Vorum að splæsa okkur í inneign hjá einhverju vefsímafyrirtæki, þ.e. þar sem maður getur hringt úr tölvunni í heimasímanúmer. Testaði systemið í gær með því að hringja í frú Lopez í gær, heyrði kvak í litla frænda í fyrsta skipti :) Hringdi svo í GV í dag, systemið virkaði mun betur svo að degi til en að kvöld og núna er ég með allar helstu kjaftasögurnar af ellóinu á hreinu, veit hverja er nýbúið að leggja inn, hverja þarf að mata, og hverja þurfi að keyra um í hjólastól og fleiri heitar fréttir í þeim stíl :) GV er bara yndi, malaði stöðugt maður varla komst að :)
Annars afrekaði ég fleira í dag - pantaði flugmiða fyrir familýuna til íslands 26.jan og svo aftur út 6. feb - þannig að við munum verða viðstödd þegar GÍ fagnar 50 afmælinu sínu - reyndar er það nú þjófstart hjá henni því afmælið er ekki fyrr en þann 7.feb - en þar sem ég "primadonnan" á að byrja í skólanum þann dag heldur hún upp á það aðeins fyrr.
Var annars að spá í einu - eru það bara kallinn minn og kóngurinn sem "lesa mig"... hef ekki heyrt frá öðrum lengi... ekki það að mér leiðist að hafa trygga aðdáendur ;)
þriðjudagur, nóvember 9
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli