Um daginn var ég úti í göngutúr með Odd Inga minn. Þegar við vorum að koma heim fann hann nammimola, tók hann upp og ætlaði að stinga honum upp í munninn á sér. Ég hélt nú ekki, reif af honum molann og bað hann vinsamlegast um að vera ekki að éta upp úr jörðinni!! "Af hverju ekki??" Spurði Oddur Ingi. "Æ, bara þetta er búið að liggja í jörðinni og þú veist ekkert hver hefur verið með þetta og hvaða kvikindi eru búin að skríða á þessu - svo er þetta fullt af sýklum!"
Oddur Ingi leit á mig aðdáunaraugum....."vá mamma, hvernig veistu allt þetta?" Nú hugsaði ég hratt og svaraði: "Allar mömmur vita þessa hluti, þetta er á mömmuprófinu. Ef þú veist ekki svona lagað færðu ekki að verða mamma"
Það var þögn í 2-3 mínútur á meðan Oddurinn minn velti þessu prófi fyrir sér. "Já nú skil ég" datt upp úr honum; "og og og ef þú nærð ekki mömmuprófinu....verður maður þá pabbi?"
"Einmitt elskan" sagði ég skælbrosandi ;)
Nei nei er að plata.... stal þessu og hagræddi staðháttum og nöfnum... en fannst þetta svo sætt hehe...
þriðjudagur, febrúar 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli