Já er búin að næla mér einhverja flensu. Oddur Ingi byrjaði á föstudaginn og er búinn að vera með hita svona á milli 39-40 alla helgina. Ég vaknaði svo veik í morgunn og var með 40 stiga hita núna seinni partinn, man nú bara ekki eftir því að það hafi gerst síðan ég var krakki!!!!!
En eftir smá pilluát er ég hressari núna í kvöld, en verð því miður að sleppa skólanum á morgunn, við mæðginin kúrum okkur bara saman og horfum á Brúðubílinn!!!
Vona svo að ég losni við þetta á morgunn, allir að krossa fingur með mér, svo ég komist í skóla á þriðjudaginn, frekar pirrandi að verða veikur um leið og maður byrjar í skóla, er sko búin að hafa 7 mánuði í að vera veik, en varla fengið kvef á þeim tíma, en svo um leið og maður byrjar að hafa einhverjum skildum að gegna þá leggst maður :( pirr pirr..............
sunnudagur, febrúar 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli