Já hætt við þetta hús alla vegna, finnst það of stórt þegar við pælum í því, held ég nenni ekki að halda þessum 174 fm hreinum, það er of mikil vinna fyrir mig í bili. Annars er húsið bara nákvæmlega eins og ég vil hafa það :( Erum búin að vera að skoða önnur hús síðan, og þá búin að sjá það að þetta með útborgunina er bara svona, þetta er mjög normal verð í útborgun, alltaf vel undir milljón íslenskar/100.000 dkk. Líka búin að læra að treysta ekki of mikið á netið, vorum búin að sjá perfekt hús um daginn, brunuðum að skoða og Ojjjj... staðsetningin var hörmung. Húsið lá við stóra umferðargötu og svo var svínabú alveg rétt við húsið og fnykurinn eftir því!!! En húsið sjálft var flott og allt nýtt, lítið sætt sveitaþorp og allt æði, nema svínafnykurinn.
En já erum MJÖG mikið að spá í að skella okkur í húsakaup, þurfum bara að finna hentugra hús, og aðeins minna ;)
sunnudagur, febrúar 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli