laugardagur, janúar 15

Gleðilegt ár (2 vikum of seint)

Já ofurbloggarinn.... ekkert smá aktívur alltaf... reikna reyndar ekki með að verða aktívari á næstunni... brjálað að gera núna í lokinn á praktíkinni, svo komum við á klakann þann 26.jan og verðum til 6.feb og svo er það bara skólinn 7.feb.....

Það er nú ekki komið mikið plan á þessa klaka ferð, en þó ákveðið að Óskar og Steini ætla að sækja okkur og við reiknum því með að eyða 1.kveldinu með þeim. Morguninn eftir verður svo brunað í Hlíðarhjallan og "nýji" prinsinn tekinn út.... svo er það Hellan annað hvort þarna á fim eða fös... annað lítið ákveðið.. reyndar búið að tala um partý annað hvort á fös eða lau þarna fyrri helgina, en það ekki orðið ákveðið... sumir eiga víst afmæli í túrnum :) Verður auðvitað voða ljúft að koma og knúsa alla... gömlurnar mínar sérstaklega, þær eru alltaf jafn yndislegar.

Bergdís vinkona er svo búin að fá stelpu.. til hamingju með það elsku vinkona. Verður líka spennó að kíkja á ykkur.


Annars er bara nóg að gera hér í Áló eins og ég sagði áðan, er búin að flytja verkefnið mitt í praktíkinn... 2 tíma kennsla um getnaðarvarnir.. aldeilis ljómandi spennandi, en gekk vel, fengum plús í kladdann :)

Er að reyna að gera það upp við mig hvort ég sé í stuði... ágætt að hanga í tölvunni til þess að reyna að komast að því... Er sem sagt boðið í töse tamtam í kvöld, Guðný Þorseins búin að bjóða næstum öllum íslenskum kvenkynsverum í Álaborg í partý... Olga mælir með því að mæta snemma til þess að ná sæti!!!

Best að fara að elda og fá sér jafnvel eina hvítvín með matnum.. gæti aukið partýlystina :)

Sí jú....