sunnudagur, september 25

ojbara!!!

Hef aldrei á ævi minni langað eins mikið að vinda mér upp að bláókunnugm manni, sem ekkert hefur gert mér eða mínum, og spyrja hann hvort hann sé fífl, eins og á föstudaginn.

Já sagan byrjar á því að ég tók sem sagt lyfjafræðiprófið mitt, sem gekk vonandi vel, fæ að vita það eftir 3-4 vikur, og eftir próf fórum við þríeykið á flandur. Versluðum einhver ósköp af nytjavörum í Bilka (já í þetta skiptið voru það í alvörinni nauðsynlegar nytjavörur)eftir það fórum við í bæinn og rölltum aðeins þar og enduðum svo á því að fá okkur að borða á Pizza Hut. Þegar við erum að labba aftur að bílnum okkar kemur drengur labbandi fram úr okkur, hann er að tala í síma og það eina sem ég heyri hann segja hátt og höstulega þegar hann gengur fram hjá er "du skal bare have en abort, jeg gider i hvert fald ikke at snakke med dig mere" (farðu bara í fóstureyðingu ég ætla alla vegna ekki að tala við þig meira).... svo var bara skellt á og strunsað áfram... Sumir eru bara FÍFL

Engin ummæli: