föstudagur, september 2

hvílíkt og annað eins

Hérna voru sko heldur betur læti í nótt.. aðrar eins þrumur og eldingar hef ég hvorki heyrt né séð... og hef þó séðogheyrt þetta ansi oft. Þetta stóð yfir í nokkra klukkutíma og auðvitað vaknaði prinsinn minn við hávaðann og var hræddur, þessi elska með músa hjartað sitt. Hann mann greinilega enn þá þegar eldingu laust niður í leikskólan hjá honum með öllum þeim óhljóðum sem því fylgdi, fyrr í sumar. Meðan hann kúrði sig upp að mér í bólinu okkar, var það eina sem hann hugsaði um, var að hann ætlaði ekki að leika úti á leikskólanum í dag ef það væri svona veður. Reyndar varð svo ekkert úr leikskólaferð í dag.... þegar látunum loksins lynti sofnuðum við vært og rumskuðum ekki fyrr en korter í tíu, úbbbss... hringdi því og afboðaði komu hans á leikskólan. Það er svo spurning hvort ég hef mig í að skrifa restina af verkefninu mínu með prinsinn heima, er reyndar svo heppinn að mamma hans Davids nennti ekki heldur með hann i sinn leikskóla þannig að þeir hafa hvorn annan.

Lærdómurinn minn bíður því dag (enn einn daginn)og dund og dekur verður yfirskrift dagsins hjá prinsinum.. er núna búin að sjóða egg fyrir gaurana, þeim finnst það svo gott og skera grænmeti í stöngla handa þeim.. alveg hreint veislumatur hérna ;)

Engin ummæli: