sunnudagur, desember 25

Gleðileg

Jól kæru lesendur ;)

Áttum svona yndislegan aðfangadag - en núna er kominn háttatími og ég sofna með bros á vör eftir æðislegan dag!!!

þriðjudagur, desember 13

Jólin jólin allstaðar....

nema hérna........... já ég er ekki að koma mér í gírinn, heimilið ekki spor jólalegt. Er reyndar búin að baka með prinsinum og skórinn hans er kominn í gluggann. Bara nenni ekki meiru - ætla nú samt að koma einhverju skrauti upp, verst að öllum jólaseríunum okkar var stolið þarna um árið... buhuuuu.

Óska eftir sjálfboðaliða í þrif - mikið skítugt heimili - skemmtileg vinna - lítið kaup!!!! Viss um að þið stökkvið á þetta ;)

Þessa viku er ég á graviditets og ultralyds afsnittinu - í obstetisk ambulatorium. Þannig að deginum í dag var að stóru leiti eytt í að (eða notaður til) ræða við konur sem vilja ekki fæða - vilja fá frekar fá keisara. Veit ekki alveg hvernig ég á að takla þetta, finnst þetta svo skrítin hugsun. "Æji það er bara svo notó að vita hvenær maður mun eiga og hvernig allt verður" Þetta eru helstu rökin hjá mörgum, skil þetta ekki, öll spennan farin af óléttunni - ég mun eignast strák "Dag Snæ" um 10 leytið þann 4. mars - hann verður sirka 4 kíló!!!! OG ég er ekki að grínast svona er þetta oft, allt er vitað fyrir fram. Er auðvitað ekki á móti keisurum, þeir eru auðvitað nauðsynlegir í vissum tilfellum (og tala þá af eigin reynslu) en ekki svona - æji það væri svo kósý og þægilegt að vita hvenær barnið kemur - rök, það passar mér ekki.

Jæja jóli jóli trylle trylle - spurnig hvort þetta virki ekki til að koma jólunum inn í mig!!!

fimmtudagur, nóvember 24

Mont Mont Mont......

Ó já elskurnar, nú fáið þið sko mont blogg!!!!!

Mín fór í síðasta prófið sitt í dag, munnlegt próf þar sem ég var ein inni í klukkutíma að verja projektið mitt og ásamt því var spurð vítt og breitt úr öllu námsefni ljósmæðraskólans... já sem sagt munnlegt lokapróf úr ÖLLU námsefninu.

Og hvað haldið þið - ég fékk 11 - ELLEFU!!!!!!!!!!
Ekkert smá montin af mér og nú gef ég mér leyfi til þess að vera enn þá meira montin af mér því ég er nú útlendingur....(annars legg ég það nú ekki í vana minn að monta mig af því) og auk mín voru bara 4 af 23 sem fengu 11.... heheheehhe...

Gott að taka montið út hérna á blogginu ;)

sunnudagur, nóvember 6

JÆJA

Eftir sex vikna törn er projekt þessarrar annar skrifað... já allt klárt, náðum að prenta út á föstudagskvöld klukkan korter í tíu og svo skila ég á mánudagsmorgunn. Er þess vegna búin að njóta helgarinnar svoooooo vel í algjörri slökun - eða slökun frá náminu alla vegna, því við erum búin að ná að versla flestar jólagjafirnar ;)

Fram undan er svo próflestur.....fer í skriflegt lokapróf 21 nóv og svo munnlegt annað hvort 23 eða 24 og svo looooksins praktíkin :) Planið er að ég byrji á meðgöngudeild, verður spennandi að sjá hvernig lífið er þar!!

Hilsen pilsen

fimmtudagur, október 13

spenna - stress!!!!

Svona dagar eru ekki skemmtilegir... er heima að skrifa einn kaflann í presentation og analyse i projektið okkar, en get ekki haft hugann við það því að í dag eftir klukkan 11 áttu einkunninar okkar fyrir lyfjafræðiprófið í síðasta mánuði að koma inn og þær eru ekki komar...arrrrgggg... en klukkan svo sem enn þá eftir 11.

Annars fór ég í grænlenskt partý um helgina, rosa stuð... hlustuðum á grænlenska tónlist popp, rokk og það allra besta, rapp... bara ýmindið ykkur að rappa á grænlensku!! Leið reyndar á tímabili eins og ég væri að horfa á júróvision í of langan tíma. Fengum svo allskonar grænlenska þjóðarrétti, moskvuuxa kjöt og einhvern stórskrítinn fisk rétt - sem þó var mikið betri á bragðið en þessi spekfeiti uxi - og með þessu drukkum við grænlenskt kaffi, sem saman stendur af wiský, kalúha, kaffi, rjóma, púðursykri og flamberuðu grandmariner... rosa gott og núna skil ég líka af hverju svo margir grænlendingar eru allaf fullir. Reyndar kom Daði líka með þá skýringu að þeim vanti eitthvað efni til þess að brjóta áfengið niður í líkamanum, einn bjór og þeir eru fullir í LANGAN tíma... veit ekki hvað er rétt í þessu, en veit að áhrifin af kaffinu eru góð!!!

Ohhh... klukkan er 11:50 og ég er búin að gera refresh örugglega 100 sinnum á skólapósthólfið og alltaf er pósturinn um modtagelse af fotokopi frá bókasafninu efstur.... arggg...

þriðjudagur, september 27

Dugleg

Ohhh... sjáið bara hvað ég er dugleg... búin að endurraða linkunum hérna til hægri og bæta við og hreinsa þá út sem hættir eru að blogga ;)

Er bara nokkuð stollt af mér!!!

Er annars að drepast úr hausverk og búin að vera það í allan dag, þannig að núna ætla ég að standa upp frá þessarri tölvudruslu og fá mér kaldan bakstur á ennið!!

sunnudagur, september 25

ojbara!!!

Hef aldrei á ævi minni langað eins mikið að vinda mér upp að bláókunnugm manni, sem ekkert hefur gert mér eða mínum, og spyrja hann hvort hann sé fífl, eins og á föstudaginn.

Já sagan byrjar á því að ég tók sem sagt lyfjafræðiprófið mitt, sem gekk vonandi vel, fæ að vita það eftir 3-4 vikur, og eftir próf fórum við þríeykið á flandur. Versluðum einhver ósköp af nytjavörum í Bilka (já í þetta skiptið voru það í alvörinni nauðsynlegar nytjavörur)eftir það fórum við í bæinn og rölltum aðeins þar og enduðum svo á því að fá okkur að borða á Pizza Hut. Þegar við erum að labba aftur að bílnum okkar kemur drengur labbandi fram úr okkur, hann er að tala í síma og það eina sem ég heyri hann segja hátt og höstulega þegar hann gengur fram hjá er "du skal bare have en abort, jeg gider i hvert fald ikke at snakke med dig mere" (farðu bara í fóstureyðingu ég ætla alla vegna ekki að tala við þig meira).... svo var bara skellt á og strunsað áfram... Sumir eru bara FÍFL

föstudagur, september 16

Það er föstudagur..

Já og þá á maður að þrífa og gera fint fyrir helgina... og LÆRA svo ALLA helgina... það er víst planið. Reyndar ætla ég að skreppa á laugardagskvöld og gerast tjenestepige.. og servera mat fyrir fulla, sveitta íslendinga... spennó ég veit :s En þetta verður þó svona smá rétta fílingur... fnykurinn alla vegna, svo er líka spurnig hvort liðið verði deyjandi hér og þar og við þurfum að koma þeim í réttar skólastofur.. það er nú svolítið eins og að draga í dilka??

Rakst á þetta á ferð minni um nettet og fannst það sej ... (nota sko ekki ensku slettur)

mánudagur, september 5

Góða nótt

Ætlaði rétt að skella nokkrum orðum hérna inn fyrir svefninn... en fór svo að lesa gamlar færslur frá mér... þannig að núna er ég með þokkalegt flash back af síðustu 2 árum.... ekkert nema gott um það að segja.

Annars er ég grasekja í augnablikinu, kallinn í hyttetur með bekknum sínum, við Oddurinn minn dunduðum okkur við það að búa til eðal haustsúpu og borðuðum í kvöldmatinn. Haustsúpa er súpa búin til úr nýju grænmeti sem er soðið ásamt jurtasalti og súpujurtum, en þar sem okkar var svona nýtískuleg voru pastastafir í henni, s.s. Stafahaustsúpa.. en hún bragðaðist voða vel og ég ætla sko að taka afganginn af henni með í nesti á morgunn

Já nesti á morgunn... sumarfríið er víst búið og á morgunn sest ég aftur á skólabekkinn minn. 4.semester fram undan, spennandi önn, en jafnframt sögð sú erfiðasa í náminu, þ.e. þessar 11 vikur sem við erum í skóla á þessarri önn verða víst mikil keyrsla, en svo er það praktík ó svít praktík... á sko eftir að telja niður þessar vikur þangað til ég kemst á spítóið mitt aftur ;)

sunnudagur, september 4

Dónar!!!!

Við stórfjölskyldan (við + Vilsundsvejgengið) skelltum okkur í Faarup Sommerland í dag, í síðasta skipti í sumar. Enda ekki seinna vænna því síðasti opnunnardagur sumarsins var í dag. Tókum því rólega og dúlluðum okkur, prufuðum hin ýmsu tæki og svo ákvað prinsinn minn að skella sér á hestbak, reyndar ekki í fyrsta skipti í sumar, en í fyrsta skipti sem ég "rek" augun í nokkuð dónó. Mitt sérlega glögga auga var löngu búið að reka sig á það að hestarnir í garðinum eru íslenskir, en það var fyrst í dag sem ég skoðaði nöfnin á þeim, tók þá eftir því að hrossin bera öll íslensk nöfn og efst á nafnalistanum er hrossið TITTLINGUR. Var að spá í að vinda mér að næsta starfsmanni og benda honum (henni því það eru bara stelpur sem sjá um hestana)á að í raun þá væru þau að bjóða upp á ridetur på tissemand, eða reiðtúr á tippi... en ákvað svo að það væri ekki víst að þau sæju spaugileguhliðina á þessu. Kannski er það líka bara ég sem ekki er vaxin upp úr tippa og pjöllu aldrinum.

Hin íslensku sumarlands hross sáu reyndar um það í dag að taka á móti okkur löndum sínum, víkingarnir höfðu sloppið út úr griðingu sinni og mættum við þeim á hraðri leið sem lengst burt frá sumarlandinu sívinsæla. Skil þau svo sem greyjin notuð sem tívolítæki.. við sem eigum það til að vorkenna reiðskóla - túrista-hrossum heima á ísalandinu, sjáum að það er sko ekki neitt miðað við það, að í 10 tíma á dag (svona yfir háannatímann alla vegna) þurfa þessi grey að labba sama hringinn og stoppa svo alltaf á sama stað, þar sem skipt er um farþega á sérstakri skiptistöð sem er svo menntuð að hrossin standa mun lægra en pallurinn og ekkert mál er fyrir klofstutta að vippa sér á bak. Af stað halda svo greyjin þegar stöng nokkurri er lyft og röllta aftur hinn sama hring, án þess að frísa eða stökkva til.

Það var svo ekki leiðinlegt að koma heim og sjá að Binnlingur og ex fommi, voru búnir að fylla geymsluna mína af áfengi og gosi... eins gott þeir voru ekki á ferðinni í gær þegar ég var í drykkuskapi!!!!

En þar sem okkur þótti nafnið á hestinum áhugavert, þá smellti kallinn mynd af nafnalistanum.

föstudagur, september 2

hvílíkt og annað eins

Hérna voru sko heldur betur læti í nótt.. aðrar eins þrumur og eldingar hef ég hvorki heyrt né séð... og hef þó séðogheyrt þetta ansi oft. Þetta stóð yfir í nokkra klukkutíma og auðvitað vaknaði prinsinn minn við hávaðann og var hræddur, þessi elska með músa hjartað sitt. Hann mann greinilega enn þá þegar eldingu laust niður í leikskólan hjá honum með öllum þeim óhljóðum sem því fylgdi, fyrr í sumar. Meðan hann kúrði sig upp að mér í bólinu okkar, var það eina sem hann hugsaði um, var að hann ætlaði ekki að leika úti á leikskólanum í dag ef það væri svona veður. Reyndar varð svo ekkert úr leikskólaferð í dag.... þegar látunum loksins lynti sofnuðum við vært og rumskuðum ekki fyrr en korter í tíu, úbbbss... hringdi því og afboðaði komu hans á leikskólan. Það er svo spurning hvort ég hef mig í að skrifa restina af verkefninu mínu með prinsinn heima, er reyndar svo heppinn að mamma hans Davids nennti ekki heldur með hann i sinn leikskóla þannig að þeir hafa hvorn annan.

Lærdómurinn minn bíður því dag (enn einn daginn)og dund og dekur verður yfirskrift dagsins hjá prinsinum.. er núna búin að sjóða egg fyrir gaurana, þeim finnst það svo gott og skera grænmeti í stöngla handa þeim.. alveg hreint veislumatur hérna ;)

miðvikudagur, ágúst 31

Númer 7000

Algjört krútt sem kom til Áló sem lítil bumbuskvísa.
Heimurinn er stundum svo lítill, vinkona min og vinur hans Bjarna fundu hvort annað og bjuggu í sameiningu til 7000 Mosfellsbæinginn!!

laugardagur, ágúst 27

2 ár!!!!!!

Já dagurinn í dag er smá sérstakur fyrir okkur familýuna... 2 ár síðan við komum til DK í fyrsta skipti. 2 ár síðan við lentum á Kastrup, fengum okkur far með Taxa inn í Köben að Store Kongegade og bárum allan okkar OFUR farangur upp á 6. hæð.... engin lyfta!!!! Áttum svo 4 daga í Köben áður en við fórum til Áló.

Fékk annars rosa góðar fréttir í gær... SU -ið mitt er komið og Duran Duran að koma til DK, verða í Horsens 9. des - spurning um að safna í hópferð... já já ég veit að ég sagði hérna fyrr á blogginu að ég hefið haldið með Wham... og að Duran voru lélegir á live8... En spurnig hvernig þeir standa sig svona live!!!

föstudagur, ágúst 19

Merkilegt

Í rauninni er komið að því að ég þurfi að vera dugleg að byrja að læra aftur... þarf að skrifa verkefni og lesa yfir það sem við áttum að læra á síðustu önn, en litli kollurinn minn er búinn að gleyma.

Skil alls ekki hversvegna það er svona erfitt að komast í þetta, ætlaði að fara að setjast niður við þetta áðan, en þá var gargað á mig úr öllum hornum íbúðarinnar. Rúmin þurftu að láta skipta á sér, kaffikannan að láta kalkhreinsa sig, örbylgjuofninn að fituhreinsast, ruslið langaði í göngutúr og komst svo í sitt ból, það þurfti að pakka inn afmælispakka og skrifa á kort, ná í póstinn, vaska upp, skrifa blogg og svo að ná í prinsinn á leikskólann fyrir klukkan eitt... hann er að fara í veislu og þar sem ég hef EKKERT að gera fylgi ég með!!!

þriðjudagur, ágúst 16

Nýr sími!!!

Heyrði (eða las) einhverntíman um það að Ísland væri svo lítið og svo margir frægir að það væri sirka svoleiðis að í hverjum grunnskóla væri að meðaltali einn einstaklingur sem ætti eftir að verða þekkt andlit á landinu. Er það ég sem er svona óminnug, eða eru Hellubúar svona abnormal, var einhver frægur(s.s. sem er frægur í dag) með mér í grunnskóla??? En annars nei - við vorum / erum svo sem öll fræg á Hellu.... dugir það ekki???
Úfff.... hvað maður er skemmtilegur og mikil smeðja... "hver er frægur??" fæ hroll.... Hver á svo sem að dæma það hver er frægur og hver ekki, hvenær ertu nógu mikið "inn" til að ókunnugt fólk vilji þekkja þig... er það stuðullinn???

Var annars að spá í hvort það sé bara ég sem er ekki að trúa á þessi meil sem maður fær stanslaust þessa dagana, bla bla bla... ef þú sendir þenna póst á 8 manns færðu nýjan NOKIA súper síma en ef þú sendir á 20 færðu nýjan Nokia super duper síma...en mundu að senda á líka exe@virus.com - eða eitthvað álíka. Trúir fólk þessu??

laugardagur, ágúst 13

já sumarfríið..

Þetta er sko búið að vera ósköp ljúft sumar, fullt fullt af gestum svo það er alltaf nóg að snúast - verst þykir mér að ég hef ekki drifið mig í að skrifa lögfræðiritgerðina né lesa fyrir lyfjafræðiprófið sem er í lok september... bara skil ekki af hverju ég gerði þetta ekki fyrstu helgina í sumarfríinu eins og planið var!!!!

þriðjudagur, júlí 12

Yndislegt!!!

Já get ekki annað sagt en að maður sé að njóta sumarfrísins í botn... endalaust letilíf og svo smá flandur inn á milli.Faarup, ströndin, Aarhus meðal annars og í dag erum við að spá í að fara og vígja flotta tjaldið okkar!!!!!
Veðrið svo ekkert að skemma fyrir, búið að vera hátt í 30 stiga hiti hérna dag eftir dag - og endalaus sól og blíða.

En ég er að komast á þá skoðun að það sé internetlaust á Íslandi.. þessir bloggarar sem ég kíki nu reglulega á (þessir til hliðar á síðunni) hafa barasta ekkert bloggað???

Því spyr ég - er netlaust á Íslandi?? (veit að þetta er spurning sem svarar sér sjálf, því ef netlaust er kemst fólk ekki i að svara!!)

mánudagur, júlí 4

Hversu stórt.....

Getur muggu bit orðið... mitt er orðið 21x11 cm á stærð

Er það eðlilegt?????

Eldrautt, bólgið og heitt og innan í þess svæði er svona blásvartur hringur sem er sirka helmingi minni en rauða svæðið....

Aarrrrg hvað þetta er óþægilegt!!!!!

laugardagur, júlí 2

Var alltaf bara að plata......

hélt sko með Wham...

DJöööö voru Duran Duran lélegir, á live8,hljóta að hafa verið betri fyrir 20 árum þegar mér fannst þeir æði - ik??

föstudagur, júlí 1

Júbbí trúbbí

SOMMERFERIE...........íhaaaa.........

Já loksins þá er maður bara búin með 3. semester ;)
Héldum dimmisjon fyrir stelpurnar sem voru að klára í gær, allt voða hátíðlegt og flott og svo vorum við búnar að semja leikrit sem við fluttum, sem betur fer svo fyndið að allur salurinn grenjaði úr hlátri .. vorum bara sej.. eins og studievejlederinn sagði í dag, hefur víst ekki verið svona gott leikrit í mörg ár. En þetta er sem sagt hefðin, þær sem eru á 3. önninni sjá um útskriftina og leikrit fyrir þær sem eru að klára.

Eftir grínið var svo skundað upp á Stenbjergsvej í útskrift hjá honum Áka - orðinn Fjarskiptaverkfræðingur kallinn.. til hamingju með það ;) Samt finnst mér þetta hálf súrt því núna fara þau heim... ég á eftir að sakna þeirra og allra litlu krílanna þeirra, sem að sjálfsögðu sáu um skemmtunina í gær.. dúllurnar...

Sommerferie, sommerferie.... já ætla að kíkja á búðarráp með köllunum mínum, koma við hjá Ceci, hún er búin að bjóða mér í kaffi því hún er að fara til Grænlands á morgunn...

Loksins er þessi langþráði dagur kominn.....

Ætla út að njóta góða veðursins (vona bara að það rigni svo ekki allt sumarfríið mitt!!!!)

þriðjudagur, júní 28

Berfætt á REM

Já þá er þetta allt að hafast, prófið í gær gekk OK - vona ég alla vegna....

Eftir prófið var skundað út í Frejlev, heim til Jane S. sem á heima í mega einbýlishúsi, og grillað... yndislegt eftir allt stressið sem búið er að ganga á síðustu vikur. Svo var planið að detta í það... en sökum almennrar þreytu varð ekkert úr því - ég var komin heim um sjö, drengnum skellt í rúmið og ég lognaðist ut af um átta... og grjótsvaf til sjö í morgunn. Þannig er nú það ;)

Annars voru REM tónleikarnir BARA góðir... váaaaa sko Alanis var góð en úfffff... þeir voru sko miklu flottari. Fyrr það fyrsta þá voru þetta útitónleikar og 25 þús manns... 28 stiga hiti, logn og sól... gerist það betra????
Bjarni hafði valið ferlega góð stúkusæti handa okkur... hann hélt nú að hann væri að velja í stúkunni inni (þar sem þetta áttu nu að vera innitónleikar í okkar haus!!). Svo var bara að njóta þessarrar frábæru stemmingu, berfætt í hitanum og hlusta á góða tónlist. Þeir gerðu eins og Alanis tóku góðu "gömlu" lögin inn á milli, eitthvað sem ég er sko alveg að fíla því ekki fylgist ég mikið með tónlistarheiminum í dag!!!

Jæja ætla að fara að elda handa köllunum mínum sem eru búinir að vera svo duglegir síðustu daga, þrifu gluggana í húsinu í gær, og skúruðu út í dag.. I´m so lucky!!!!

miðvikudagur, júní 22

Ég er matur!!!!!

Já takk takk, gekk bara rosa vel í munnlega"fall" prófinu um daginn.. fengum 9 skvísurnar... vorum rosa sáttar við það ;)
Svo núna er allt komið á fullt við lestur fyrir NEO og EMBRYO prófið, sem er sem sagt skriflegt próf úr "nýburafræðum"(sikra þessi þýðing) og fósturfræði. Strembið próf, en mjög svo áhugaverð efni og ekkert svona "ætti ég að læra þetta eða þetta" - dæmi, bara áveðin efni s.s. tvær bækur, sem eru pensum og það þarf maður að kunna, svo ekkert röfl farðu að læra kella.......

En já að fyrisögninni....Muggurinn bragðaði vel á mér í gær... arrrrggggg hvað mig klæjar.

Já og svo eru bara 2 dagar í REM - júbbý

fimmtudagur, júní 16

STRESSSSSSSS

Jæja prófið í fyrramálið... helmingurinn af bekknum fór í það dag -
og það var 50% fall!!!!!!!

Veit ekki hvernig á að fara að því að slaka á... en kem mér samt ekki í að læra neitt.. líklega vegna þess að ég veit ekkert hvað ég á að læra!! Maður er búinn að skila inn essay og leggja ROSA vinnu í hana, ef svo sensor líst ekki á hana, nú þá bara skrifa nýja og koma í próf í ágúst...

Þessar sem féllu í dag, voru mjög sáttar við sitt verkefni og þegar þær komu út úr prófinu voru þær bara nokkuð sáttar með sig... þangað til þær fóru inn að fá einkunina sína, það var bara sensorinn sem fékk ekki það sem hann vildi - Þoli ekki svona HEPPNI próf - þar sem ég er aldrei heppin.....
Í alvörunni - að bara af því honum líkaði þetta ekki - án þess þó að geta sagt það hvað væri í rauninni að - þá SORRÝ - skrifaðu aftur.... svo er bara spurning hvort ég verði aftur sensor og finnist þú "skemmtilegri" þá!!!!!

ARRRRGGGGG.... krossið fingur fyrir mig á morgunn - milli klukkan 8:30 og 10:00

Takk takk ;)

Já takk fyrir afmæliskveðjurnar í gær - yndislegt að sjá/heyra
hvað margir muna eftir manni ;)

Annars er bara sólarhringur í 1. prófið og
ég er komin með eksamensmave....

sunnudagur, júní 12

hahahahha.....

Bara varð að skella þessu inn hérna .......... útlendingar sko!!!!!

Lestrarplan

Jæja þá er um að gera að vera skipulagður... heimaprófið búið á reyndar eftir hálfa spurningu - spurning hvort henni verði svarað!!! Svo var bara að gera lestrarplan fyrir alla dagana fram á föstudag... dugleg stelpa og hélt mig við planið um helgina - var í raun ekki eins stíft prógramm og ég hélt ;) Komst meira að segja í nudd í dag til Kollu.

Annars er þetta frekar skritið - en ætli það sé ekki bara af því maður hefur ekki prufað þetta áður, þetta er "hóppróf" - gruppeexamination - þannig að við verðum báðar inni - við Jane ( já rosa hópur!!) - og verjum vekefnið okkar saman. Þannig að við þurfum að vera voðalega samstíga í því hvað við lesum - hvor les hvað og hvað við ætlum að leggja áherslu á......þetta er eitthvað sem maður er bara ekki vanur!!!

Annars bara lítið að frétta - jú rigning.... en mér finnst rigningin góð - þegar ég er í prófum ;)

Hilsen

mánudagur, júní 6

Þá er það komið á hreint

Já essay vörnin mín er 17. júní klukkan 8:30

Þannig að ég kemst með í skrúðgöngu eftir próf..... Velvið eigandi ;)

Hæ hó og jibbý jei.....með þyrlu og fána

sunnudagur, júní 5

Hefur þú tannburstað hund???

Jæja þá er projekt þessarar annar fullskrifað - bara eftir að ljósrita í 6 eintök og skila fyrir klukkan 12 á morgun ;) Frábært að vera komin hérna megin við þetta verkefni, svo er munnlegt próf úr þessu annað hvort 16. eða 17 júni (er ekki búin að fá dag ) Já pælið í því að vera í prófi á 17. júní... á maður ekki að vera í skrúðgöngu þá??

Heimapróf næsta föstudag og NEO+EMBRYO próf 27. júni - síðast skóladagurinn svo 1.júlí en þá fáum við afhennt verkefnið sem við eigum svo að skila fyrsta skóladaginn í haust. Förum svo í fyrsta próf næstu annar síðustu vikuna í september og námsefnið fyrir það erum við langt komin með núna..... þannig að ég veit hvað ég þarf að gera í "sumarfríinu"!!!!!

Annars verð ég að spyrja þig lesandi góður um eitt... Gengur vel hjá þér að tannbursta hundinn þinn????? EF ekki fáðu þér þá Pedigree hundatannbustann, og hundatannburstunin verður leikur einn!!!! Vá.. allt er til - fékk hláturskrampa þegar ég sá þessa auglýsingu - hef líka aldrei tannbustað hund.

Í dag er Fars- dag hérna í DK (feðradagurinn) þannig að við Oddurinn minn fórum og fætur og bökuðum bæði brauð og köku og pökkuðum inn naríum sem á stendur "verdens bedste far" sem prinsinn svo gaf pabba sínum þegar hann vakti hann að morgunn hlaðborðinu - voða kosý allt ;)

Jæja karlarnir mínir að fara í Jumboland með íslendingafélaginu og ég að koma mér að lestrinum

Lifið heil

fimmtudagur, maí 12

Með gulrót í göngutúr....

Sumir kannast eflaust við titil dagsins hjá mér!!

Já um síðustu helgi var haldið vorgrill hér hjá íslendingafélaginu og eftir grillið bloggaði ein skvísan hér í Áló um það hversu feitir og illa til hafðir íslensku karlarnir hér í borg væru - og hversu feitar við konurnar værum - en reyndum þó að halda okkur til. Til þess að ráða bót á þessu benti hún okkur á að eyða 5 mínútum áður en við færum út í það að snurfusa karlana okkar til og fara svo í göngutúr og fá okkur gulrót svo við myndum grennast....

Ég skemmti mér mikið yfir þessarri lesningu og finnst voða leiðinlegt að skvísan sá sig neydda til þess að eyða út blogginu sínu, vegna þeirra árása sem hún varð fyrir út af skoðunum sínum. Ó já Íslendingar eru bestir, alltaf, allstaðar og voru greinilega ekki að höndla þessa "árás" úr hópi eigin landa!!!!

Skyldi hún hafa verið að benda okkur á eitthvað annað... voru duld skilaboð í þessu með gulrótina í göngutúrnum, hvað áttum við að gera við hana??? Eyða 5 mín í karlana áður en við förum út.... lítur fólk ekki alltaf best út rétt á eftir "bíb" - getur ekki líka verið brjáluð brennsla í heimaleikfiminni.....

Maður verður alltaf að hafa gaman af lífinu og sjá björtu hliðarnar... ekkert er það að bögga mig þó einhver skvísa segi að ég sé feit - ég veit vel að ég er það - og það vita það allir sem eru það!!!
Þanngi að mér finnst fyndið að fólk láti svona fara í taugarnar á sér...

Og já fyrir ykkur hin sem ekki búið í Áló - þá er hér sko enn þá meira kjaftasögubæli en HELLA... og þá er nú mikið sagt ;)

Ps. passaðu þrýstinginn maður!!!!

laugardagur, apríl 30

blogga já blogga.....

Nei annars hef eitthvað lítið að segja.....

Jú núna er stressið að byrja... próf eftir 1 og hálfan mánuð, svo það er um að gera að spítta í lófana og koma sér að stað. Var bara hálf slöpp í dag og gerði ekki neitt, en var með þessi líka fínu plön um að reyna að lesa embryologi (fósturfræði) upp í dag - humm það verður gert einhvern annan dag!!!

Mamma og pabbi að koma á miðvikudaginn, planið að kíkja í Faarup sommerland með þeim, sumir guttar orðnir svakalega spenntir að komast þangað aftur, búið að vera lokað í allan vetur..

Ef þið kunnið góð ráð við að losna við maura þá megið þið endilega senda mér. Erum með svona "gildrur" sem maurarnir eiga að laðast að vegna lyktar svo koma þeir þar inn og taka eitthvað eitur með sér út sem þeir svo fara með í búið og þar eiga allir að drepast... voða vísindi... finnst þetta bara ekki virka nógu vel.
Hef heyrt allskonar hryllingssögur af því að eitra.... er virkilega ekkert annað hægt???
Sem betur fer eru þessar skeppnur ekki í öllu húsinu og ekki margar, en alltaf einn og einn á stangli, en þar sem sú regla er sögð gilda í þessu að ef þú sérð einn - þá leynast þar þúsund - þá finnst mér það frekar óspennandi að vita af þeim hérna...

sunnudagur, apríl 10

Alanis Morissette

Ohhh... mikið var skvísan góð!!!

Við hjónakornin skelltum okkur í gærkvöldi á tónleika með Alanis Morissetta í Horsens, brunuðum bara á rauðu þrumunni þangað. Og váaa ferlega er hún góð, og sem betur fer fyrir mig, þá hefur hún ekkert þróast síðan 95 þegar hún gaf út diskinn góða - æji þennan sem allir eiga og kunna. Lögin af þeim diski voru svona grunnurinn að tónleikunum ásamt svo nokkrum yngri lögum, en öll í alveg sama stílnum.. þannig að maður gat alveg gargað úr sér lungun - I want you to know.. og svo framvegis. Kvöldið sko innilega aksturisins viðri, maður er svo sem ekki nema 1 og hálfan tíma að bruna til Horsens og svipaðan tíma til baka... ha ha hahah.... svo fyndin ;)

Annars er bara endalaust útstáelsi á manni... um síðustu helgi tók maður þátt í því að reyna að hræða líftóruna úr litla brósa... hann varð sem sagt 25 ára og Olga planaði surprise partý.. tókst svona líka vel, kall greyjið hélt að það væri verið að ráðast á sig.. en svo var bara stanslaust fjör fram á morgunn.

Á fimmtudagskvöld var svo stofnun kvennfélagsins hjá okkur ísl kellingunum... ákváðum að heita Áladívurnar - frekar væmið ég veit!!! En markmið félagsins er að hittast og gera eitthvað annað en að læra og hugsa um heimilisstörf!!!

Guttinn minn er annars búinn að uppgötva það hvað við foreldrar hans erum leiðinleg... eða eitthvað í þá áttina, er úti með David öllum stundum og svo í nótt fékk hann að gista hjá Olgu og Nessa - og þegar hann vaknaði í morgunn þar þá pantaði hann að fara að leika við Brynjar Freyr, sko nóg að gera hjá mínum.

Jæja þrif á húsinu næst á dagskrá... það er þá sem ég skil ekki af hverju við búum í 130 fm húsi!!!

föstudagur, apríl 1

1.apríl.....ha ha ha

Jæja hljópuð þið fyrsta apríl???

Við hjónin í prakkaraskap okkar sendum póst á hinn svokallaða DIFN lista... s.s. póstlista íslendinga í Álaborg - þessa efnis : Sprúttsala!!!

*ATH-ATH-ATH-ATH**Vegna slæmrar fjárhagsstöðu DIFN og mikils taps af þorrablóti verður stjórnin með áfengisútsölu (afgangur af þorrablóti) við Kanalhúsið milli 18 og 19 í dag. Fyrstir koma, fyrstir fá. Til sölu verður bjór, léttvín og sterkt áfengi. Þýskalandsprís - Stjórnin*

Lítur auðvitað sennilega út þar sem Bjarninn minn er gjaldkerifélagsins... ha ha ha - vona að einhver hafi skellt sér að versla ódýran öl :)


Reyndar var ekki eins skemmtilegt að það náðist að plata mig... hljóp samt ekki!!

Á leikskólanum er svona dagbók, sem þær skrifa í hvað þau hafa verið að gera yfir daginn og svona og auk þess skilaboð til okkar foreldrana. Undan farið hafa verið margar tilkynningar um veikindi og fleira...

Í dag voru skilaboðin þessi... við höfum orðið varar við lús, njálg, gin og klaufaveiki, hringorm og Roskildesyge hjá börnunum... endilega fylgist með börnunum ykkar og tékkið þau.

Sjittt... krakka greyjin farin að fá Roskildesyge... hugsaði ég sá að ég yrði að grandskoða prinsinn minn þegar við kæmum heim... Kom þá ekki Charlotte alveg í hláturs krampa... ha ha ha þetta er 1. aprílgabbið mitt i ár.... ha ha sumir bara fyndnir!!!!

Varst þú fyndin/nn??

sunnudagur, mars 27

Gleðilega páska

Njótið hátíðarinnar....

fimmtudagur, mars 17

Nóg að gera... eins og alltaf

Jæja mín bara ekki búin að blogga í viku, ekki út af því að það sé ekki frá neinu að segja, heldur það að það sé of mikið að gera. Kallarnir mínir báðir lasnir, Oddurinn lagðist á föstudagskvöld, týpískt að hann leggist þegar ég er ekki heima, fór á fest í skólanum. Bjarni lagðist svo á sunnudagskvöld og er hálf slappur enn, Oddur Ingi var orðinn hitalaus á mánudag og var hitalaus heima á þriðjudag, en aðfaranótt miðvikudags rýkur hitinn upp aftur. Við fórum þvi með hann til læknis á miðvikudag, þar sem doksi komst að því að prinsinn væri komin með ofan í sig.. berkjubólgu, þannig að það kostaði tvennskonar meðul, þetta var reyndar ekki orðið fast í Bjarna þannig að hann fékk annars konar meðal... sem sagt dýr apóteksferð!!

Já festin á föstudaginn var annars góð. Hittumst bekkurinn í skólanum áður en festin byrjaði, vorum bara í stofunni okkar, og höfðum fengið kokkinn í skólanum til þess að elda fyrir okkur, fengum þetta dýrindis hlaðborð keyrt upp í stofu til okkar... rosa gott. Nú svo var bara slátrað slatta af léttvínsflöskum, þó svolitlu af öli og Jane mín kom með það sem hún kallar svört svín, en ég kalla piparbrjóstsykur uppleystann í vodka, ásamt því var hún svo með jarðaberjavodka í sprite og bacardi i Faxi kondi... jebb kellan drekkur ekkert sull segir hún, bara alvöru sterkt!!! Grænlenska svísan í bekknum hún Ceci stóð reyndar líka fyrir sínu, enda grænlensk... og mætti líka með eitthvað sterkt guttl.... Nú eftir ótæpilega drykku, alla vegna sumra.. ásamt reykingum í skólastofunni (sæi þetta í anda heima!!!) skelltum við okkur niður í veisluna þar, einhver hljómsveit mætt á staðinn og rosa fjör. Fínt band, U2 eftirhermarar hálfgerðir, alla vegna hef ég ekki heyrt neinn ná Bono eins vel og þessi gutti!!!

Helgin var svo nýtt í dund hér heima, taka til í skápum og svona eftir Ikea túrinn - nóg að breyta og bæta eftir svoleiðis innkaup :)

Á mánudaginn skrópaði ég svo í skólanum eftir hádegi til þess að dekstra við kallana mína, enda sá eldri með háan hita og drulluslappur, en sá yngri hitalaus og eldhress... ekki alveg að fara saman.

Á þriðjudaginn eftir skóla voru svo fyrirlestrar frá 7.sem um val-hluta námsins. Maður þarf víst fljótlega að fara að huga að því hvað maður hefur hugsað sér að gera þá. Þetta eru 4 vikur þar sem við eigum að fara út og kynnast einhverju nýju en því sem við venjulega erum að gera, rannsaka eitthvað eða kynna okkur eitthvað öðruvísi, spennandi, nánar. Ég hef að sjálfsögðu hugsað mér að skoða eitthvað á Íslandi, og reikna með að það verði heimaþjónustan... s.s. sú þjónusta sem ljósurnar heima veita eftir fæðingu, koma heim og hjálpa til með brjóstagjöfina og umönnun barnsins heima. Er að spá í að hafa samband við Önnu Eðvalds.... og ætla að reyna að fá leyfi til þess að taka þetta í sumarfríinu mínu 2006 í staðin fyrir í feb 2007. Þá get ég alla vegna haft prinsinn minn með mér á íslandi, en get það nú ekki í feb 2007 því þá verður prinsinn orðinn svo stór að hann verður kominn í skóla - ó mæ god....

Í gær eftir skóla var svo Annegrethe einn af kennurunum okkar að kynna okkur phd verkefnið sitt (mastersverkefnið) sem hún skrifaði um ljósmæðranámið í Dk... rosa fróðlegt... enda skrifað um okkur og var stór aha.. upplifum fyrir okkur því núna föttuðum við hvaða þýðingu sum af okkar fáránlegri verkefnum hafði. Hún var sem sagt að nota okkur sem tilrauna dýr......

Í dag komu instruksurnar... uuuuuu... kölum þær bara yfirkennarana í verknáminu.... s.s. ljósmæðurnar sem eru yfir verknámshlutanum á sjúkrahúsunum, þær sem skipuleggja námið þar og sjá algjörlega um að við séum að læra það sem við eigum að læra... þær koma alltaf tvo daga á önn í heimsókn í skólan (eru eitthvað að læra eða eitthvað að plana allavegna) og þá borðum við hádegismat með þeim. Reyndar komst bara önnur instruksan okkar hér í Áló en í staðin var yfirljósan með, Conni Hermannsson... hef oft spáð í hvort hún eigi íslenska forfeður!!!

Við Oddur Ingi kíktum svo á Olgu, Nessa og Christó seinni partinn. Olga og Christó að fara til íslands á morgunn og hann á afmæli á laugardaginn, þannig að Oddur Ingi fór með pakka - fannst það auðvitað rosa flott.. ég veit hvað er í pakkanum en ekki Christó!!! Vorum svona rosalega heppin að Olgu var gefið fullt af kökum og brauði þegar við vorum þar þannig að við græddum "íslenskt rúgbrauð" með okkur heim.

Jæja þá er þessi skýrsla nú orðin frekar löng..... og best að fara að snúa sér að lestrinum... IUGR og grav prolong á morgun (börn sem hafa orðið fyrir vakstarskerðingu i legi/vá skildi maður eiga að segja þetta svona á ísl.. og komin fram yfir)

hilsen frá ljósunni

miðvikudagur, mars 9

psykisk sårbare

Í dag var sálfræði, efnið var psykisk sårbare kvinder og børn - á íslensku - konur og börn sem eiga um sárt að binda - eða sirka svoleiðis.

Hópurinn minn fékk svo verkefni um flóttamenn/konur, hvers við þurfum að gæta að á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu þessarra kvenna. Lásum helling af viðtölum og greinum við flóttakonur sem núna búa i Danmörku og hvernig þær reyna að lifa eðlilegu lífi, en er það í rauninni lífsins ómögulegt með allan þennann hrylling á bakinu sem flestar þeirra voru búnar að ganga í gegnum. Þessar konur byggja sér því einskonar skel til þess að vernda sig en við eðlilega meðgöngu linast/brotna svona skeljar þegar konur byrja að eyða mun meiri orku í að hugsa inn á við, um sig og barnið sitt. Skelin brotnar því þær nota venjulega mikið af sínum sálfræðilega styrk til þess að halda þessum hlutum frá sér, en þegar styrkurinn veikist, brotnar skelin.
Hvernig eigum við svo sem ljósmæður að vinna með þessum konum, koma fram við þessar konur og fleira í þeim skilningi. Konur sem hafa lent í ótrúlegum pintingum og fleiru, eru í rauninni í svo litlum tenglsum við líkama sinn, líta á líkamann sem fjandlegan sér. Þær eiga því mjög erfitt með það að ljósan kemur og vill þreifa magann þeirra, til þess að fylgjast með vexti barnsins, þær upplifa jafnvel slæmt "flash back" við það að settur sé á þær monitor (s.s. þá eru sett 2 belti um magann - sem svo eru tengd við tæki), vegna minninga um það að vera bundnar fastar og svo framvegis.

Já úffff gæti skrifað endalaust um svona sálfræði, enda alltaf nóg að gera þar ;)


Eftir skóla var svo foreldrakaffi í leikskólanum hjá prinsinum mínum, voða notó. Drifum okkur svo í bæinn þar sem ég ætlaði að kaupa mér eina skólabók (er að reyna að kaupa bækurnar í smá skömmtum svo ég sjái ekki heildarupphæðina... veit ekki hvort það sé gáfulegt) Transfussion og væsketerapi... en hún var uppseld, tékkaði svo á bókasafninu, en öll 5 eintökin voru í láni.. svo ég verð bara að mæta ólesin í skólann á morgunn

mánudagur, mars 7

Að pissa í buxurnar

Lærði svo sem ekkert spennó í dag... vorum bara í 4 tímum, fyrsti var tilbagemelding á ritgerðinni sem ég var að skrifa um daginn, kom bara vel út... næstu 3 tímana lærðum við svo um mismunandi aðferðir við að pissa í buxurnar... s.s. hvers vegna, hvaða ástæða og hvað hefur á hrif á að maður pissar í sig... Vissuð þið að það eru tvær tegundir af því að pissa í sig???
Held ég skrifi ekkert meira um það !!!!!

ENNNN það góða við þennan dag var tidligt fri... já var búin á hádegi - JIBBÝ... fyrsta skiptið á þessarri dönsku skólagöngu minni sem þetta gerist :)

Þannig að dagurinn var nýttur vel, Bjarni minn er orðinn atvinnulaus aftur svo hann var dreginn í IKEA í Árhúsum (fyrsta skipti sem við förum þangað) .... Olga sótti guttann fyrir okkur :)
OGGG það var VERSLAÐ.. eins og minni einni er lagið ;) Þanngi að núna eru nokkrar nýjar mublur komnar í hús og fullt af öllum þessu nauðsynlegu smá hlutum sem einungis IKEA getur fundið upp á að selja..... HE hehe mín sko alveg í essinu sínu

Jamm ætla að fara að reyna að koma öllum fínheitunum fyrir

föstudagur, mars 4

Umskurður karla og þröngar gallabuxur

Í skólanum í liðinni viku erum við búnar að læra margt skemmtilegt eins og auðvitað alltaf....

Tvennt er það þó sem mig langar að deila með ykkur, hugsanlegar orsakir leghálskrabbameins og legslímhimnuflakks.

Leghálskrabbamein (cervix cancer) finnst einunis hjá konum sem einnig hafa í sér vírusinn HPV(vírus sem smitast við kynmök). HPV er mjög útbreiddur vírus og ef maður tekur frumusýni úr kynfæraslímhimnu hjá fertugum dana eru 80% líkur á því að hann hafi einhverja tegund HPV. Tegundir HPV eru c.a. 130 talsins og eru það týpur 17 og 18 sem sérstaklega eru taldar leiða til leghálskrabbameins. Það merkilega við HPV er að útbreiðsla hans meðal vestrænna þjóða virðist ávalt vera svipuð, (þeir sem ekki eru smitaðir eru þeir sem ekki hafahaft kynmök, eða hafa svo til einungis haft einn maka sem sömuleiðis hefur einungis verið með þessum eina aðila), fólk smitast s.s. þegar það byrjar að stunda kynlíf og smokkar virðast ekki skipta neinu máli í þessu. Ennnn það skrítna er að sjúkdómurinn er ekki eins útbreiddur meðal Gyðinga, þ.e. gyðingar sem einungis hafa haft maka sem einnig eru gyðingar og sömuleiðis hafa einungis haft maka sem eru gyðingar (vá hvað þetta er flókið hjá mér s.s. gyðingar sem bara sofa hjá gyðingum), meðal þeirra er sjúkdómurinn ekki nærri því eins útbreiddur ( man ekki töluna, en rámar í 40%). Ástæða þessa er því talin að sjúkdómurinn grasseri undir forhúð karlmanna...
ERGO -> það er til ástæða fyrir því að umskera karlmenn!!!!

Hinn sjúkdómurinn sem ég ætla að segja ykkur frá er Legslímhimnuflakk (endometriosis) ef ég þá man íslenska nafnið rétt. Þetta er sjúkdómur sem lísir sér í því að slímhimnan úr leginu hefur dreift sér um kviðarholið og er meðal annars í eggjaleiðurunum, á eggjastokkunum og ýmsum stöðum í neðra kviðarholinu. Legslímhimnan vex jú eins og við vitum, rétt fyrir tíðir og blæðir svo út með tíðunum (túrnum), legslímhimnan utan legsins vex líka hjá þeim sem þjást af legslímhimnuflakki og veldur gríarlegum kvölum þegar hún svo byrjar að blæða út í kviðarholið.
Það merkilega við þennan sjúkdóm er að hann er svona nútímatengdur og oft nefndur tískusjúkdómur þar sem ekki er langt síðan byrjað var að greina konur með þennan sjúkdóm. Það hefur mikið verið spáð í hversvegna konur fá þenna sjúkdóm, en lítið hefur verið um svör, en líklegasta skýringin þessi, sem passar ju líka vel við að þetta sé nýlegur sjúkdómur. Þegar konur eru á túr og ganga í þröngum buxum þá þrýstist legið saman, eins og jú allt neðra kviðarholið sem buxurnar klemma saman. Þegar svo "Túrkonan" kemur heim að kvöldi og sprettir hratt frá sér buxunum myndast undir þrýstingur og legið þennst út og hluti slímhimnunnar þeytist út úr leginu, í eggjaleiðarannn, á eggjastokkana og út í kviðarholið, þarna nær slímhimnan að dreifa sér, kemst á flakk...
ERGO -> göngum ekki í þröngum buxum þegar við erum á túr

Humm... hvernig tekst mér svo upp þegar ég þykist vera fræðileg ???

Held að bloggið mitt sé ágætis staður til þess að æfa mig í að koma svona fræðslutextum frá mér, skrifa heldur ekki mikið svona á ástkæra ylhýra... gott að reyna að æfa sig svolítið..

Hilsen fra Aalb

mánudagur, febrúar 28

Smá frétta horn

Sælt veri fólkið - mínir tryggu lesendur ;)

Smá fréttaskot héðan, komin aftur til Aalb. og byrjuð í skólanum á fullu, var ekkert rosalega spennt fyrir því að byrja því mér hefur þótt svo yndislegt í praktíkinni, en þetta er miklu skemmtilegra en í fyrra (þó ekki hafi verið leiðinlegt þá) og rosa spennandi efni á dagskránni hvern dag. Skólanum fylgir reyndar einn löstur... lexíur... úfff væri sko alveg hægt að gleyma sér í öllu þessu ef maður væri að standa sig í heimalærdómnum. Æji munið þið ekki eftir námstaktíkinni sem manni var kent í SAM106.. sko lesa efnið yfir daginn áður en maður fór í tímann og taka niður glósur þá. Mæta svo í tímann og taka niður glósur, þegar maður svo kemur heim þá á að endurrita glósurnar og samræma þessar tvær. Lesa svo yfir efnið, lesa svo efnið aftur viku síðar og svo rifja það upp minst einu sinni í mánuði......dream on.. hver kemst yfir að læra svona!!!! Er rosa sátt ef ég næ að lesa helminginn af því sem ég þyrfti að læra ;)

Fór annars út að skemmta mér um helgina og hvílikt stuð... laaaannnngt síðan ég hef dansað svona mikið. Já það var sko Þorrablót hér í Aalb og rosa vel heppnað í alla staði, Davíð Þór var veislustjóri, kom mikið á óvart, grunaði ekki að hann gæti gert þetta svona vel, maður var komin með krampa í magan eftir nokkrar mínútur, maturinn var æði... ég sló í gegn í tvísönt... NOT... Stuttmynd (þorraskaup) Bjarna, Daða og Dodda var frumsýnt, gott en frekar langt :s Hljómsveitin Spútnik lék fyrir dansi og Trúbadorinn Eva Karlotta hitaði upp og lék í hléi. Toppurinn var svo það sem toppaði þetta þorrablót og kom því ofar á hitlistanum en öll önnur blót sem ég hef komið á.. voru SS pylsurnar sem var rúllað inn um hálf þrjú leitið... komu sko algjörlega í veg fyrir þynnku í gær ;) Myndir frá gleðinni má nálgast á http://www.difn.dk undir myndir....

Hilsen frá Aalb

fimmtudagur, febrúar 3

Á Íslandi

Jæja smá tími til tölvuhangs í annars þétt skipuðu prógrammi í þessarri Íslandsferð. Tölvuhangsið er í boði flensunnar - sem hefur skapað smá göt í prógramminu... smá öndunnarpásur.

Er annars búið að vera yndislegt og búið að hitta MARGA - en þó auðvitað ekki alla, enda aldrei hægt að ná á alla. Annað kvöld er svo afmælisveislan mikla hjá múttu - stefnir allt í roooosa fjör, og allt að 100 mans!!!!
Þannig að ef það er einhver hérna inni sem ekki er búinn að hitta okkur í þessarri ferð - þá bara vertu velkomin/inn í Árhús annað kvöld :)

Verð að þjota - drengurinn á deit við traktor klukkan eitt - og er búinn að spyrja á 2 mín fresti hvort klukkan sé 1???

laugardagur, janúar 15

Gleðilegt ár (2 vikum of seint)

Já ofurbloggarinn.... ekkert smá aktívur alltaf... reikna reyndar ekki með að verða aktívari á næstunni... brjálað að gera núna í lokinn á praktíkinni, svo komum við á klakann þann 26.jan og verðum til 6.feb og svo er það bara skólinn 7.feb.....

Það er nú ekki komið mikið plan á þessa klaka ferð, en þó ákveðið að Óskar og Steini ætla að sækja okkur og við reiknum því með að eyða 1.kveldinu með þeim. Morguninn eftir verður svo brunað í Hlíðarhjallan og "nýji" prinsinn tekinn út.... svo er það Hellan annað hvort þarna á fim eða fös... annað lítið ákveðið.. reyndar búið að tala um partý annað hvort á fös eða lau þarna fyrri helgina, en það ekki orðið ákveðið... sumir eiga víst afmæli í túrnum :) Verður auðvitað voða ljúft að koma og knúsa alla... gömlurnar mínar sérstaklega, þær eru alltaf jafn yndislegar.

Bergdís vinkona er svo búin að fá stelpu.. til hamingju með það elsku vinkona. Verður líka spennó að kíkja á ykkur.


Annars er bara nóg að gera hér í Áló eins og ég sagði áðan, er búin að flytja verkefnið mitt í praktíkinn... 2 tíma kennsla um getnaðarvarnir.. aldeilis ljómandi spennandi, en gekk vel, fengum plús í kladdann :)

Er að reyna að gera það upp við mig hvort ég sé í stuði... ágætt að hanga í tölvunni til þess að reyna að komast að því... Er sem sagt boðið í töse tamtam í kvöld, Guðný Þorseins búin að bjóða næstum öllum íslenskum kvenkynsverum í Álaborg í partý... Olga mælir með því að mæta snemma til þess að ná sæti!!!

Best að fara að elda og fá sér jafnvel eina hvítvín með matnum.. gæti aukið partýlystina :)

Sí jú....