miðvikudagur, febrúar 25

Misskilin :/

Var ekki búin að segja ykkur frá því að ég er endalaust misskilin hérna úti - sem er kannski ekki skrýtið þar sem maður er ekkert sú besta í dönskunni, en nei..... ekki að það sé vandamálið, heldur það að danirnir halda að ég sé NORSK. Já ég virðist vera eitthvað að misskilja þetta með að reyna að tala með dönkum-hreim, virka víst frekar norsk :/ Lenti í því 2x í praktíkinni í að vera spurð að því hvort ég væri norsk en það fór þó yfir strikið á laugardagskvöldið.... Við Bjarni fórum á Mongolian Barbecue (rosalega gott), skelltum okkur svo aðeins í Gaden á eftir og settumst á einhvern pöbb. Mín fór voða góð með sig að panta, en øl og en malibu med ananasdjus. Allt í góðu með það, pöbbaguttinn fór að sækja drykkina kemur svo með þá og segir fem og halffjerds - mín ekki alveg að heyra hvað hann segir vegna tónlistarinnar sem yfirgnæfir allt, "hvad siger du?" SJUTTI FEM (hef ekki hugmynd um það hvernig þetta er skrifað, kann ekki norsku, en með svona ekta syngjandi norskum hreim) Urrrr..... sjutti fem..... Bjarni komum heim... Já þannig endaði sú skemmtun, vorum komin heim um hálf tólf.

En annars er það komið á hreint við fáum nýja húsið afhent 15. mars.... þannig að nú er bara að fara að pakka og stússast...

Skólastýran mín hringdi svo hingað áðan til þess að láta vita að hún myndi ekki vera við í fyrramálið til þess að kenna fyrsta tíman.. s.s. frí í fyrsta tíma. Nessi var einn heima og hún fór bara að spjalla við hann, spurði hvort hann ætlaði ekki að mæta á fyrirlesturinn hjá Einari Má í kvöld?? Nei segir Nessi, kella víst frekar hneiksluð og spyr hvort ég ætli ekki? Humm.... þannig að ég er í smá vanda - á ég að vera heima og koma lesinn og frísk i skólann á morgunn, eða fara á fyllerí með skólastýrunni, sem ætlar greinilega að fá sér vel í tánna á fyrirlestirinum, mætir alla vegna ekki í fyrramálið????

laugardagur, febrúar 21

Ótrúleg lífsreynsla að vera í observations praktik

Jæja þá er maður bara komin heim aftur eftir spennandi viku í Fredrikshavn. Búin að fá að upplifa margt og mikið. Fá að pota í maga svona til að finna hvernig barnið liggur þar inn í, eina svona venjulega fæðingu (reyndar þá "gik konen lidt i stykker" úff var ekki að skilja hvað var hvað þarna niðri) einn akút keisara (ferlega spennandi að sjá það, enda Oddur Inn minn líka akút keisarabarn þannig að þetta var svona flash back allt saman) svo var það ótrúleg tvíburafæðina (þar komst ég að því að konur ERU meðhöndlaðar eins og rollur í sauðburði, já sá ótrúlega hluti gerast þar sem ég hef kosið að tala ekki um meira hér, veit eiginlega ekki hvort allir höndli að lesa um það - en já rolla í sauðburði er svona besta samlíkingin)
En allskonar tilfinningar var líka gaman að upplifa - fá lítinn nýfæddan kropp í fangið, nýkominn í heiminn eftir keisaraskurð, og fá að labba með hann og leggja hann svo í fangið á pabbanum sínum, órúlega sterk upplifun. Það var margt fleira svona sem ég upplifði sterkt og spennandi þó sumum finnist það kannski ekki :)

En ósköp var nú ljúft að koma heim, enda aldrei verið svona ein einhverstaðar í svona langann tíma, alla vegna ekki eftir að ég varð mamma, þá hafa alltaf annar hvor kallinn minn verið með mér. Oddur Ingi var reyndar ekki alveg að ná því hvað ég væri að gera þarna "Mamma ertu ekki búin að fá börn i magann þinn núna??" var meðal annars eitt af því sem hann spurði eitt kvöldið þegar við spjölluðum saman í síma!!

Í kvöld er svo stefnan sett á að fara við hjónin út að borða á Mongolian Barbecue, svona til þess að fagna afmæli bóndans þann 1. feb og svo eins og hálfs árs brúðkaupsafmæli okkar hjóna núna í vikunni sem leið :) Kannski - þ.e. ef okkur verður kalt skellum við okkur á ÚLPU líka!! Íslenska hljómsveitin Úlpa er sem sagt með tónleika hér í borg í kvöld, örugglega ágætt að líta þar við.

Jamm læt þetta duga í bili

sunnudagur, febrúar 15

Frederikshavn, nu kommer jeg!!!!

Jamm þá er það bara í fyrramálið. Komið að fyrstu praktíkinni minni!!! Fer af stað eldsnemma í fyrramálið, þarf að vera komin niður á Humlebakke klukkan 7 (rölltandi með töskuna mína, pirr pirr, vantar bílinn sem mig langar svo í). Svo er það rúta klukkan 7:40 til Frederikshavn, stefnt á að vera þar um 9, lalla sér svo upp á sjúkrahús, sem mér sýninst samkvæmt kortinu ekki vera langt frá rutebilstation -inni. Við erum 2 sem förum þangað saman ég og hún Jane J (eru sko 4 stk Jane í bekknum mínum - þó við séum bara 25) við fáum gistingu á sjúkrahúsinu, fáum vaktværelse þar, vonandi sæmilega vistleg og vonandi sitthvort herbergið, líst ekki á að vera með stelpu sem ég þekki MJÖG takmarkað, í herbergi í viku. En þetta skýrist allt, kannski kemst maður í netsambandi, kannski ekki, og ef ekki þá sjáið þið það á síðunni, verður lítið skrifað eins og við má búast................

Jæja kominn háttatími, er held ég bara farin að rugla hérna, stress og þreyta, ekki góð blanda......

miðvikudagur, febrúar 11

ennnnndalaus þessi veikindi

Mikið svakalega er þreytandi að vera endalaust veikur. Er reyndar bara með 38,3 í dag svo vonandi kemst ég í skólann á morgunn. En annað er að segja af honum syni mínum, hann er enn með hita yfir 39 - 6. dagurinn.

Elsa og Áki voru svo yndisleg að lána okkur bílinn í gær svo við kæmumst á læknavaktina, læknirinn sagði svo sem ekki neitt nema að þetta væri bara flensa!!!

Ennn mikið roooosssalega er þægilegt að ferðast í bíl, ummmmmm........... enda er ég orðin gjörsamlega bílasjúk, alveg að gera manninn minn og brósa gráhærða á þessu endalausa bílatali

sunnudagur, febrúar 8

buhuuuu.... míns er veik :(

Já er búin að næla mér einhverja flensu. Oddur Ingi byrjaði á föstudaginn og er búinn að vera með hita svona á milli 39-40 alla helgina. Ég vaknaði svo veik í morgunn og var með 40 stiga hita núna seinni partinn, man nú bara ekki eftir því að það hafi gerst síðan ég var krakki!!!!!

En eftir smá pilluát er ég hressari núna í kvöld, en verð því miður að sleppa skólanum á morgunn, við mæðginin kúrum okkur bara saman og horfum á Brúðubílinn!!!

Vona svo að ég losni við þetta á morgunn, allir að krossa fingur með mér, svo ég komist í skóla á þriðjudaginn, frekar pirrandi að verða veikur um leið og maður byrjar í skóla, er sko búin að hafa 7 mánuði í að vera veik, en varla fengið kvef á þeim tíma, en svo um leið og maður byrjar að hafa einhverjum skildum að gegna þá leggst maður :( pirr pirr..............

þriðjudagur, febrúar 3

Dagur 2 - kæri skóli

Jæja það er þá komið á hreint - við syngjum á hverjum morgni áður en kennsla hefst ---- arrrgggg þetta er verra en hjá Siggu Saumó með píanóið, hvernig er það eiginlega hægt?????

Komst samt að því í dag að danir eru SVO MIKLU opnari en íslendingar, við vorum sendar út í Fötex (Hagkaup á íslandi) til þess að gera svona könnun. Sem sagt að spurja nokkra spurninga eins og t.d. Hvad er en jordemor??? og fleira í þessum dúr. Áttum að spurja nokkra úr mismundndi aldursflokkum..... Vegna Gífurlegrar dönskukunnáttu þá hengdi ég mig á eina úr minni grúbbu. Já aftur að því að allir séu svona opnir, allir sem við snérum okkur að og spurðum hvort við mættum spurja nokkra spurninga sögðu JÁ, hver einn og einasti. VIð erum að tala um svona ja 150-200 manns!!!!!!! Allir tilbúnir að svara!!! He he verð að viðurkenna það að ég segi alltaf að ég sé upptekin og tek aldrei þátt í svona könnunum. Var að tala um þetta á kóræfingu og allir sammála mér!!! Held að flestir sem ég þekki séu ekki að taka þátti í svona.

Annars er ég bara að fara að koma mér i háttinn, ótrúlega þreytandi dagar, s.s. ekki leiðinlegir - heldur erfiðir.

Góða nótt elskurnar mínar :)

mánudagur, febrúar 2

Þurfum að syngja!!!!!

Já fyrsti skóladagurinn búinn - gekk bara vel, skildi alveg helling ( enda er maður nú Hellingur!!!)

En úfff.......... erum látnar syngja svona skólasöng - eða réttara sagt svona ljósusöng, textinn er um fæðingu, þetta ásamt MÖRGU fleiru lét mér líða eins og ég væri komin í grunnskóla aftur.

Vona svo bara að námsefnið verði líka á grunnskóla stigi ;)

sunnudagur, febrúar 1

Hvað verðum við gömul??

Já já ég fékk að vita það að ég dey 17.júlí 2067 - sem sagt fæ að halda upp á 90 ára afmælið en er svo fljótlega over!!! En hvað með ykkur ? Lifið þið lengur - svona aðeins til að testa hvort ég þurfi að fara í margar jarðarfarir !!!