Já bæði ógeðslega tapsár og sár í hálsinum eftir öll öskrin.
Vogaði mér sem sagt að horfa á handbolta :(
Annars er ég með hausinn í svo miklu bleyti að ég er við að drukkna.
SKOOO..... er búin að sjá hús sem mig langar íííí!!!
Ætla að biðja ykkur að hjálpa mér.
Kostir:
Húsið er stórt og flott á frábærum stað í litlu þorpi rétt fyrir utan Álaborg.
Ég er svotil jafnlengi að keyra í vinnuna mína frá þorpinu og þaðan sem við búum núna.
Þetta er sveitaþorp... ég er úr sveitaþorpi og líkar það vel.
Það er pínulítill skóli þarna með nemendum aðeins upp í 7.bekk, þarna gæti OI farið í skóla og því ekki í Friskolann, þannig sparast smá peningur (800 dkk á mánuði) sem ég glöð vil borga fyrir skólann hans ef við búum hérna áfram þar sem skólarnir hér í nágrenninu eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Við myndum vera að eignast húsið, ekki leigja, og þar með ekki að henda peningum út um gluggann. Þó mér finnist fínt að leigja núna en ég verð bráðum búin með skólan og fer að vinna og þá falla húsaleigubæturnar niður og þá finnst mér MIKIÐ að henda rúmlega 6000 dkk út um gluggann mánaðalega
Fjármögnun... húsið kostar eina og hálfa miljón dkk, og útborgun er aðeins 80.000 og svo afborgun af láni tæp 9000 á mánuði en tæp 6000 ef við veljum afdragsfrit lán. Við eigum þessa peninga heima á læstum reikningi.
Húsið er 170 fm rúmlega, A-laga á 2 hæðum, með nýuppgerðum baðherbergjum og eldhúsi. 4 svefnherbergjum og einu fataherbergi. Þvottahús, 2 stofur, bílskýli, 2 útigeymslur, garðskáli, rosa flottur 800 fm garður með flottri verönd, hellulögð upphituð innkeyrsla.
Bærinn er lítill en samt með miklu íþrótta og tómstundastarfi.
Nágrannarnir halda mikið saman, í dag þegar við keyrðum þarna úteftir til að skoða húsið utanfrá þá kom til okkar maður sem spurði okkur hvor við værum að spá í husinu... ja við gátum nú ekki neitað því. Þá bauð hann okkur bara að koma og skoða, hann byggi í húsinu beint á móti og væri með lykla og mætti sýna öllum þeim sem vildu húsið. Hann sagði okkur að nágrannarnir héldu mikið saman og að þau væru með öfluga nágrannagæslu.
Þetta er botnlanga gata, og húsið stendur innarlega, þannig að umferðin er ekki mikil. Nágranninn sagði okkur líka að þau í götunni væru með samkomulag um að keyra alls ekki hratt í götunni og ef einhver gerði það væri fengi hann tiltal.
Það er mikið af börnum í götunni.
Gallar:
Þessa peninga sem við eigum var ætlunin að nota þegar við flyttum heim, til útborgunnar á húsi þar.
Rekstrarkostnaður á húsinu er ??? við vitum ekki hve mikill.
Við vitum ekki hvort það er auðvelt að selja hús í svona sveitaþorpi, ætli við losnum aldrei við húsið aftur?
Hver ætli ástæðan sé fyrir því að útborgun er "bara" 80 þús dkk.
Já þetta er flókið... eða hvað, hvað finnst ykkur. Getið þið bent mér á fleiri kosti eða galla. Maður er stundum svo blindur og sér bara björtuhliðarnar, eru einhverjar fleiri skuggahliðar??
Í augnablikinu er ég heit á að tala við fasteingasalann... og bara drífa í þessu í vor.....
fimmtudagur, febrúar 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli