sunnudagur, júní 5

Hefur þú tannburstað hund???

Jæja þá er projekt þessarar annar fullskrifað - bara eftir að ljósrita í 6 eintök og skila fyrir klukkan 12 á morgun ;) Frábært að vera komin hérna megin við þetta verkefni, svo er munnlegt próf úr þessu annað hvort 16. eða 17 júni (er ekki búin að fá dag ) Já pælið í því að vera í prófi á 17. júní... á maður ekki að vera í skrúðgöngu þá??

Heimapróf næsta föstudag og NEO+EMBRYO próf 27. júni - síðast skóladagurinn svo 1.júlí en þá fáum við afhennt verkefnið sem við eigum svo að skila fyrsta skóladaginn í haust. Förum svo í fyrsta próf næstu annar síðustu vikuna í september og námsefnið fyrir það erum við langt komin með núna..... þannig að ég veit hvað ég þarf að gera í "sumarfríinu"!!!!!

Annars verð ég að spyrja þig lesandi góður um eitt... Gengur vel hjá þér að tannbursta hundinn þinn????? EF ekki fáðu þér þá Pedigree hundatannbustann, og hundatannburstunin verður leikur einn!!!! Vá.. allt er til - fékk hláturskrampa þegar ég sá þessa auglýsingu - hef líka aldrei tannbustað hund.

Í dag er Fars- dag hérna í DK (feðradagurinn) þannig að við Oddurinn minn fórum og fætur og bökuðum bæði brauð og köku og pökkuðum inn naríum sem á stendur "verdens bedste far" sem prinsinn svo gaf pabba sínum þegar hann vakti hann að morgunn hlaðborðinu - voða kosý allt ;)

Jæja karlarnir mínir að fara í Jumboland með íslendingafélaginu og ég að koma mér að lestrinum

Lifið heil

Engin ummæli: