Ohhh... mikið var skvísan góð!!!
Við hjónakornin skelltum okkur í gærkvöldi á tónleika með Alanis Morissetta í Horsens, brunuðum bara á rauðu þrumunni þangað. Og váaa ferlega er hún góð, og sem betur fer fyrir mig, þá hefur hún ekkert þróast síðan 95 þegar hún gaf út diskinn góða - æji þennan sem allir eiga og kunna. Lögin af þeim diski voru svona grunnurinn að tónleikunum ásamt svo nokkrum yngri lögum, en öll í alveg sama stílnum.. þannig að maður gat alveg gargað úr sér lungun - I want you to know.. og svo framvegis. Kvöldið sko innilega aksturisins viðri, maður er svo sem ekki nema 1 og hálfan tíma að bruna til Horsens og svipaðan tíma til baka... ha ha hahah.... svo fyndin ;)
Annars er bara endalaust útstáelsi á manni... um síðustu helgi tók maður þátt í því að reyna að hræða líftóruna úr litla brósa... hann varð sem sagt 25 ára og Olga planaði surprise partý.. tókst svona líka vel, kall greyjið hélt að það væri verið að ráðast á sig.. en svo var bara stanslaust fjör fram á morgunn.
Á fimmtudagskvöld var svo stofnun kvennfélagsins hjá okkur ísl kellingunum... ákváðum að heita Áladívurnar - frekar væmið ég veit!!! En markmið félagsins er að hittast og gera eitthvað annað en að læra og hugsa um heimilisstörf!!!
Guttinn minn er annars búinn að uppgötva það hvað við foreldrar hans erum leiðinleg... eða eitthvað í þá áttina, er úti með David öllum stundum og svo í nótt fékk hann að gista hjá Olgu og Nessa - og þegar hann vaknaði í morgunn þar þá pantaði hann að fara að leika við Brynjar Freyr, sko nóg að gera hjá mínum.
Jæja þrif á húsinu næst á dagskrá... það er þá sem ég skil ekki af hverju við búum í 130 fm húsi!!!
sunnudagur, apríl 10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli