sunnudagur, september 4

Dónar!!!!

Við stórfjölskyldan (við + Vilsundsvejgengið) skelltum okkur í Faarup Sommerland í dag, í síðasta skipti í sumar. Enda ekki seinna vænna því síðasti opnunnardagur sumarsins var í dag. Tókum því rólega og dúlluðum okkur, prufuðum hin ýmsu tæki og svo ákvað prinsinn minn að skella sér á hestbak, reyndar ekki í fyrsta skipti í sumar, en í fyrsta skipti sem ég "rek" augun í nokkuð dónó. Mitt sérlega glögga auga var löngu búið að reka sig á það að hestarnir í garðinum eru íslenskir, en það var fyrst í dag sem ég skoðaði nöfnin á þeim, tók þá eftir því að hrossin bera öll íslensk nöfn og efst á nafnalistanum er hrossið TITTLINGUR. Var að spá í að vinda mér að næsta starfsmanni og benda honum (henni því það eru bara stelpur sem sjá um hestana)á að í raun þá væru þau að bjóða upp á ridetur på tissemand, eða reiðtúr á tippi... en ákvað svo að það væri ekki víst að þau sæju spaugileguhliðina á þessu. Kannski er það líka bara ég sem ekki er vaxin upp úr tippa og pjöllu aldrinum.

Hin íslensku sumarlands hross sáu reyndar um það í dag að taka á móti okkur löndum sínum, víkingarnir höfðu sloppið út úr griðingu sinni og mættum við þeim á hraðri leið sem lengst burt frá sumarlandinu sívinsæla. Skil þau svo sem greyjin notuð sem tívolítæki.. við sem eigum það til að vorkenna reiðskóla - túrista-hrossum heima á ísalandinu, sjáum að það er sko ekki neitt miðað við það, að í 10 tíma á dag (svona yfir háannatímann alla vegna) þurfa þessi grey að labba sama hringinn og stoppa svo alltaf á sama stað, þar sem skipt er um farþega á sérstakri skiptistöð sem er svo menntuð að hrossin standa mun lægra en pallurinn og ekkert mál er fyrir klofstutta að vippa sér á bak. Af stað halda svo greyjin þegar stöng nokkurri er lyft og röllta aftur hinn sama hring, án þess að frísa eða stökkva til.

Það var svo ekki leiðinlegt að koma heim og sjá að Binnlingur og ex fommi, voru búnir að fylla geymsluna mína af áfengi og gosi... eins gott þeir voru ekki á ferðinni í gær þegar ég var í drykkuskapi!!!!

En þar sem okkur þótti nafnið á hestinum áhugavert, þá smellti kallinn mynd af nafnalistanum.

Engin ummæli: