkerifélagsins... ha ha ha - vona að einhver hafi skellt sér að versla ódýran öl :)


Reyndar var ekki eins skemmtilegt að það náðist að plata mig... hljóp samt ekki!!

Á leikskólanum er svona dagbók, sem þær skrifa í hvað þau hafa verið að gera yfir daginn og svona og auk þess skilaboð til okkar foreldrana. Undan farið hafa verið margar tilkynningar um veikindi og fleira...

Í dag voru skilaboðin þessi... við höfum orðið varar við lús, njálg, gin og klaufaveiki, hringorm og Roskildesyge hjá börnunum... endilega fylgist með börnunum ykkar og tékkið þau.

Sjittt... krakka greyjin farin að fá Roskildesyge... hugsaði ég sá að ég yrði að grandskoða prinsinn minn þegar við kæmum heim... Kom þá ekki Charlotte alveg í hláturs krampa... ha ha ha þetta er 1. aprílgabbið mitt i ár.... ha ha sumir bara fyndnir!!!!

Varst þú fyndin/nn??