laugardagur, apríl 30

blogga já blogga.....

Nei annars hef eitthvað lítið að segja.....

Jú núna er stressið að byrja... próf eftir 1 og hálfan mánuð, svo það er um að gera að spítta í lófana og koma sér að stað. Var bara hálf slöpp í dag og gerði ekki neitt, en var með þessi líka fínu plön um að reyna að lesa embryologi (fósturfræði) upp í dag - humm það verður gert einhvern annan dag!!!

Mamma og pabbi að koma á miðvikudaginn, planið að kíkja í Faarup sommerland með þeim, sumir guttar orðnir svakalega spenntir að komast þangað aftur, búið að vera lokað í allan vetur..

Ef þið kunnið góð ráð við að losna við maura þá megið þið endilega senda mér. Erum með svona "gildrur" sem maurarnir eiga að laðast að vegna lyktar svo koma þeir þar inn og taka eitthvað eitur með sér út sem þeir svo fara með í búið og þar eiga allir að drepast... voða vísindi... finnst þetta bara ekki virka nógu vel.
Hef heyrt allskonar hryllingssögur af því að eitra.... er virkilega ekkert annað hægt???
Sem betur fer eru þessar skeppnur ekki í öllu húsinu og ekki margar, en alltaf einn og einn á stangli, en þar sem sú regla er sögð gilda í þessu að ef þú sérð einn - þá leynast þar þúsund - þá finnst mér það frekar óspennandi að vita af þeim hérna...

Engin ummæli: