föstudagur, nóvember 12

ég svíf. ég svíf.....

Vá dagurinn í dag er bara búinn að vera æðislegur frá A-Ö

Loksins loksins tók ég sjálf á móti barni, s.s. MÍN fyrsta fæðing. Gekk frábærlega vel og allt var bara æði :) Reyndar var ég svo mikið að einbeita mér að því að "grípa" barnið að ég gjörsamlega gleymdi að tala - en það var nú mikið OK því ljósan varð nú að hafa eitthvað að gera líka ;) Hún var alla vegna ROSA stolt af mér og sagðist montin af nemanum sínum :) Ohhhh hvað ég var farin að þrá þetta, við nefnilega megum ekki taka sjálfar á móti fyrr en við erum "mitvejs" eins og það heitir. S.s. ákveðnir hlutir sem við verðum að vera búnar að ná áður en við komum að þessu. Ég var sko mitvejs 23. okt - og síðan þá hef ég ekki náð að vera viðstödd "normal" fæðingu.. allar endað með sogklukku og svo hafa verið alltof margar vaktir þar sem engin hefur fætt. En loksins loksins - og þetta var æði :)

Eftir þessa frábæru vakt komu kallarnir mínir að hitta mig niðri í bæ og við fórum á bæjarröllt með prinsinn til að leyfa honum að sjá jólaljósin, jólaskreytingarnar og jólasveina útstillinguna í Salling (svona svipað og var farið með mann að sjá í Rammagerðinni forðum daga) Keyptum okkur brenndar möndlur - ummmm elska það þegar þessi "jóla ylmur" kemur í bæinn. Enduðum svo túrinn á Pizza Hut - skröltum svo heim í bus og gláptum á Hit med sangen.

Annars eru miklar spekúlerasjónir í gangi hér á bæ.... eftir að við kærðum skattmann - varð hann góður og gaf penga.... jú hú.... svo núna er sko kominn BÍLL inn í myndina. Liggjum hreinlega á bilbasen að skoða :)

Þetta verður spennó

þriðjudagur, nóvember 9

skilaboðaskjóða

Vorum að splæsa okkur í inneign hjá einhverju vefsímafyrirtæki, þ.e. þar sem maður getur hringt úr tölvunni í heimasímanúmer. Testaði systemið í gær með því að hringja í frú Lopez í gær, heyrði kvak í litla frænda í fyrsta skipti :) Hringdi svo í GV í dag, systemið virkaði mun betur svo að degi til en að kvöld og núna er ég með allar helstu kjaftasögurnar af ellóinu á hreinu, veit hverja er nýbúið að leggja inn, hverja þarf að mata, og hverja þurfi að keyra um í hjólastól og fleiri heitar fréttir í þeim stíl :) GV er bara yndi, malaði stöðugt maður varla komst að :)

Annars afrekaði ég fleira í dag - pantaði flugmiða fyrir familýuna til íslands 26.jan og svo aftur út 6. feb - þannig að við munum verða viðstödd þegar GÍ fagnar 50 afmælinu sínu - reyndar er það nú þjófstart hjá henni því afmælið er ekki fyrr en þann 7.feb - en þar sem ég "primadonnan" á að byrja í skólanum þann dag heldur hún upp á það aðeins fyrr.

Var annars að spá í einu - eru það bara kallinn minn og kóngurinn sem "lesa mig"... hef ekki heyrt frá öðrum lengi... ekki það að mér leiðist að hafa trygga aðdáendur ;)

föstudagur, nóvember 5

Stundum er heimurinn ósanngjarn

Við fengum þær hræðilegu fréttir á mánudaginn að Fríða hans Sigga Kristins væri dáin, við lömuðumst gjörsamlega... hvernig er svona hægt, ung stelpa, hress og hraust - bara allt í einu látin. Hún fékk lungnabólgu, sem síðar leiddi hana til dauða.. ég hélt hreinlega að svoleiðis gæti ekki gerst í dag... en ég vil votta honum Sigga innilega samúð okkar - núna finnst okkur við vera langt í burtu :´(