þriðjudagur, mars 23

Villa!!!!

Jæja þá er maður bara fluttur í villuna og líkar vel - meira að segja tiltölulega sátt við húsdýrin s.s. maurana!!! Já það fylgir því víst að eiga heima á jarðhæð að þessi fínu húsdýr verða að vera hluti af lífinu :)

Annars finnst mér frekar flott að búa í villu - eða villa eins og var í Gunnarsholti...mín er þó mun stærri en villarnir þar;) He he örugglega enginn að ná þessu villa-villu röfli hjá mér, en ég veit þó um hvað ég er að tala - eða held það!!!

Annars er bara viltaust að gera í skólanum..... endalaus lestur ennnnnndalaus.................

Þurfti að lesa einhver ósköp af lögum (ekki sönglögum) fyrir morgundaginn, er ekki alveg að nenna því bara svona skannlesning í gangi og svo er það um Det spæde barns kompetence úr bókinni Mor og barn i ingenmandsland - alveg ferlega góð bók, þannig að ég er búin að eyða alltof stórum hluta kvöldsins í kvöld að leita að þessarri bók á íslensku á íslenskumbókasöfnum - frábær lesning fyrir verðandi mæður og bara foreldra yfir höfuð. Vona að einhver geti hjálpað mér með þetta - ég er ekki að finna þessa bók :(

Welll... vona að þið getið lesið þetta hjá mér - lendið ekki í hremmingum eins og Deeza hérna um daginn :)

Hilsen

p.s. nú styttist óðum í að páskaungarnir mínir lendi á danskri grundu - hlakka ferlega til að sjá ykkur :)

mánudagur, mars 15

Flutningar

Jæja þá er allt komið á fullt í flutningunum. Fengum afhent á föstudaginn - aðeins fyrr en við áttum að fá - það er bara plús. Fórum á laugardaginn að versla gardínur fyrir það sem okkur vantaði á sunnudaginn var svo byrjað að selflytja dót yfir, að sjálfsögðu var Trailerinn á bænum notaður við flutningana - hvað ætli við þrufum að fara margar ferðir???

EN já er sem sagt búin að þrífa út úr skápunum á 106 og aðeins af leirtaui komið í skápana þar.....

Í dag var svo anatomia í 7 tíma - of mikið fyrir minn haus.. fórum svo í bæinn að kaupa málningu á loftið í svefnherberginu ( það er svart) og svo baðherbergið ( það er flísalagt svona að mestu leyti - en málaði hlutinn er að sjálfsögðu ORANGE). Pönntuðum líka sendibíl fyrir laugardaginn - líst ekkert á að flytja sófann og borðstofuborðið á trailernum!!!

Rúsínan í pylsuendanum var svo að fara í GAD og kaupa ferlega flottan Anatomi atlas - og sænska Gynekologi og obstetrik bók - síðust bækurnar af bókalistanum mínum.... s.s. anatomía í allt kvöld..... os spina iliaca anterior superior og fleira fjör :)

Hilsen

mánudagur, mars 8

Köben helgi

Jæja er komin heim snemma í dag af því að læknirinn sem átti að kenna okkur núna eftir hádegi var kallaður aftur niður á sjúkrahús og við fengum því frí - fáum það bara í hausinn seinna þegar við þurfum að vera frameftir til að vinna þetta upp. Það er því bara best að hanga í tölvunni - ekki satt - samt bíða bókastaflarnir mínir eftir mér, blikka mig og kalla GRÉTA RÚN þú ert að svíkjast um........
Áttum æðislega helgi í Köben - hef litlu að bæta við það sem ég er búin að skrifa hjá prinsinum og svo það sem Friðsemd er búin að tala um.. s.s. margarítuna ;) hehe

Jæja þá eru það leksiurnar......

mánudagur, mars 1

Umm.......

Já voðalega er maður duglegur að blogga - eða þannig.... Kannski bara af því að það er ekkert mikið um að vera nema skóli, skóli, skóli... spennó. Ætlum samt að kíkja á Félagssystur mínar í Köben um næstu helgi - bara gaman af því ;)

Var að passa fyrir Guggu og Þorra aðfaranótt laugardags, ekkert smá gaman að fá að leika með svona kríli eins og hún Selma Huld er, algjör snúlla. Gekk voðalega vel með þau, Nessi var samt aðeins svona að tékka á því hvernig börn mögulega geta fæðst!!!! Þannig er að við fengum úthlutað "mjaðmagrindum" í skólanum s.s. svona beinagrindalíkönum af mjaðmagrind - í eðlilegri stærð. Við vorum svo að ræða það að sum börn fæðast jafn stór eða stærri en Selma er - Nessi þurfti því að sjá hvort hann kæmi henni í gegnum "grindina", hann hreinlega trúir því ekki að þetta sé svona þröngt ;)
Jamm ef hann bara vissi...........