þriðjudagur, mars 14

Vetur og frost

Ég veit að ég er ekki búin að upplifa marga vetur hérna í DK, en þessi er sá versti... Þetta byrjaði með langþráðum jólasnjó milli jóla og nýárs... æði, alveg frábært og öll börnin út að renna á snjóþotunum sínum og við foreldrarnir kenndum barninu að búa til snjókarl og engla í snjóinn á milli þess að við mokuðum stéttina með bros á vör, frábært að komast í smá aktion!!!

Núna er kominn miður mars og staðan er sú sama, jólasnjórinn er hérna enn þá og hefur EKKERT farið síðan um jól... á hann ekki að fara um leið og maður tekur hitt jólaskrautið niður???
Kannski er þetta reyndar því að kenna að ég er enn þá með eina seríu á tré úti í garði, langaði svo að hafa svona smá kósý í vetrarmyrkrinu.

En já kominn mars og danir komnir með heimasíðuna "Mokaðu snjó.dk" með bestu ráðum við snjómokstri og hvernig maður á að halda snjónum burtu frá gangstéttunum. Enda er það á ábyrgði húseiganda að moka sína innkeyrslu og gangstéttina fyrir utan sitt hús, og ef þú mokar ekki þá er ekkert víst að pósturinn komi til þín, því ekki á greyjið póstburðarfólkið að vaða snjóinn, eða ganga á hálku??? Vildi að þetta hefði verið á íslandi hérna í denn þegar ég 7 ára var að bera út Moggann, já nei nei, foreldrar mínir komu fyrir nöglum í stígvélunum mínum svo ég myndi ekki renna á hálkunni, útbjuggu svona stígvél með innbyggðum mannbroddum.

Já MARS það er sá mánuður sem maður á að klippa fínu rósarunnana í garðinum, það er nefnilega þá sem allt frostið er farið en runnarnir eru ekki farnir að springa út.. já já.. er það??? Greinilega að garðyrkjan klikkar þetta árið... kannski fæ ég engar rósir!!!!

Veðurspáin næstu daga, förum aðeins yfir frostmarkið svona yfir hábjartan daginn, en á sunnudagskvöld er spáin aftur mínus 10!!!!! OG ég sem var að skoða spánna um síðustu helgi og þá var spáð 1o stiga hita á laugardaginn... nei núna er þetta orðið 4 stiga hiti... vá hvað ég ætla að vona að þessir blessuðu spámenn hafi ekkert rétt fyrir sér frekar en vanalega!!!!

ÉG spái hita og vona að það sé meira að marka mig!!!!!