þriðjudagur, september 21

Prinsinn veikur

Er búin að eyða deginum heima með prinsinum mínum sem er veikur. Við erum búin að skemmta okkur rosalega vel - hann er svo uppátektasamur að það er alveg yndi :) Þarf t.d. alltaf að vera með rakspíra og nóg af honum, segir að það sé kúkalykt af sér annars!!!!

Kveið rosa fyrir því að hringa í vinnuna og segja að ég þyrfti að vera heima, þar sem þær vita nú að Bjarni er atvinnulaus, en hann þurfti nauðsynlega að fara á fund í dag og því ekki annað að gera en vera heima með prinsa... svörin í vinnunni þegar ég hringdi.. "já, hvað reiknar þú með að þurfa frí í marga daga?" Ekki málið s.s. að hringja og tilkynna veikindi hér á bæ, annað en ég hef kynnst áður...

Er búin að vera í beinu sambandi við Kollu og GMG síðust daga, allt stefnir í að þau séu að flytja hingað í borgina fögru, og Hanna Valdís og Co væntanleg í heimsókn í nóvember.... það verður sko æði, ætla að vona að danirnir verði jafn tímanlega í jólastússinu og í fyrra þannig að allt verði orðið jóló í bænum,byrjað að selja brendu möndlurnar og sykurhúðuðu eplin, belgísku vöflurnar og allt fíneríið :)

Umm.... er bara strax komin í jólafíling :)

þriðjudagur, september 14

Hrottalegir timburmenn

Úfffff hér var sko heldur betur þynnka á sunnudaginn... hef bara sjaldan lent í öðru eins, velti því mikið fyrir mér út af hverju þetta stafaði þar sem ekki hef ég drukkið áfengan dropa lengi, lengi...

Ástæðan er víst það að ég var á næturvakt og fór ekki í háttinn fyrr en að verða níu á sunnudagsmorguninn. Svaf svo til rúmlega eitt og hafði svo bara ekki orku í neitt allan daginn vegna þynnkunnar. Velti því nú fyrir mér hversu oft ég hafi þá verið þunn vegna áfengisdrykkju og hversu oft þynnkan sé afleiðing af rugluðu svefnmynstri???

Já svona var nú það

laugardagur, september 4

á spító

Jæja þá er mín komin á draumastaðinn..... fæðingadeildina, rosalega er gaman, en svakalega ólíkt. Ég er búin að taka 2 kvöldvaktir, fyrri vaktin var allt brjálað að gera, fæddust held ég 7 börn og ég var við 3 fæðingar. Seinni vaktina var engin fæðing og aðeins ein sem kom inn í byrjandi fæðingu... þannig að þá bara bara setið og spjallað, frekar fúlt þegar maður þarf svo að skrifa skýrslu um hvað maður gerði, hvaða markmið maður setur sér og svo framvegis...

Annars þá líst mér bara rosalega vel á, kellurnar þarna alveg yndislegar - á reyndar eftir að hitta mína föstu ljósu, sem ég kem til með að fylgja mest. Alla mánudaga verð ég svo í Kons. s.s. mæðraskoðunum, á eftir að prufa það ;)

Að öðru leiti er bara lítið að frétta lífið gengur bara áfram sinn vanagang Oddurinn kátur á leikskólanum sérstaklega eftir að hann fékk íslenskann leikfélaga þar. Allt gott um það að segja og bara nóg í bili held ég

Hilsen