þriðjudagur, febrúar 3

Dagur 2 - kæri skóli

Jæja það er þá komið á hreint - við syngjum á hverjum morgni áður en kennsla hefst ---- arrrgggg þetta er verra en hjá Siggu Saumó með píanóið, hvernig er það eiginlega hægt?????

Komst samt að því í dag að danir eru SVO MIKLU opnari en íslendingar, við vorum sendar út í Fötex (Hagkaup á íslandi) til þess að gera svona könnun. Sem sagt að spurja nokkra spurninga eins og t.d. Hvad er en jordemor??? og fleira í þessum dúr. Áttum að spurja nokkra úr mismundndi aldursflokkum..... Vegna Gífurlegrar dönskukunnáttu þá hengdi ég mig á eina úr minni grúbbu. Já aftur að því að allir séu svona opnir, allir sem við snérum okkur að og spurðum hvort við mættum spurja nokkra spurninga sögðu JÁ, hver einn og einasti. VIð erum að tala um svona ja 150-200 manns!!!!!!! Allir tilbúnir að svara!!! He he verð að viðurkenna það að ég segi alltaf að ég sé upptekin og tek aldrei þátt í svona könnunum. Var að tala um þetta á kóræfingu og allir sammála mér!!! Held að flestir sem ég þekki séu ekki að taka þátti í svona.

Annars er ég bara að fara að koma mér i háttinn, ótrúlega þreytandi dagar, s.s. ekki leiðinlegir - heldur erfiðir.

Góða nótt elskurnar mínar :)

Engin ummæli: