sunnudagur, desember 28

Góðan daginn :)

Góðir hálsar!!!! Jæja þá eru jólin búin og ég búin að fá gubbuna - það er merkilegt ég má ekki frétta af gubbu neinstaðar án þess að næla mér í hana - næstum því nóg að einhver segji mér frá því að hann hafi einu sinni fengið gubbu og ég smitast :( Já ég fékk sem sagt gubbuna, en reyndar ekki fyrr en á jóladagskvöld eða aðfaranótt 2. Horror nótt !!!!! svaf svo allan annan, en hresstist svo um kvöldið - sem betur fer. Lystin er svo svona að komast í lag - fór út að borða í gær með Heiðu, Elsu og þeirra körlum ásamt mínum 2 körlum. Þannig að ég á enn þá eftir að smakka á hangikjötinu, en stefnan er nú að bragða á því á eftir - eða þá á morgunn :) Svona frekar þungt í magann!!!!!!

Við systkinin og Oddurinn minn fylgdum svo mömmu og pabba út á flugvöll áðan, þannig að á þessarri stundu eru þau gömlu svífandi yfir atlantshafinu.

Svo eru bara útsölurnar að byrja hí hí hí ég hafði vit á því (við reyndar öll á heimilinu) að kaupa okkur ekki jólagjafir fyrir jólin - sem sagt fyrir peninga sem okkur voru sendir til slíkra kaupa, heldur ákváðum að versla okkur á útsölunum, sem okkur skilst að séu bara þrælfínar hér í borg :) Þannig að gaman gaman..... fara að versla...... nema að maður hrökklist út vegna mannmergðar?????

Jú eitt enn, karlinn minn ákvað að fara að herma eftir mér og fara að blogga líka, kíkið á hann hér. Vonandi kemur hann til að hafa eitthvað merkilegra að segja en ég!!!

hilsen - gubba!!

miðvikudagur, desember 24

Hó hó hó og gleðileg jól :)

Jæja þá eru bara blessuð jólin að koma. Hafa held ég aldrei verið jafn rógleg og þægileg, enginn hendingur og stress. Var að koma inn úr góðum göngutúr með mömmu og pabba, mamma er svo að skella hamborgarahryggnum í pottinn - svo er bara jólabaðið eftir :) Ísinn, fromage-inn, daimtertur, kornflekskökur, smáköur, waldorfsalat, rauðbeðusalat og allt þetta sem þarf fyrir kvöldið er klárt :)

Annars er ég búin að komast að stærsta muninum á dönum og íslendingum - ÞORLÁKSMESSUSTRESSS!!!!!!!! Já það er greinilega ekki til hér í Baunalandinu :) Við Bjarni fórum seinni partinn í gær út í Storcenter ( Kringluna hér í Áló) og það var bara ekkert af fólki þar - bara svona eins og á venjulegum þriðjudegi, allt í rógleg heitum - ekki einu sinni röð á kössunum - hef ekki lent í því áður þarna!!!!!!!!

Maður finnur samt vel hvað maður er mikill Íslendingur í sér - sátum sko spennt að hlusta á jólakveðjurnar á Rúv í gær í gegnum netið - það er eitthvað svo ómissandi fyrir jólastemminguna. Vorum meira að segja svo heppin að fá kveðju:) Heyrðum kveðjuna frá henni Guðrúnu Valmundar á Hellu - sem hlýtur að vera hún amma - Guðrún Valmunds - ótrúlegt að kveðjan hennar hefur aldrei komið rétt (alla vegna man ég ekki eftir því - en minni mitt er nú frekar götótt)

Jæja ætla að fara að skella mér í jólabaðið - svo ég vil bara segja við "alla" ( hversu margir sem þeir eru) lesendur mína Gleðileg jól og farsælt komandi ár, hafið það sem allra best um hátíðarnar koss og knús til ykkar allra :)

þriðjudagur, desember 23

Gubbi gubbb :þ

Jakkk hér er flutt inn einhver viðbjóðsleg gubbupest. Oddur Ingi tók svo vel á móti henni ömmu sinni með því að æla framan í hana, já framan í hana ég er ekki að ýkja - eins gott að hún notar gleraugu!!!!!!!!!! Bjarni og Hannes voru svo að leggjast í kvöld og miðað við mína heppni þá leggst ég örugglega í hádeginu á aðfangadag - svona sendi eina spýju ofan í möndlugrautinn =o$ Þannig að það er sko komin "jólaylmur" í húsið - EÐA ÞANNIG!!!!!!!!!!!!

EN alla vegna þá er jólasnjórinn kominn hérna hjá okkur - ferlega fínn - svona passlega mikill :) Á reyndar að vera svo farinn á aðfangadag - en það er alveg sama - hann er þá alla vegna búinn að koma :)

Já svo er maður bara búinn að versla allar jólagjafirnar - reyndar eftir að kaupa eina fyrir Odd Inga frá löngunni á Horninu - hún sendi pening með m+p - getur vel verið að ég bíði eftir útsölum með að versla eitthvað fyrir hann............. aldrei að vita :)

föstudagur, desember 19

Bara smá póstur frá mér núna - nóg að gera í jólaundirbúningi. Erum á leið á jólaball í leikskólanum hjá Oddi Inga svo á eftir að kaupa smá jólagjafir og svona. Þau gömlu eru svo að koma á morgunn - það verður æði að fá þau - lenda reyndar ekki fyrr en rúmlega 10 annað kvöld.

Læt vita betur af mér síðar =o)

þriðjudagur, desember 16

Ekki fara fram úr rúminu!!!!!!!!!!

URRRRR.... sumir dagar eru bara svona og dagurinn í gær var svona hjá mér.

Byrjaði þegar ég var að fara af stað með Oddinn minn á leikskólann. Við fórum niður í hjólageymslu og ég skelli honum í hjólakerruna og bind hann í hana. Tek svo eftir því að kerran er stillt eins og þegar maður ætlar að labba með hana - beislinu smellt undir hana. Jæja taka strákinn úr henni og skella upp á rönd og færa beislið, en nei nei ætlaði aldrei að ná þvi því klemman var svo ferlega föst uppi í kerrunni... Hafðist þó allt að lokum og ég kom drengunum aftur fyrir í kerrunni, keyrði hann út, sótti hjólið mitt og ætlaði að skella kerrunni aftan í hjólið mitt. VANTAÐI þá ekki splittið sem festir kerruna við tengið á hjólinu aarrrrgggg...... Það var bara gjörsamlega horfið - týnt!!! Mín dó nú samt ekki ráðalaust heldur fann annað splitti á kerrunni sem er notað til þess að festa handfangið niður, jú jú það gekk og ég kom drengnum áfallalaust á leikskólann.

Kem heim og er búin að ákveða að gera ýmislegt. Byrja á að hringja í LÍN - lendi á einhverri morgunfúlli kerlingu sem örugglega var búinn að eiga verri morgunn en ég. Svaraði svo til ekki neinu af því sem ég spurði hana, benti bara á netið og form.is þar væru allar upplýsingar, svo á maður bara að vita hvernig kerfið virkar, er það ekki???? Fæðumst við ekki með vitneskju um það hvernig þetta blessaða lín sýstem virkar?????
ÚFFFF var frekar pirruð þegar samtalinu líkur urrrrrrrrr........... Skelli mér á form.is til þess að tékka á þessu, en nei nei síðan liggur niðri - er biluð, uurrrrr... vonum að hún komist í lag bráðum, svo ég fái eitthvað að vita um lánin mín.

Ákveð að byrja að baka svona til þess að létta lundina aðeins. Var búin að baka þessa fínu toppa fyrir sörurnar mínar og byrja því á því að gera krem. "Sjóðið vatn 2 1/4 dl og sykur 2 1/4 dl saman í potti, látið sjóða í 8-10 mín þannig að þetta verði alveg að sírópi. Þeytið eggjarauður, kælið sírópið og hellið varlega ofan í rauðuþeytinginn og hrærið í á meðan" svona hljóðaði uppskriftin og eftir henni fór ég nákvæmlega. EITTHVAÐ klikkaði þetta síróps system samt, þegar ég byrjaði að hella því þá minnti það mig meira á vitavrap filmu heldur enn síróp, enda rúllaðist þetta bara utan um festinguna á þeytaranum til að byrja með og fór ekkert ofna í skálina. Stoppa hrærivélina og kippi þessu í liðinn. Held svo áfram að hella þessu saman...... eitthvað er þetta samt ekki að virka því sírópið verður hreinlega að brjóstsykri þarna ofna í eggjarauðunum !!!!!!!!!!! Sé því að eini sénsinn til þess að bjarga þessu er að veiða brjóstsykursmolana upp úr eggjarauðunum og gera nýtt síróp, sem betur fer tókst það svona príðis vel og þetta dásamlega krem verður til á endanaum :) og kemst á toppana áfallalaust.

Þá er bara eftir að bræða súkkulaði og dýfa kökunum í svo eru þær klárar. ENNN NEI eitthvað er þetta ekki að virka, súkkulaðið hreinlega bráðnar ekki, urrrr ekki rétta súkkulaðið. Hringi í Guggu, nei nei þú þarft sérstakt súkkulaði sem bráðnar - það er bara til ein tegund - minnir á suðusúkkulaðið heima - er samt ekki geymt í bökunarhillunum í búðunum - heldur hjá namminu - fæ upp nákvæma lýsingu hjá henni á staðsetningu á þessu súkkulaði í hillum Dreisler.. var svo reyndar búin að fá alveg nóg á bökunnartilburðum eftir þessi ævintýri að ég geymi það bara að klára þetta þangað til á morgunn ( í dag).


Já ég vona að ég verði aðeins heppnari í dag.


Annars var ég svakalega ánægð með fljótvirka þjónustu hjá læknariturunum í gær, er nefnilega komin með blærebetændelse. Hljóp því yfir til þeirra með urintest og ritarinn ( konan í afgreiðslunni) bara tékkaði sýnið þarna frammi í afgreiðslunni og lét mig svo fá lyfseðil og allt klárt - og frítt auðvitað eins og öll dönsklæknisþjónusta. Er þetta svona algengt hér eða hvað - þarf ekkert að hitta lækni eða neitt - bara kellan á símanum orðin vön í þessu!!

Svo var ég voðalega góð við son minn í gær, tók upp úr síðasta kassanum - geisladiskana - og fann jóladiskana. Hann er búinn að vera með á repeat síðan - í Betlehem er barn oss fætt, og Göngum við í kringum Einiberjarunn, sko bara mest þreytandi jólalögin ----- halleljúja, halleljúja!!!!!!!

Er skrítið að maður hafi verið búinn á því eftir að allur dagurinn einkenndist af seinheppni og því hafi maður sofnað klukkan hálf tíu!!!!!!!!!


Jamm svona er nú það - held ég sé bara búin með tölvukvótann í bili - enda orðinn ágætisskammtur hjá mér :)

sunnudagur, desember 14

út úr húsi :)

Jæja þá komumst við hjónin út úr húsi i gærkvöldi.

Við vorum búin að sjá að þetta yrði svo henntugt að vera með barnapíu alltaf til staðar, ekkert mál að skreppa út ef Nessi væri heima, við gætum komið drengnum niður áður en við færum og svona. En þetta voru svona draumórar áður en við fluttum hingað út. Í gær var sem sagt í 3 skiptið sem við förum eitthvað út úr húsi saman, svona að kvöldi til, svona til þess að lyfta okkur upp :) Höfum bara verið svo rógleg síðan við fluttum, hefur bara ekkert langað.

Fyrsta skiptið sem við fórum út, fórum við í Gaden og fengum okkur að borða á fínum og flottum veitingastað, það var auðvitað æði, vorum svo að spá í að skella okkur á eitthvað djamm, en þar sem við þekktum engan og ekki neina staði, þá vorum við komin heim um tólf, samt voðalega notalegt kvöld.

Skipti númer tvö var svo þetta marg fræga 1. des djamm sem ég hef skrifað um hér áður - Bjórbandsballið - sem enginn mætti á!!!!

Í gær sannaðist svo að allt er þegar þrennt er, kíktum á Guggu og Þorra, spiluðum Hættuspilið, og skemmtum okkur alveg svakalega vel :):) Ferlega fyndið spil, sem sníst um að safna heilasellum, stigum, peningum og hlutabréfum í fyrirtækjum. Við Gugga kláruðum úr einni rauðvín og strákarnir tæmdu nokkra bjóra. Sem sagt svona ekta hyggekvöld og MJÖG góð skemmtun :)

föstudagur, desember 12

hæ hæ

Er búin að skrifa frá mér allt vit við að "blogga" fyrir soninn, endilega kíkið á það - hann var frekar fyndinn í dag.

En verð svo að benda ykkur á að lesa þetta þessa sönnu sögu Alveg ferlega sorgleg saga úr íslenskum raunveruleika :(

EN annars bara eigið góða helgi :)

fimmtudagur, desember 11

Hæ hæ ég er á lífi :)

Jæja þá er komin tími á frú hornös að skrifa eitthvað smá. Já ég er að kafna úr kvefi - ekki gaman - reyndar gerði drengurinn minn næstum út af við mig í morgunn. Hann getur verið svo fyndinn þessi elska. Ég var enn þá uppi í rúmi og hann sat hjá mér, ég var að sníta mér og hann lítur á mig:

OI: Mamma hvað ertu að gera?

GR: Ég er að sníta mér.

OI: Var pabbi að kenna þér það?

GR (alveg að springa úr hlátri): Nei ætli amma Gugga hafi ekki kennt mér það.

OI: Okeyyyyyy :)

Hann er stundum svo mikil dúlla - stundum - hérum bil alltaf :)



Annars er það svona helst að frétta af mér að ég fór í klippingu til hennar Aldísar í gær - úfff það er sko allt annað að sjá mig - enda ekki farið í klippingu síðan í ágúst - aðeins svona snyrt toppinn sjálf. Þegar ég var búin í klippingunni (og bara "aðeins" að kjafta við Aldísi og Ísabellu) þá fór ég í Dreisler - sem er nú svo sem ekki í frá sögufærandi, nema það að þegar ég kem á kassann þá er afgreiðslustelpan að spjalla við konuna sem var á undan mér Á ÍSLENSKU!!!!!!!! Já sem sagt stelpa sem hefur örugglega afgreitt mig hundrað sinnum (kannski smá ýkjur) er íslensk - maður ekkert verið að spá í það - ég ekki vitað að hún er íslensk og hún ekki vitað að ég er íslensk. En það var nú samt frekar fyndið að heyra hana segja "tuttugu og níu og hálf!!!!" og segja svo "takk fyrir" í restina :)


Ég fór líka í aleiníbúð-túr í Bilka og Storcenter á þriðjudaginn - var búin að vera svo dugleg að baka að mig vantaði eitthvað til þess að setja kökurnar í. Var búin að tékka á öllum búðum hérna í nágrenninu en engir stampar til. Ég fór því ein í strætó út í Bilka og verslaði og verslaði og skoðaði og skoðaði - ahhh það er svo gott stundum að fara ein í búðir:) Fékk þessa líka fínu jólastampa í JYSK SENGETOJSLAGEREN (Rúmfó) og svo grandskoðaði ég snyrtivörudeildina í Bilka og verslaði HELLING :)


Svo fékk ég eitt en menningarsjokkið á mánudaginn þegar ég fór í bæinn. Það er byrjað að flytja bókarsafið í skólanum (ljósuskólanum) svo þær bentu mér bara á að fara upp og tala við studievejler - er svona þessi sem sér um að skipuleggja námið. Hún var að leggja lokahönd á bókalistann fyrir minn hóp, þannig að hún gat látið mig fá hann svona nokkuð öruggann og sagði mér að byrja á að kaupa 3 ákveðnar bækur - sem verða svona aðal bækurnar á fyrstu önninni - þessar þyrfti ég að kunna utan að - aftur á bak og áfram. Jú jú ég í bókabúð að versla - ein bókin ekki til en tvær eru það, kem á kassan að borga, 145dkr!!!!!!!!!!! Úff hvað það er mikil álagning á bækur á Ísalandi!!!!

Jæja komin snítu tími - hlakka til að heyra frá ykkur :)


mánudagur, desember 8

Mánudagur c",)

Jæja þá er bara kominn mánudagur. Helgin var æðisleg, fórum og skoðuðum allt jóla jóla í miðbænum á laugardaginn - skemmtum okkur ferlega vel - fullt af flottum myndum af því hjá prinsinum mínum.

Í gær lét ég svo verða af því að skreyta - æji bara langaði svo að skella þessu upp - þó það sé í raun alltof snemmt *roðn* Þannig að núna er íbúðin orðin ferlega jólaleg og fín. Eina sem ég er ekki byrjuð að gera af þessu jólastússi er að BAKA og karlarnir mínir alveg að fara á límingunum yfir þessu (sjáið kommentin hér neðar). Held þeir ættu bara að taka þetta að sér - enda búnir að sleppa vel í þessum jólaundirbúningi.

En þetta stendur svo sem allt til bóta. Er á leiðinni í bæinn, þarf að fara á bókasafnið og ná mér í nýjan skammt af bókum, apótekið, matas, kaupa mér nýtt veski (jibbý karlinn minn skipaði mér að kaupa) - og enda svo á Fötex og ætla þá að kaupa það sem mig vantar í smákökubaksturinn (skulum sjá til hvort ég fái eitthvað hrós þegar ég er búin að baka)

Annars þá er bara lítið að frétta - jú fékk sent ferlega flott lag (jóla eða ekki - er ekki viss) sem Margrét Eir syngur, það heitir Heiðin há á íslensku en er upprunalega sungið af Kate Bosh (að sögn Guggu). En alla vegna alveg ferlega flott hjá henni.

Jamm segi þetta gott í bili - endilega látið frá ykkur heira - sakna ykkar :)

föstudagur, desember 5

hæ hæ

Ótrúlegt hvað maður er stundum bara ekki í skrif -stuði, eins og ég get verið í miklu stuði stundum.

ÉG er annars bara aðallega búin að eyða morgninum í símanum og svo að læra líka. Þurfti að hringja í skólann til þess að biðja þær að búa til nýtt staðfestingarbréf á því að ég hefði komist inn. Lín gat nefnilega ekki notað hitt því það er danska kennitalan mín á því en ekki sú íslenska - ótrúlegt hvað allt þarf að vera mál í kringum þá. Svo var það að bíða eftir símatímanum hjá lækninum - ekki skemmtilegt að hlusta á þessa símakerfistónlist í næstum hálf tíma - en náði þó inn að lokum. Svo spjallaði ég heillengi við Guggu - fyrst í símann og svo færðum við okkur yfir á skype - he he - ódýrara:)

Annars þá er ég MJÖG stolt af mér, ég er búin með fyrstu bókina mína frá skólanum - þannig að ég þarf að fara á mánudaginn og ná mér í nýja bók. Ekki er það nú leiðinlegt að ÞURFA að fara aðeins niður í bæ - kannski hægt að kíkja í einhverjar búðir í leiðinni :)

Núna seinni partinn er stefnan sett á að fara í bæinn með Elsu og Áka og Co. Ætlum að fara í svona jólaferð með börnin. Skoða jólaljósin og fara í parísarhjólið og nissalandið - reyndar fer það eftir því hvort það styttir upp. Það er nefnilega hellirigning úti - en bara nýbyrjuð - sjáum til hvað við gerum.

Ótrúlegt hvað það er orðið stutt til jóla. Samt veit ég eiginlega ekki hvað mér finnst um þetta - ferlega skrítið að vera búin að skrifa öll jólakortin og senda þau - kaupa jólagjafirnar, pakka þeim inn og senda þær til viðtakanda og desember er varla byrjaður!!!!!!!!!!! EN svona er það þegar maður býr svona langt frá sínu fólki - ákvað líka að koma öllu klabbinu á tengdó svo ég þyrfti ekki að borga sendingarkostnað fyrir það allt.

Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti - kannski bara aðeins að baka smá jólakökur - það er víst svona það eina sem maður á eftir í þessum jólaundirbúningi - jú og svo að skreyta aðeins meira - allar seríurnar samt komnar upp og þetta helsta svona :)

miðvikudagur, desember 3

Alltaf "missir" maður af öllu!!!!!!!!!

Jæja best að nota Idol - pásuna til þess að skrifa!

Bara verð að segja ykkur frá helstu fréttunum hérna í Aalborg Öst - jú takk fyrir þeir héldu að þeir hefðu fundið sprengju!!!!!!

Í gærmorgunn voru 3 krakkar hérna á Ravnkildevej (næstu götu við okkur) á leiðinni í skólan og sögðust hafa séð mann - eða menn - koma á sendibíl, taka stáltösku út úr honum og aka í burtu. Löggan var kölluð til, svo eittthvað sprengjugengi frá Randers, slökkvuliðið, tæknimenn frá glæpalöggunni og sjúkrabílar - rosa hasar. Nú taskan var röntgenmynduð frá öllum mögulegum sjónarhornum til þess að athuga innihaldið. Allt nánasta umhverfi var rýmt og enginn mátti koma út á bílastæðið þar sem taskan stóð. Eftir tæpa 3 tíma var niðurstaðan komin - þetta var verkfærakassi!!!!!!!
Flestir voru víst skíthræddir - héldu að rokkararnir væru eitthvað tengdir þessu - pabbi eins rokkara jafnvel!!!!(vó vó - passið ykkur bara - ég kalla bara á pabba - he he sé rokkarana alveg fyrir mér) Kona nokkur hló víst af þessu allan tíman, þekkti nefnilega verkfæratösku nágranna síns. Hún gaf löggunni upp nafnið á honum - og fyrst eftir að allt var afstaðið þá var haft samband við karlgreyjið. Jú jú hann hafði gleymt töskunni sinni, hafði tekið hana út til þess að koma hjólinu sínu inn.

Já passaðu þig bara pabbi - það getur allt farið í háaloft ef þú gleymir töskunni einhvernstaðar úti!!!!!

Svo er það bara spurning - bý ég í öruggu hverfi?????

En alla vegna þá missir maður alltaf af öllu - varð ekki vör við neitt - en þetta hefur verið hérna svona sirka 200-400 metrum frá okkur!!!!!!!!

þriðjudagur, desember 2

jammmm

Jæja þá eru tengó farin - aftur orðið fáir í kotinu mínu. Það var ósköp ljúft að hafa þau hjá sér - vorum duglega að sína þeim borgina og svona. Það er orðið ferlega jólalegt hérna í miðbænum alveg yndislegt að labba þar um þegar það er komið myrkur, ummmmmmmmm..................

Annars vorum við Bjarni ein að þeim fáu útvöldu sem komumst á ball með Bjórbandinu á laugardaginn, ef svo má að orði komast. Já ákváðum að nota tækifærið og skreppa aðeins út, bæði saman, tengdó pössuðu bara, ferlega kósý. Jú jú íslendingafélagið víst með stórdansleik með sunnlensku hljómsveitinni Bjórbandið, hljómaði vel, Hannes sagði að þeir væru ferlega hressir - og ekki lýgur hann ?????? (spurnig hver er hress *hóst, hóst*) Við misstum andlitið þegar við mættum á staðinn - voru ekki bara alveg 14 mættir - að hljómsveitinni og þeim sem voru að vinna á barnum MEÐTÖLDUM!!!!!!!! Hvílíkt svekkelsi!!! Hannes bróðir mætti svo OFURhress eftir drykkju á einni íslenskri brennivín með grúppufélögunum á julefrokost, svo komu Guðný Þorsteins, Aldís og 3 aðrar stelpur - og já þetta var mætingin - náði alveg 20 manns!!!!!!!!! ENNN hljómsveitin var góð - stóðu sig ótrúlega vel í þessu öllu saman. Hannes OFURhressi sló í gegn - var alla vegna sá eini sem "stökk" upp á "svið" og "skrensaði" á hnjánum á dansgólfinu!!!!!!! Annars var bara mikið dansað og við skemmtum okkur bara vel :)

Jæja ætla að fara að sinna körlunum mínum - er búin að vera að pikkast hérna í óratíma - setti inn ýtarlega færslu hjá prinsinum fyrir þá sem vilja vita hvað við stússuðumst um helgina.