föstudagur, ágúst 19

Merkilegt

Í rauninni er komið að því að ég þurfi að vera dugleg að byrja að læra aftur... þarf að skrifa verkefni og lesa yfir það sem við áttum að læra á síðustu önn, en litli kollurinn minn er búinn að gleyma.

Skil alls ekki hversvegna það er svona erfitt að komast í þetta, ætlaði að fara að setjast niður við þetta áðan, en þá var gargað á mig úr öllum hornum íbúðarinnar. Rúmin þurftu að láta skipta á sér, kaffikannan að láta kalkhreinsa sig, örbylgjuofninn að fituhreinsast, ruslið langaði í göngutúr og komst svo í sitt ból, það þurfti að pakka inn afmælispakka og skrifa á kort, ná í póstinn, vaska upp, skrifa blogg og svo að ná í prinsinn á leikskólann fyrir klukkan eitt... hann er að fara í veislu og þar sem ég hef EKKERT að gera fylgi ég með!!!

Engin ummæli: