Já þá er þetta allt að hafast, prófið í gær gekk OK - vona ég alla vegna....
Eftir prófið var skundað út í Frejlev, heim til Jane S. sem á heima í mega einbýlishúsi, og grillað... yndislegt eftir allt stressið sem búið er að ganga á síðustu vikur. Svo var planið að detta í það... en sökum almennrar þreytu varð ekkert úr því - ég var komin heim um sjö, drengnum skellt í rúmið og ég lognaðist ut af um átta... og grjótsvaf til sjö í morgunn. Þannig er nú það ;)
Annars voru REM tónleikarnir BARA góðir... váaaaa sko Alanis var góð en úfffff... þeir voru sko miklu flottari. Fyrr það fyrsta þá voru þetta útitónleikar og 25 þús manns... 28 stiga hiti, logn og sól... gerist það betra????
Bjarni hafði valið ferlega góð stúkusæti handa okkur... hann hélt nú að hann væri að velja í stúkunni inni (þar sem þetta áttu nu að vera innitónleikar í okkar haus!!). Svo var bara að njóta þessarrar frábæru stemmingu, berfætt í hitanum og hlusta á góða tónlist. Þeir gerðu eins og Alanis tóku góðu "gömlu" lögin inn á milli, eitthvað sem ég er sko alveg að fíla því ekki fylgist ég mikið með tónlistarheiminum í dag!!!
Jæja ætla að fara að elda handa köllunum mínum sem eru búinir að vera svo duglegir síðustu daga, þrifu gluggana í húsinu í gær, og skúruðu út í dag.. I´m so lucky!!!!
þriðjudagur, júní 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli